Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 12
Mamma opnaði loksins Pandóruboxið Þ að er sólríkt í Þingholtunum þenn- an haustdag þegar ég fer á fund Ásdísar Höllu. Við komum okkur fyrir í fallegri stofu og byrjum á léttu nótunum. Réttara sagt byrj- ar Ásdís á að spyrja mig spjörunum úr og seg- ist hafa meira gaman af því að fá að spyrja en svara. Hún hefur nefnilega mikinn áhuga á fólki og sögunum sem búa þar að baki. En er- indið er að ræða hennar sögu, hennar fjöl- skyldusögu, sem er meira en lítið flókin, átak- anleg og dramatísk. Svo flókin að Ásdís þurfti rúmlega þrjú hundruð síður til að segja hana í bók sinni Tvísaga, móðir, dóttir, feður sem kom út á föstudaginn. Sagan er uppgjör við fortíðina og hjálpaði Ásdísi að skilja uppruna sinn en í leit sinni að faðerninu kynntist hún móður sinni upp á nýtt. Örlagaríkt símtal upphafið Ásdís hafði alltaf horft til baka á æsku sína sem kærleiksríka og þrátt fyrir basl og fátækt segir Ásdís að hún hafi aldrei upplifað skort, hvorki á ást, umhyggju né veraldlegum eig- um. Fjölskylda hennar var á margan hátt ekki hin dæmigerða vísitölufjölskylda. Ásdís átti tvo eldri bræður sem byrjuðu ungir í neyslu og leiddust í framhaldinu út í afbrot og vanda- mál þeirra lituðu allt fjölskyldulífið. En Ásdís þekkti ekkert annað líf. Fortíð móður hennar var henni að mestu hulin og það sem hafði gerst áður en hún sjálf fæddist vissi hún lítið sem ekkert um. Það var svo fyrir fimm árum að Ásdís fékk símtal sem varð til þess að hún fór að grafast fyrir um fortíðina. „Símtalið var frá manni sem ég þekkti ekki neitt sem sagði að pabbi sinn hefði velt því fyrir sér hvort hann gæti verið blóðfaðir minn. Maðurinn vildi vita hvort ég vissi hver pabbi minn væri og ég sagðist telja mig vita það. Hann bað mig um að grennslast fyrir um það, hvort þessi maður, pabbi hans, gæti hugsanlega verið blóðfaðir minn,“ út- skýrir Ásdís. Hvernig tilfinning var það þegar þú fékkst þessar fréttir að þú værir kannski rangfeðruð? „Fyrsta tilfinningin var að þetta væri mis- skilningur, bara einhver sem vissi ekki betur og það væri ekki þess virði að pæla í þessu. Fyrst ætlaði ég ekki einu sinni að nefna þetta við mömmu. En svo kemur í ljós þegar ég hringi í mömmu og segi henni frá því að ég hafi fengið þetta sérkennilega símtal að hún kann- ast við kappann. Og þá brá mér dálítið. Þegar ég áttaði mig á því að maðurinn sem taldi að hann gæti hugsanlega verið blóðfaðir minn, þó að það væru mjög litlar líkur á að hann væri það raunverulega, var maður sem að mamma hafði einhvern tímann þekkt.“ Texti og ljósmyndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Líklega er þetta með erfiðari viðtölum sem ég hef tekið. Málefnið er afar viðkvæmt og persónulegt. Það fór samt vel á með okkur nöfnunum en oft var erfitt fyrir Ásdísi að segja frá og tók það virkilega á hana. Oftar en ekki vöknaði okkur báðum um augun í viðtalinu. Ég komst í handritið síðar og get ég með sanni sagt að ég lagði það ekki frá mér fyrr en að lestri loknum. Margir þekkja Ásdísi Höllu Bragadóttur vegna starfa hennar víðs vegar í þjóðfélaginu bæði í pólítík og viðskiptalífinu. Hún er hörkudugleg, klár, ákveðin og metnaðarfull og hefur náð langt í lífinu. Það sem færri vita er að fjölskyldusaga hennar er flókin og dramatísk. Út er komin bókin Tvísaga, móðir, dóttir, feður, þar sem Ásdís Halla fer yfir ævi sína og æsku, og ævi móður sinnar og afhjúpar leyndarmál fortíðar. Upphaf bókaskrifa má rekja til örlagaríks símtals fyrir fimm árum um hugsanlega rangfeðrun Ásdísar Höllu. Hún segist stundum efast um að það hafi verið rétt að gefa bókina út; hún sé það persónuleg. VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.