Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 18
E
f fram fer sem nú horfir
mun Hillary Rodham
Clinton fara með sigur
af hólmi í baráttunni um
Hvíta húsið gegn Don-
ald Trump. Það leikur lítill vafi á að
Clinton verður sérlega vinsælt við-
fang hrekkjavökubúninga þetta árið.
Dæmið er enda ofureinfalt: smelltu
þér í buxnadragt og allir vita hver þú
ert.
Sem kona hefur Clinton setið und-
ir annarskonar gagnrýni en karl-
frambjóðendur, meðal annars fyrir
klæðaburð. Engum ætti að dyljast
misréttið sem býr í því að rýna í sí-
fellu í útlit kvenframbjóðenda en
herferð Clinton hefur tekið brand-
arann um einkennisklæðnað hennar,
buxnadragtina, upp á sína arma.
Þannig átti sér stað ákveðin
buxnadragtarbestun í New York
fyrr í mánuðinum þegar tugir dans-
ara komu saman í litríkum buxna-
drögtum til að lýsa yfir „Pantsuit
Power“ fyrir Clinton.
Það er sannarlega fátt sem hrif-
næmt hjarta skilur eins vel og þá
einföldu gleði sem skein af dönsur-
unum í myndbandinu sem síðar rat-
aði á samfélagsmiðla. Skyndilega
varð allt skýrt: Það vantar buxna-
dragt í Hvíta húsið.
Það þarf ekki að tíunda hversu
merk stund það verður þegar kona
verður í fyrsta skipti svarin inn í
valdamesta embætti þessa heims.
Ýmis stór skref hafa leitt til þess að
svo megi nú loksins verða og sum
þeirra eru enn óstigin, en hversu
mjög sem margur vill bölva buxna-
dragtinni hefur hún einmitt verið
stórt stökk fyrir kvenkynið.
Fangelsuð fyrir
að klæðast buxum
Coco Chanel lagði grunninn að
drögtum snemma á þriðja áratugn-
um. Buxnadragtir náðu þó ekki fullu
skriði í meginstraumnum fyrr en á
sjöunda áratugnum þegar hönnuðir
á við Luba Marks og Yves Saint-
Laurant tóku að selja áður karllæg
klæði í kvennasniðum. Í millitíðinni
höfðu Marlene Dietrich og Katha-
rine Hepburn þó náð að hrista smá
kynusla úr skálmunum.
Lengi vel gátu konur vart
verið annað en ritarar á skrif-
stofum. Þeim mætti sú mót-
staða að vera ekki teknar al-
varlega sökum kyns síns og
vera álitnar augnayndi fremur
en raunverulegir þátttakendur
í atvinnulífinu. Með pilsdragt-
inni gátu konur gert sig herða-
breiðar í jökkum áþekkum
þeim sem karlarnir klæddust
án þess að ganga of langt yfir
strikið. Buxur þóttu eftir allt
saman óviðeigandi klæðnaður
fyrir konur.
Þannig var leikskólakennar-
inn Helen Hulick, handtekin árið
1938 fyrir að klæðast buxum í rétt-
arsal í Los Angeles. Hún átti að bera
vitni um innbrot en dómarinn frest-
aði vitnaleiðslunum og skipaði henni
að mæta aftur síðar í kjól. Í Los
Angeles Times frá 10. nóvember
1938 er vitnað í Hulick:
„Segðu dómaranum að ég standi á
réttindum mínum. Ef hann skipar
mér að klæða mig í kjól mun ég ekki
gera það. Ég kann vel við buxur.
Þær eru þægilegar.“
Fimm dögum síðar mætti hún aft-
ur í réttarsalinn, íklædd síðbuxum.
Dómarinn ávítti hana fyrir að reyna
að draga að sér athygli og fyrir
óvirðingu við réttinn. Hún mætti þó í
síðbuxum í þriðja skiptið daginn eft-
ir og fékk fyrir vikið fimm daga
fangelsisdóm.
Fangelsisdómnum var síðar snúið
við og því lýst yfir að Hulick væri
frjálst að klæðast buxum í réttarsal.
Nokkrum mánuðum síðar kom hún
aftur í réttarsal. Hún hafði þá unnið
slaginn og klæddist þess vegna því
sem hún vildi þá stundina: kjól.
Hvorki kona né karl
Á áttunda áratugnum urðu buxur
loks að hefðbundnum klæðnaði fyrir
ungar konur sem klæddust þeim
ýmist til að senda feðraveldinu fing-
urinn eða einfaldlega sökum þæg-
inda. Breyta þurfti lögum í Banda-
ríkjunum árið 1973 þegar
almenningur tók að þrýsta á ríkis-
stjórnina að leyfa stúlkum að klæð-
ast buxum í skólum. Það var síðan
ekki fyrr en 1993 að kvenkyns öld-
ungadeildarþingmönnum var veitt
leyfi til að klæðast buxnadrögtum
við þingstörf.
Hin 26 ára Hillary Clinton klædd-
ist gjarna buxnadrögtum árið 1974
þegar hún vann að rannsókn Water-
gate-hneykslisins við upphaf ferils
síns. Buxnadragtir voru þá orðnar
venjan fyrir konur í viðskiptalífinu,
að því er fram kemur í viðtali Vice
við Shira Tarrant, höfund bókar-
innar Fashion Talks: Undressing
the Power of Style.
„[Að klæðast buxnadragt] var
viðbúið á þeim tímum ef það átti að
taka þig alvarlega sem viðskipta-
konu, en konur voru engu að síður
gagnrýndar fyrir að reyna að líkja
eftir körlum,“ sagði Tarrant.
Þessi hugsunarháttur er svo sann-
arlega enn við lýði. Mótframbjóð-
andi Clinton í kosningabaráttu árs-
ins hefur ítrekað haldið því fram að
hún „líti ekki forsetalega út“ og árið
2011 sagði tískuspekúlantinn Tim
Gunn að hann teldi Clinton „óvissa
um kyn sitt“ sökum klæðaburðar
hennar.
Raunar hefur Clinton, eins og svo
margar aðrar konur, þurft að gera
sig karllægari til þess að öðlast völd
og virðingu. Í ágúst birti fé-
lagsfræðingurinn Jennifer J. Jones
rannsókn sína á orðræðu Clinton í
gegnum árin. Niðurstaðan var sú að
forsetaframbjóðandinn hafði um-
breytt orðaforða sínum frá persónu-
legri og kvenlegri orðræðu yfir í
fjarlægari og karllægari orðræðu.
Fyrrnefndur mótframbjóðandi
hefur þó einnig sakað hana um að
spila í sífellu út „konuspilinu“ til að
vinna atkvæði og miðað við umfjöll-
un fjölmiðla er hún dæmd til að búa
einhverstaðar inni á milli. Hún má
ekki vera kona en hún má heldur
ekki vera karl.
Heiðarlegur dragbítur
Önnur valdamikil kona sem glímt
hefur við svipaða óuppfyllanlega
staðla er kanslari Þýskalands, Ang-
ela Merkel. Hún er þekkt fyrir að
klæðast nánast ávallt sömu Bettina
Schoenbach-buxnadragtinni, en þó í
öllum regnbogans litum. Einkennis-
klæðnaðurinn getur haft neikvæð
áhrif eins og Robb Young, höfundur
Power Dressing: First Ladies, Wo-
men Politicians & Fashion, tjáði
Washington Post árið 2012.
„Staðlaður klæðaburður kann að
endurspegla pólitíska persónu henn-
ar á heiðarlegan hátt sem þvætt-
ingslausa og skynsama konu,“ sagði
Young. „En sami óhagganlegi ásetn-
ingurinn við að halda í þennan vana-
bundna einkennisklæðnað gæti ver-
ið dragbítur meðal ákveðinna
kjósenda sem þrá merki um breyt-
ingar.
Líklega hafa svo þungar byrðar
aldrei verið lagðar á jakkaföt sem
hafa lítið breyst, áratugum saman.
Eins og Megan Garber skrifar
fyrir the Atlantic er buxnadragtin
valdeflandi þversögn fyrir kven-
kynsbrautryðjendur, tískuyfirlýsing
sem segir sitt með því að segja eins
lítið og mögulegt er.
„Buxnadragt Clinton er hug-
hreystandi. Hún er bæði ögrandi og
sáttaleitandi,“ skrifar Garber. „Hún
er örugg með sig án þess að vera
áberandi. Hún segir bæði: „Ég er
kona“ og: „Ég er svo miklu meira en
kona.““
Þrátt fyrir yfirlýsingar Young
virðist buxnadragtin vera ein örugg-
asta fjárfestingin, hvort sem er fyrir
konur í viðskiptalífinu eða í pólitík.
Ef konur eru tískuíkon eða tískuslys
þykir erfiðara að treysta þeim fyrir
þungum verkefnum þar sem valda-
miklir karlmenn eru afar sjaldan
settir í sömu spor.
Garber bendir á að styrkur
buxnadragtarinnar felist einmitt í
því að hún er óspennandi, það er
ekkert nýtt við það að Clinton klæð-
ist buxnadragt og þannig getur hún
beint fyrirsögnunum frá útliti sínu
og að boðskapnum. Hún hefur einn-
ig löngu drepið flesta brandarana
með því að segja þá sjálf og er til að
mynda titluð „sérlegur áhugamaður
um buxnadragtir“ á Twitter.
Buxnadragtin er að vissu leyti
málamiðlun milli kyns og valds,
frelsandi en heftandi, allt í senn, en
eins og „Pantsuit Power-dansar-
arnir“ sýndu fram á þarf ekki að
vera drungi yfir drögtunum. Þær
geta verið litrík tákn um það feðra-
veldi sem konur á borð við Clinton
hafa þurft að semja við og sigrast
á til að öðlast sína réttmætu
stöðu í samfélaginu.
Hver veit nema Clinton snúi
sér í hálfhring líkt og Helen Hu-
lick um árið og klæðist kjólum í
Hvíta húsinu eftir að sigrinum
er náð. Það verður að teljast
ólíklegt að hún skilji við ein-
kennisbúninginn en jafnvel þó að
svo verði mun það ekki draga úr
krafti hennar.
Eins og hún sagði við David
Letterman árið 2007:
„Í Hvíta húsinu mínu vitum
við öll hver klæðist buxnadragt-
inni.“
Buxnadragt ber í glerþakið
Það verður mikið um dýrðir í Bandaríkjum
Norður-Ameríku á næstunni. Haldið er upp á
hrekkjavöku, mánudaginn 31. október, og rúmri
viku síðar gengur almenningur til kosninga um
45. forseta landsins. Annar viðburðurinn er
árlegur – hinn er sögulegur, en þeir eiga það
sameiginlegt að allt útlit er fyrir að buxnadragtir
muni leika þar lykilhlutverk.
Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is
Jakkaföt Donalds Trump vekja sjaldn-
ast viðlíka athygli og liturinn á buxna-
dragt Hillary Clinton hverju sinni.
AFP
Buxnadragtin er fyrir löngu orðin að einkennisbúningi Hillary Rodham Clinton forsetaefni Demókrataflokksins.
AFP
ERLENT
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016