Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 38
L ífslíkur mannkyns hafa aukist gríð- arlega síðustu aldir. Því til stuðn- ings má nefna að árið 1891 gat meðalkona í Bretlandi vænst þess að verða tæplega fimmtug, þ.e. nokkrum árum eldri en eiginmaður hennar, sem líklega var kominn undir græna torfu í kringum 45 ára aldur. Lífslíkur beggja árið 2011 voru hins vegar í kringum áttrætt. Svipaða sögu er að segja af íslenskum skötuhjúum en árið 1985 urðu íslenskar konur að meðaltali rúmlega átt- ræðar en karlmenn tæplega 75 ára. Árið 2014 voru lífslíkur kvenna hins vegar 83,6 ár og karla 80,6 ár. Á 31 ári hafa lífslíkur Íslendinga því batnað um allt að hálfan áratug. Geta lífslíkur aukist endalaust? Líklega má að hluta skýra þessar auknu lífs- líkur með miklum framförum í læknisfræði síð- ustu aldir og áratugi og ber þar einna helst að nefna bólusetningar, minnkaðan ungbarna- og mæðradauða og nýja meðferðarmöguleika í sjúkdómum sem áður voru nær öruggur dauða- dómur, svo sem krabbameinum og hjarta- og æðasjúkdómum. Almennu hreinlæti hefur einn- ig farið mikið fram þegar horft er aftur til 18. og 19. aldar auk þess sem húsakostur hefur stór- batnað og þar liggur ein helsta skýringin á minnkaðri smithættu alvarlegra smitsjúkdóma sem fyrr á öldum drógu fjölda fólks til dauða á skömmum tíma. En eru engin efri mörk? Hversu lengi geta lífslíkur mannkyns haldið áfram að aukast og hversu gömul getum við orðið áður en náttúran tekur í taumana? Ekki er einfalt að svara þess- um spurningum en hópur vísindamanna birti nýlega niðurstöður rannsóknar er leitaðist við að finna svarið við því hver hæsti mögulegi ald- ur manneskjunnar er. Hin gullna tala ku vera 115 ár. Meðaldánaraldur stendur í stað Samkvæmt rannsókninni, sem ber titilinn „Evi- dence for a limit to human lifespan“ og var birt í tímaritinu Nature fyrr í mánuðinum, verða örfáar manneskjur eldri en 115 ára. Líkurnar á því að við náum 125 ára aldri eru til dæmis svo litlar að á 10.000 plánetum líkt og okkar væri á hverjum gefnum tímapunkti líklega einungis eina manneskju að finna sem orðin væri svo gömul. Engin manneskja hefur enn orðið 125 ára svo staðfest sé. Rannsakendurnir fóru yfir gögn úr svoköll- uðum „Human Mortality Database“ en sá gagnagrunnur er samstarfsverkefni Bandaríkj- anna og Þýskalands og inniheldur upplýsingar um dauðsföll í 38 löndum, þar á meðal á Íslandi. Sérstaklega voru skoðuð andlát þeirra sem náð höfðu 110 ára aldri og bjuggu í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Í ljós kom að meðaldánaraldur fólks sem verður eldra en 110 ára hefur staðið í stað í hartnær tvo áratugi – og nær enginn brýtur 115 ára múrinn. Ekki eru þó allir vísindamenn sammála nið- urstöðum rannsóknarinnar þótt áhugaverðar séu og hefur til dæmis verið bent á það að hvað eftir annað hafi komið fram rannsóknir sem full- yrða að nú sé hámarkslífaldri manneskjunnar náð. Engin þeirra hafi hins vegar staðist tímans tönn. Auk þess geti faraldsfræðileg rannsókn á borð við þessa einungis lýst þeirri þróun sem nú sé í gangi og hafi verið síðustu áratugi en út frá slíkum niðurstöðum sé hins vegar ekki hægt að fullyrða hvað gerst geti í framtíðinni. Með öðr- um orðum: Þótt mannkynið virðist síðustu ára- tugi hafa átt erfitt með að komast yfir 115 ára markið, þá þýðir það ekki endilega að svo muni alltaf verða. Hér getur til dæmis spilað inn í að sú kynslóð sem nú er komin vel yfir tírætt sætti ýmsu í æsku og á fyrri hluta fullorðinsára sem mun færri eru útsettir fyrir nú til dags. Má þar nefna vannæringu og ýmsa smitsjúkdóma en þessi útsetning gæti t.d. haft áhrif til hins verra á lífslíkur og gert fólki erfiðara fyrir að ná hærri aldri en 115 árum. Öldrun er ekki náttúrulegt ferli Flest bendir þó til þess að lífaldri manneskj- unnar, líkt og annarra dýrategunda, séu einhver náttúruleg takmörk sett og er það afleiðing erfðaefnis okkar. Náttúran ætlar flestum ef ekki öllum dýrum að þroskast og vaxa til kyn- þroskaaldurs, eignast afkvæmi og koma þeim á legg. Þegar því verkefni er lokið, sem í dýrarík- inu er vanalega einungis fáeinum mánuðum eða árum eftir að kynþroska er fyrst náð, hefur hver einstaklingur lokið hlutverki sínu frá náttúr- unnar sjónarhóli og er í raun ekki ætlað lengra líf. Í erfðaefni okkar eru því ekki náttúruleg „fyrirmæli“ um öldrun því okkur var líklega ekki ætlað að lifa framyfir tvítugt eða þrítugt. Það sem gerist í líkömum okkar þegar við erum níræð er því hliðarverkun af því erfðaefni sem var okkur mikilvægt í æsku og á fyrstu fullorð- insárum. Af þessu leiðir að til að auka enn á langlífi mannkyns er ekki ólíklegt að breyta þyrfti genamengi okkar en að slíku er ekki hlaupið. Forvitnilegt verður engu að síður að fylgjast með öldungum næstu áratuga – hver veit nema 125 ára múrinn verði rofinn fyrr eða síðar. Hversu gömul getum við orðið? Getty Images/iStockphoto Lífslíkur okkar hafa aukist nær stöðugt frá 19. öld og sífellt fleiri ná nú hundrað ára aldri, sem nær ómögulegt hefði talist fyrir ekki ýkja mörgum áratugum. Fyrr í mánuðinum birtist hins vegar rannsókn í tímaritinu Nature sem bendir til þess að nú sé að hægjast á þessari þróun og að þrátt fyrir áframhaldandi framfarir í læknisfræði og öðrum vísindagreinum sé hámarkslífaldri mannkyns nú náð. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Jeanne Calment þurfti aldrei að vinna á sinni löngu ævi. AFP Hin franska Jeanne Calment var 122 ára og 164 daga gömul þegar hún lést árið 1997 og er ævi hennar því sú lengsta sem skjalfest hefur verið en hún varð áratug- um eldri en eiginmaður hennar, dóttir og barnabarn. Hún var fædd fyrir byggingu Eiffel-turnsins og hitti málarann Vincent van Gogh í lifanda lífi. Lífsstíll og ævi Calment hafa verið greind til hins ýtrasta en hún þurfti til dæmis aldrei að vinna. Þess í stað eyddi hún lunganum af tíma sínum í tennis, hjólreiðar, sund, píanóleik og óperu- tónlist – auk þess sem hún hafði gaman af því að fara á rúlluskauta. 85 ára gömul lærði hún skylmingar í fyrsta sinn en Cal- ment var afskaplega heilsuhraust nær alla ævi og hélt til dæmis áfram að hjóla fram yfir 100 ára afmælið sitt. Þvert á allar lýðheilsufræðilegar ráð- leggingar nútímans reykti Calment síg- arettur í 96 ár en hún gaf ósiðinn upp á bátinn þegar hún var 117 ára. Þegar hún var spurð hverju hún þakkaði ótrúlegt langlífi sitt og unglegt útlit, sagðist Cal- ment hafa tröllatrú á ólívuolíu, sem hún bæði innbyrti og nuddaði á húð sína. Hún drakk einnig púrtvín reglulega og borð- aði um eitt kíló af súkkulaði í hverri viku. Nautnaseggir ættu því samkvæmt þessu ekki að hafa neinu að kvíða þegar kemur að langlífi og heilsufari! ELSTA MANNESKJA SÖGUNNAR Hætti að reykja 117 ára HEILSA „Núvitund snýst mikið um að tengja huga og líkama. Eins til þriggjamínútna æfingar geta verið nóg,“ segir Dóra Guðrún og bendir til dæmis á Happ App sem er til fyrir síma og á happapp.is. Tenging huga og líkama 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.