Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 20
VIÐTAL 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 B jörk Guðmundsdóttir hefur ekki haldið tónleika hér á landi alllengi, hélt síðast níu tónleika í Hörpu fyr- ir fimm árum; átta Biophilia- tónleika í Silfurbergi og síðan stærri tónleika í Eldborg. Síðasta breiðskífa Bjarkar, Vulnicura, kom út á síðasta ári og fékk geysigóðar viðtökur (Vul- nicura kom reyndar út í þremur útgáfum, ef svo má segja, upprunaleg plata, strengjaútgáfa hennar og svo tónleikaútgáfa, allt sama árið, og tvær tónleikaútgáfur til eru í bígerð), en tón- leikaferð til að kynna hana varð stutt í annan endann. Björk hélt aðeins ellefu tónleika til að fylgja þeirri plötu eftir, en sat þó ekki auðum höndum heldur setti hún upp sýningu víða um heim þar sem hún blandaði saman fram- úrstefnulegri tækni og tónlist. Í lok september sl. bárust svo þær óvæntu fréttir að Björk myndi koma fram á tónleikum á Airwaves, sem hefst í næstu viku, og ekki bara einum tónleikum heldur tvennum, aukinheldur sem áðurnefnd sýning hennar, Stafrænn heim- ur Bjarkar, verður sett upp í Hörpu og opnuð í vikunni. Stafrænn heimur Bjarkar Sýningin Stafrænn heimur Bjarkar er sýnd- arveruleikaverkefni þar sem áheyrendum gefst færi á að upplifa tónlist Bjarkar á nýjan hátt með aðstoð þrívíddartækninnar meðal annars - hægt verður að stíga inn í sýndarveruleikaheim sem smíðaður var í samvinnu Bjarkar og forrit- ara og hönnuða, en einnig gefst færi á að skoða gagnvirkt margmiðlunarverki sem byggt er á Biophilia og hefur verið notað til tónlistar- og tæknikennslu barna víða um heim. Ég hitti Björk að máli í Norræna húsinu fyrir stuttu og talið barst snemma að því hve algengt er að rætt sé um stafræna tækni sem eitthvað framandlegt, laust við tilfinningar og nánd. Björk tekur ekki undir það, segir að sér finnist lítill munur á því að horfa á sýndarveruleika- myndband og að lesa bók: „Maður fer alveg jafn langt í burtu, þó að það fari vitanlega eftir því hve bókin er góð,“ segir hún og hlær við. „Mað- ur er hér en samt ekki hér og það er verið að kynna mann fyrir innra lífi einhvers annars eða þá líf sem einhver annar er að búa til en það hef- ur alltaf verið svo, hvort maður situr við eldinn inni í helli og semur sögur eða fer á tónleika, mér finnst þetta allt mjög líkt.“ Eins og leynilöggusaga – Þegar maður les bók er maður að skapa heim- inn sjálfur, stígur inn í bókina og skapar heim- inn í kollinum á sér, en sýndarveruleiki er heim- ur sem annar hefur smíðað og þú stígur inn í. „Bókin er náttúrlega stafir sem maður þarf að túlka og þarf að búa til hið myndræna. Að því leyti er sýndarveruleikinn líkari bíómyndum þar sem hið myndræna er gefið, en hvað sýnd- arveruleikann varðar þá erum við á svipuðum stað og þegar sú fræga sena var sýnd fyrir hundrað árum þegar fólk sem var í bíó í fyrsta skipti sá lest koma í áttina að sér og allir hlupu öskrandi út úr bíóinu. Svo er náttúrlega hægt að gera slæmar myndir og góðar myndir. Mér finnst mest spennandi við þessa nýju tækni að þetta er eins og leynilöggusaga, maður er að leysa vandamál jafnóðum og maður er að vinna í því. Þannig var það skemmtilegt þegar við gerðum Biophiliu og ég var að vinna í fyrsta skipti með snertiskjái, áður en iPadarnir komu, og hugsaði: vá, þetta er tæki sem ég get notað til að kortleggja hvernig mér finnst tónfræði eiga að vera. Ég er mjög sérvitur hvað varðar mína eigin tónfræði og finnst hún eiga að vera í þrívídd, það eigi að kenna bassalínur með pend- úl svo maður sjái það og finni að þetta er eitt- hvað í rými. Krakkar sjá það líka og það tekur þau bara þrjár sekúndur: já, ég sé það, ég veit hvað kontrapunktur er.“ Spennandi tími „Þetta er því mjög spennandi tími fyrir sýnd- arveruleika, áður en allt storknar í einhverju formi. Núna getur maður reynt að hugsa um þetta sem einhverja hlið á okkur öllum: í stað þess að þetta sé einhver viðbót, annar gervi- handleggur, og annar gervihandleggur og önn- ur viðbót og önnur viðbót þá er þetta akkúrat öfugt. Fyrir mér var þetta svona: ókei, ég er búin að vera í hljómsveit í tíu ár og svo kom fartölvan og þá gat ég bara verið sjálf mín eigin hljómsveit. Tæknin er ekki bara viðbót, það er eitthvað inni í mér sem ég næ ekki að tjá, en ég get það með þessari nýju tækni. Þegar ég fékk fartölvuna þurfti ég ekki hljómsveit lengur, ég gat gert 90% heima sjálf og þá var það minn heimur. Þegar tölva með snertiskjá kom var það fyrsta sem mér datt í hug: ó, loksins er tæknin búin að ná okkur og hvernig ég hugsa tónfræði, ég er komin með format fyrir það. Núna kemur sýnd- arveruleikinn sem er tilvalinn fyrir tónlistar- myndbandið og passar reyndar betur við það en heila bíómynd, eins og er. Sýndarveruleikinn hefur það fram yfir You- Tube-myndbandið að maður fer á staðinn og er inni í 360 gráða heimi þar sem enginn einn stað- ur er betri en annar. Það má einna helst líkja því við leikhús, róttækt tilraunaleikhús þar sem það er ekkert svið og allt í einu kemur einhver leik- ari fyrir aftan og eitthvað gerist til hliðar við þig eða fyrir framan þig. Tungumálið sem við erum að nota í sýndarveruleikanum er það sem notað er í mesta pönkleikhúsi í heimi.“ Frumspeki 103 Björk hefur verið að vinna að þrívíddarmynd- efni með listamanninum James Merry og þann- ig luku þau nýverið við sýndarveruleikaútgáfu af laginu Family af Vulnicura sem hún segir það besta sem þau hafi gert hingað til. „Lagið fjallar um það að ég er með sár hér,“ segir hún og bendir á bringuna á sér, „og ég vil sauma það saman og svo lagast ég í miðju laginu og geri hálfgerða jógaæfingu þar sem ég fer stökk í loftinu og í gegnum hlustandann og lendi hinu- megin. Þetta er næstum frumspeki 103 og það sem maður upplifir með þrívíddargleraugun á sér er ekki eitthvað sem hefði verið hægt með YouTube.“ – Þú lýsir þessi sem gríðarlegu frelsi. „Já, meira en YouTube og MTV og allt það, þó að það sé frábært á sinn hátt. Þetta er eitt- hvað nýtt og ég held það sé líka tækifæri til meiri nálægðar við hlustandann. Ég er búin að segja þetta þúsund sinnum og skal segja það Frumspekileg heilun Undanfarið hefur Björk Guðmundsdóttir verið venju frem- ur önnum kafin – hún er að færa síðustu breiðskífu sína, Vulnicura, í sýndarveruleikabúning, á fullu við að semja lög á nýja plötu og stýra uppsetningu á sýningu sem helg- uð er stafrænum hliðum listsköpunar hennar. Já, og svo er hún að fara að halda tvenna tónleika í Eldborg. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Mynd/Andrew Thomas Huang Björk eins og hún birtist í sýndarveru- leikagerð Family.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.