Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 22
Í ár eru liðin 60 ár frá því að uppreisnin í Ungverjalandi átti sér stað. Í ár eru lið- in 60 ár frá því að Íslendingar tóku fyrst á móti flóttafólki, árið 1956. Í ár eru liðin 60 ár frá því að foreldrar mínir kynntust. Fyrir mig hefur þessi tala 60 mjög sérstaka þýðingu. Foreldrar mínir eru Ung- verjar og voru í flóttamannahópnum sem kom til landsins árið 1956, þau voru um tvítugt, bæði ógift, móðir mín kom með æskuvinkonu sinni en faðir minn kom með foreldrum sínum, systkinum og frænku. Í þessum hópi voru 52 Ungverjar á aldrinum þriggja til 54 ára. Foreldrar mínir kynntust hér á Íslandi, giftu sig og stofnuðu fjölskyldu. Það má því segja að ef uppreisnin í Ungverjalandi hefði ekki átt sér stað væri ég ekki til í þessari mynd sem ég er í dag, og væri ekki svona stálheppin að tala tvö tungumál sem ég get ekki notað nema í þessum tveimur löndum. Af hverju Ísland? Eftir að þau höfðu verið í flóttamannabúðum skammt frá Vínarborg (sumir búnir að vera þar í nokkrar vikur) við frekar bágbornar að- stæður kom dr. Gunnlaugur Þórðarson, for- maður framkvæmdaráðs Rauða kross Ísland á þessum tíma, og bauð flóttafólki að koma til Íslands. Fólk vissi lítið sem ekkert um Ísland en eins og móðir mín sagði vissi hún að þetta var frjálst land. Hún hafði látið skrá sig til Sviss en biðtíminn þangað var nokkrir mán- uðir. Flóttafólkið kom til landsins á aðfangadag jóla 1956. Farið var með það í Hlégarð í Mos- fellsbæ, þar sem það var í hálfan mánuð. Í jan- úar var allt vinnufært fólk komið í vinnu og flestir höfðu fengið samastað. Flestir settust að á höfuðborgarsvæðinu en sex fóru til Vest- mannaeyja og tveir til Akraness. Af þessum 52 flóttamönnum sem hingað komu settust 25 einstaklingar að hér á landi og fengu íslenskan ríkisborgararétt og 10 manns sneru aftur til Ungverjalands en hinir fóru vítt og breitt um heiminn. Um hvað snerist þessi uppreisn sem olli því að 200.000 Ungverjar ákváðu að flýja land og 52 þeirra komu alla leið til Íslands? Eftir seinni heimsstyrjöldina lenti Ung- verjaland undir stjórn Sovétríkjanna og árið 1949 var það gert að kommúnísku einræðisríki undir stjórn Mátyás Rákosi og Kommúnista- flokks Ungverjalands. Hinn 23. október 1956 söfnuðust stúdentar í Budapest saman til stuðnings hugmyndum Pólverjans Władysław Gomułka, sem vöktu vonir meðal Austur-Evrópubúa um bætt kjör og meira sjálfstæði þjóðanna. Á fundinum voru lesnir upp 16 punktar um umbætur sem farið var fram á. Meðal þess sem krafist var voru frjálsar kosningar, tján- ingarfrelsi og að sovéski herinn yfirgæfi landið. Almennir borgarar flykktust að, sam- koman var mjög friðsamleg, þjóðsöngurinn var sunginn ásamt ættjarðarlögum sem voru bönnuð. Er leið á fundinn fór að heyrast hróp- að „Rússar heim“ og fundurinn snerist brátt upp í mótmæli gegn Sovétstjórninni. Einhverjir tóku upp á því að rífa gat í miðju ungverska fánans þar sem hamar og sigð voru, tákn Sovétríkjanna. Brátt færðist hópurinn, sem þá taldi yfir 100.000 manns, sameinaðist öðrum hópum og hélt í átt að þinghúsinu. Við þinghúsið krafðist hópurinn þess að fá að hitta Imre Nagy þingmann. Nagy reyndi að róa mannskapinn með orðunum: „Félagar, sýnið stillingu.“ En hópurinn svaraði: „Ekki meir félagar.“ Á sama tíma safnaðist stór hópur stúdenta saman við borgargarðinn þar sem um 25 metra hárri styttu af Stalín hafði verið komið fyrir árið 1951. Nú skyldi Stalín steypt af stalli, verkfræðinemar söguðu stígvélin af styttunni þannig að einungis stigvélin stóðu eftir á stallinum. Síðan var böndum komið á Stalín og hann dreginn af stalli af trukki þar sem mannfjöldinn bútaði styttuna í sundur. Mótmælin höfðu fram að þessu verið frið- samleg, mótmælendur héldu til ríkisútvarps- ins og kröfðust þess að fá að lesa upp í beinni útsetningu þær umbætur sem farið var fram á. Hluti mótmælenda fór inn í húsið til að fá að lesa yfirlýsinguna upp. Eftir um tveggja tíma bið fór fljótlega að bera á orðrómi þess efnis að þeir hefðu verið handteknir. Ungverska ör- yggislögreglan sem gætti byggingarinnar fór að dreifa táragasi og hóf skothríð á mannfjöld- ann. Ungverskir hermenn sem sendir voru á staðinn sem liðsauki við öryggislögregluna gengu til liðs við mótmælendur og rifu af sér rauðu stjörnuna sem var á einkennisbúningi þeirra. Þessi friðsamlegu mótmæli breyttust skyndilega í uppreisn. Fréttin um að öryggis- lögreglan hefði skotið á mannfjöldann breidd- ist út og fólk fór að vopnbúast. Seinna um kvöldið bættist liðsmönnum mótmælenda liðs- auki þegar verkamenn frá vopnaverksmiðj- unni í borginni komu með vopn til þeirra. Mót- mælendur náðu útvarpshúsinu á sitt vald og allsherjarverkfall var boðað. Skriðdrekar halda til borgarinnar Að morgni 24. október 1956 héldu sovéskar herdeildir inn í borgina til að koma á lögum og reglu. Allt var á suðupunkti; sovéskir skrið- drekar voru staðsettir víða um borgina við helstu brýr og umkringdu þinghúsið. Ekkert fékk stöðvað uppreisnina og margir sovéskir hermenn, sem búið höfðu í Ungverjalandi síð- an 1945, komu bróðurlega fram við upp- reisnarmenn og sýndu samhug. Eins og blaðamaðurinn Charlie Coutts sagði breska blaðamanninum Peter Fryer, sem skrifaði bókina Hungarian Tragedy, um það sem hann varð vitni að: „Uppreisnarmenn umkringdu skriðdreka og útskýrðu fyrir hermönnunum að um friðsamleg mótmæli væri að ræða. Her- maðurinn sem var í forsvari bauð uppreisnar- mönnunum að setjast upp á skriðdrekann og saman óku þeir í átt að þinghúsinu Þegar þangað var komið voru þar fyrir þrír skrið- drekar og tveir hertrukkar. Skyndilega hófst skothríð frá þinghúsinu og var þar á ferð að talið er ungverska öryggislögreglan og fjöldi manns lá í valnum. Þetta átti eftir að hafa slæmar afleiðingar í för með sér.“ Hinn 25. október, þegar ljóst var að stjórn- völd næðu ekki að brjóta niður þessa mót- mælaöldu, ákváðu þau að gera hinn vinsæla Imre Nagy að forsætisráðherra í von um að hann gæti náð tökum á ástandinu. Næstu fjóra daga voru hörð átök í borginni þar sem örygg- islögreglan og sovéskir skriðdrekar börðust á móti uppreisnarmönnum. Fljótlega var ljóst að uppreisnarmenn voru tilbúnir að gera hvað sem var til að fá Rússana til að yfirgefa landið. Eins og einn uppreisnarmannanna orðaði það í viðtali síðar: „Hjörtu okkar slógu í takt.“ Almennir borgarar gengu til liðs við upp- reisnarmenn, hermenn, lögreglumenn og börn. Börn sem voru alin upp í kommúnisma börðust nú á móti sovéska hernum. Þrátt fyrir litla sem enga hernaðarlega þjálfun höfðu upp- reisnarmenn í fullu tré við sovésku skriðdrek- anna. Þeir náðu að lokka þá inn í þröngar göt- ur og réðust á þá vopnaðir bensínsprengjum. Mannfallið var mikið á báða bóga og sjúkra- húsin voru yfirfull af særðu fólki. Samið um vopnahlé Að morgni 28. október 1956 hafði Nagy for- sætisráðherra tekist að semja um vopnahlé og sovésku hersveitirnar yfirgáfu borgina og héldu til herbúða sinna fyrir utan borgina. Sovétmenn litu á þetta sem tímabundið ástand en alls ekki sem uppgjöf. En ljóst var að stór rifa hafði myndast á járntjaldið. Næstu daga gátu borgarbúar farið aftur út á göturnar, en margir þeirra höfðu leitað skjóls í kjöllurum á meðan átökin voru sem hörðust. Við blasti mikil eyðilegging en nú gátu borgarbúar um frjálst höfuð strokið og mikil bjartsýni ríkti. Fólkið trúði því að það hafði sigrað. Það gafst tími til að hlúa að þeim sem voru særðir. Enn í dag þegar ég ræði við ættingja mína og kunningja um þetta tímabil minnast allir á hve mikil samstaða var meðal þjóðarinnar. Sumir rifja það upp að þeir sendu matvæli og aðrar nauðsynjar til borgarinnar til að styðja við bakið á uppreisnarmönnum, en mikill matarskortur var í borginni og fólkið stóð tím- unum saman í biðröð til að kaupa mat. Fjölmennur hópur hélt til höfuðstöðva kommúnistaflokksins og höfuðstöðva fyrrver- Ljósmynd/Úr einkasafni Barn ungversku uppreisn- arinnar Sextíu ár eru liðin frá því að uppreisn var gerð í Ungverjalandi. Jafnlangur tími er því liðinn frá því að Íslendingar tóku við hópi ungverskra flóttamanna, en það var í fyrsta sinn sem þjóðin tók á móti flóttamönnum. Höfundur greinarinnar er dóttir fólks sem var í hópi 52 Ungverja sem hingað komu úr flóttamannabúðum í Vínarborg á aðfangadag árið 1956. Maríanna Csillag marianna@heilsuborg.is Stórum ljósmyndum frá uppreisninni hef- ur verið stillt upp víða um Búdapest. UNGVERSKA UPPREISNIN 1956 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.