Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 24
Ö rlögin höguðu því þannig til að menntaskólavinkon- urnar Elísabet Csil- lag og Eva Jóhanns- dóttir hafa verið samferða allt sitt líf, alla leið frá Búdapest þaðan sem þær flúðu árið 1956 til dagsins í dag þar sem þær búa báðar í Reykjavík og hafa fylgst að gegnum þykkt og þunnt. Á aðfangadag þess árs voru þær komnar til Íslands, sem flóttamenn, raunar fyrstu flóttamenn sem Ísland hafði nokkru sinni tekið við og voru þar í hópi 52 Ungverja sem allir höfðu verið sóttir á Þorláksmessu til Aust- urríkis þar sem þeir dvöldu í flótta- mannabúðum í nágrenni Vínar- borgar. Doktor Gunnlaugur Þórðarson, þá formaður fram- kvæmdaráðs Rauða kross Íslands, hafði beitt sér fyrir því að Íslendingar tækju á móti landflótta Ungverjum fór út með tóma flugvél til að sækja þá. „Ég hafði sótt um að fá að fara til Sviss og Eva til Ameríku en ekkert gerðist og við biðum og biðum. Svo einn morguninn heyrðum við tilkynn- ingu þar sem við vorum í búðunum. Að það væri kominn hingað maður frá Íslandi og hann væri með flugvél til að flytja flóttafólk til Íslands – og maður gæti skrifað nafn sitt á lista. Svo að ég snéri mér að Evu og sagði við hana; „Eva, við förum til Ís- lands,““ segir Elísabet sem rifjar upp þennan dag sem þessi afdrifaríka ákvörðun var tekin. Það varð að taka ákvörðun svo að segja um leið og boð- ið kom og var umhugsunarfrestur lít- ill þar sem flugvélin snéri aðeins um sólarhring síðar aftur til baka. Eva segist hafa spurt Elísabetu hvar Ís- land væri og Elísabet svaraði: „Mér er alveg sama. Ég er búin að fá nóg af þessu, við skulum bara fara!“ Þrátt fyrir að hafa þekkst frá menntaskólaárum höfðu þær fyrir hálfgerða tilviljun orðið samferða til Austurríkis. „Við fórum til Búdapest báðar til að læra, ég fór þangað fyrst og Elísa- bet kom síðar. Lífið í Ungverjalandi var afar erfitt og við viljum helst lítið tala um það og þegar ungt fólk fór í nám var ekki spurt hvernig einkunnir maður hefði heldur hvað faðir manns hefði gert fyrir stríð og hvað hann hefði gert eftir stríð. Þú varðst að vera í kommúnistaflokknum til að komast eitthvað áfram, því miður. Við Elísabet hittumst svo skyndilega aft- ur í uppreisninni,“ segir Eva. „Já, þú komst ekki heim til þín,“ skýtur Elísabet inn í. „Og svo urðum við samferða alla leið til Íslands. Þetta eru bara örlög- in, við erum ólíkar týpur en eigum vel saman og höfum alltaf fylgst að,“ seg- ir Elísabet. Eins og dóttir Elísabetar rekur í grein sem birtist fyrir framan þetta viðtal er talið að 2.500 ungverskir mótmælendur og 700 sovéskir her- menn hafi fallið á um 17 dögum í upp- reisninni í Ungverjalandi auk þess sem tugir þúsunda manna særðust. 200.000 Ungverjar flúðu landið sem hafði verið kommúnískt einræðisríki frá 1949 en uppreisn Ungverja gegn harðstjórn kommúnista hófst 23. október 1956 og fyrstu fórnarlömbin í Ungverjalandi létu lífið þegar ung- verskar öryggissveitir skutu á mann- þröng fyrir utan byggingu ríkis- útvarpsins í Búdapest að kvöldi þess dags. Þær Elísabet og Eva urðu sam- ferða yfir landamærin og hafa verið samferða síðan. „Þessi tími er ákaflega minnis- stæður og vissulega vorum við kvíðn- ar. Tala nú ekki um þegar í flugvél- inni var ungverskur námsmaður sem var ekki einn úr okkar hópi heldur hafði verið að læra í Ungverjalandi og hann spurði okkur hvað við værum eiginlega að spá í að vera að fara til Íslands – þar væri óætur matur og fólkið byggi í moldarkofum. Það varð hreinlega panik í flugvélinni. En Gunnlaugur náði að róa okkur. Hann talaði þýsku og við töluðum líka nokk- ur okkar þýsku og hann kom okkur í allan skilning um að þetta væri rugl og óþarfi að hafa áhyggjur,“ segir Eva. Móttökurnar eins hlýlegar og verða mátti Það voru framandi aðstæður sem tóku við hópnum; snarvitlaust veður og allt á kafi í snjó enda 24. desember. Þær viðurkenna að þegar rútan skreið í svartamyrkri upp í Mosfells- sveit þar sem hópurinn átti að gista í félagsheimilinu Hlégarði næstu tvær vikur hafi þær hugsað með sér hvað í ósköpunum þær væru búnar að koma sér út í. „Það sem hins vegar beið okkar var svo stórkostlegt að við munum ekki gleyma því meðan við lifum. Búið var að skreyta risastórt jólatré og undir því voru yndislegar jólagjafir. Þá var búið að safna ótrúlega miklu af fatn- aði og nauðsynjum fyrir okkur. Þetta var ákaflega tilfinningaríkt. Hvert eitt og einasta okkar var svo spurt að því hvað viðkomandi starfaði og reynt var að finna okkur starf sem hentaði,“ segir Elísabet en báðar voru þær lærðir hjúkrunarfræðingar. Þær vinkonur voru 22 ára gamlar á þessum tíma, fæddar með aðeins tveggja mánaða millibili og fengu strax vinnu við sitt hæfi hérlendis. Og þær komust fljótt að því að það var erfitt að læra íslensku. „Það var enginn skóli eða neitt slíkt þannig að við lærðum mikið af því að umgangast sjúklingana sem við önnuðumst sem voru duglegir að kenna okkur. Úti í bakaríi benti mað- ur á brauð og komst að því að það héti ýmist franskbrauð eða heil- hveitibrauð, íslenskar vinkonur okk- ar sögðu okkur til ef við vorum að segja einhverja vitleysu. Ég held að það hafi í raun verið gott að við þurft- um að demba okkur svona út í þetta og læra þetta á þennan hátt. Við keyptum líka barnabækur og lærðum heilmikið í gegnum það og svo börnin okkar,“ segir Eva og bætir við að henni hafi fundist að það að lesa nóg hafi samt alltaf kennt henni mest. Báðar giftu þær vinkonur sig ekki löngu eftir að heim var komið. Eva giftist Gunnari Ingibergssyni innan- hússarkitekt og saman eignuðust þau þrjú börn, þar af tvíbura. Raunar leyndist svo hjónaefni Elísabetar í þeim hópi Ungverja sem var sam- ferða til Íslands á aðfangadag, Georg Csillag. Saman eignuðust þau tvö börn en eftir aðeins fimm ára hjóna- band veiktist Georg og Elísabet missti hann 28 ára gömul frá tveimur ungum börnum, 3 og 5 ára. Hún seg- ist hafa upplifað þá aftur hversu vel- viljaðir Íslendingar voru. „Við höfðum verið að leigja tveggja herbergja íbúð á Öldugötu af foreldrum Guðmundar Jónssonar óperusöngvara og þau voru ógleym- anleg og leigðu okkur og svo mér fyrir afar lága upphæð. Við Bræðra- borgarstíg var bakarí og bakarinn þar sagði mér að ég þyrfti ekki að borga fyrir brauð í heilt ár, hann gaf okkur það. Þá kom Gunnlaugur oft til mín og ekki bara til mín heldur okkar allra sem hann fylgdi til Ís- lands og Eva og eiginmaður hennar voru líka mikill stuðningur fyrir okkur en eiginmönnum okkar hafði orðið vel við vina og það hefur alltaf verið mikill samgangur á milli okk- ar. Hann kom því til leiðar að við hjónin skráðum okkur í Byggingar- félag verkamanna sem varð síðar til þess að árið 1970 fékk ég úthlutað íbúð sem ég gat keypt mér í Foss- vogi og ég hef búið þar alla tíð síð- an,“ segir Elísabet en eftir að eig- inmaður hennar lést starfaði hún á röntgendeild Landakotsspítala. Morgunblaðið/Golli Elísabet Csillag og Eva Jóhannsdóttir hafa fylgst að því frá því þær flýðu Ungverjaland árið 1956. ’Fólkið á Íslandi kom okkur svomikið á óvart. Við bjuggumst al-veg við því að það yrði tekið ágætlegaá móti okkur en aldrei svona vel. Fyrir 60 árum urðu vinkonurnar Elísabet Csillag og Eva Jóhannsdóttir samferða til Íslands þar sem þær hófu nýtt líf sem fyrstu flóttamennirnir sem Ísland hefur tekið við. Þær segjast hafa uppskorið hamingju og áhyggjuleysi. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Eva, við förum til Íslands“ UNGVERSKA UPPREISNIN 1956 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.