Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 25
Eva reyndi fólk að samskonar vel- vilja. Þegar hún eignaðist tvíburana sína, sem hún hélt alla meðgönguna að væru aðeins eitt barn, sá hún að hún yrði að safna fyrir þvottavél en nágrannar hennar sögðu henni að vera ekki að spá í það, hún gæti notað þeirra vél alla daga, þau þyrftu aðeins að þvo einu sinni í viku. „Við leigðum af fólki sem var ósköp venjulega stætt fólk en það lét okkur samt borga sáralítið í húsaleigu og var sér- staklega gott við okkur á alla kanta. Síðar bjuggum við svo í Breiðholtinu þar sem okkur leið mjög vel og end- uðum á Seltjarnarnesi,“ segir Eva sem starfaði hjá Landspítalanum, Landakoti og loks Kópavogshæli eins og það hét þá. Aldrei heimþrá Hvernig tók fjölskyldan því þegar þið ákváðuð að fara til Íslands? „Það var erfitt og mamma bað mig alltaf um að fara að minnsta kosti ekki lengra í burtu en Íslands,“ segir Eva og Elísabet tekur í sama streng og báðar hugsuðu þær og vonuðu að einn daginn myndu þær geta farið og heimsótt fjölskyldu sína í Ungverja- landi. Ferðafrelsi þeirra breyttist mikið þegar Rússarnir yfirgáfu Ung- verjaland og þær hafa bæði fengið ættingja sína heim til Íslands og ferðast út en Elísabet hefur farið á hverju sumri frá árinu 2000 en hún þjáist af gigt og sólskinið í Ungverja- landi gerir henni afar gott. „Ég hef samt aldrei nokkurn tím- ann fundið fyrir heimþrá þótt það sé gaman að koma til Ungverjalands. Maður fékk alveg nóg af þessu og maður lifir við það að vera áhyggju- laus og hamingjusamur á Íslandi sem er ómetanlegt,“ segir Elísabet. „Maður er stundum spurður af þeim sem ekki þekkja til hér hvernig maður geti eiginlega búið svona langt í burtu en ég svara því og veit að ég lifi alveg rosalega góðu lífi. Fólkið á Íslandi kom okkur svo mikið á óvart. Við bjuggumst alveg við því að það yrði tekið ágætlega á móti okkur en aldrei svona vel.“ Þær segja tilhugsunina um að 60 ár séu liðin frá því þær komu hingað fyrst ótrúlega. „Ég held að það hafi hjálpað mikið að aðlagast að við vorum jákvæð og litum ekki á það sem hindrun að þurfa að aðlagast þessum nýju að- stæðum. Birtan á sumrin vandist og í skammdeginu finnst mér notalegt að geta kveikt á kertum. Maturinn vand- ist fljótt en það má þó segja að afkom- endur okkar haldi fast í að við eldum ungverskt kjúklingagúllas, annan í jólum kemur öll fjölskyldan, 29 manns, og þá er ég með kjúklinga- gúllas, þau leyfa mér ekki að sleppa því,“ segir Eva og hlær. Það sama er uppi á teningnum á heimili Elísabetar, kjúklingagúllasið ungverska er í miklu uppáhaldi. Börnin þeirra tala líka ungversku og sýna sínum ungversku rótum mikinn áhuga. Eva segir að áhyggjuleysi þeirra og hamingja sem þær hafi uppskorið við það að flytja til Íslands geri það að verkum að þær séu báðar einstaklega rólegar og kippi sér lítið upp við ver- aldlega hluti, barnabörnin sem brjóta vasa fá litlar skammir, allt sem séu dauðir hlutir skipti ekki máli. „Við finnum okkur alltaf eitthvað til að hlæja að saman og það kann maður svo vel að meta að á Íslandi er enginn að æsa sig upp út af smámun- um. Við erum rólegar og það skilar sér í því að við njótum lífsins,“ segir Elísabet að lokum. Eva Jóhannsdóttir og Elísabet Csillag stuttu eftir komuna til Íslands, komnar með störf sem hjúkrunarfræðingar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon 200.000 Ungverjar flúðu heimaland sitt síðla árs 1956. AFP 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Ábyrgðarmaður Domusnova: Haukur Halldórsson, hdl., lgf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.