Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 6
T ístvélar eru farnar að setja mik-inn svip á pólitíska umræðu.Ógerningur er að segja til um hvaða áhrif notkun þeirra hefur, en þær geta gefið skakka mynd af vin- sældum eða óvinsældum tiltekinna einstaklinga og hugmynda. Tístvélar hafa verið áberandi í kosningabaráttunni í Bandaríkj- unum. Bæði Donald Trump, forseta- frambjóðandi repúblikana, og Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demó- krata, styðjast við þessa tækni. Tíst- vélar lítil, sjálfvirk forrit eða algórit- mar, sem setja skilaboð inn á félagsvefi. Véltíst Trumps og Clinton Vísindamenn undir forustu Philips Howards, prófessors við Oxford- háskóla, skoðuðu ummæli tengd við myllumerki annars vegar til stuðn- ings Trump og hins vegar Hillary eft- ir fyrstu kappræður þeirra í sjón- varpi. Alls voru níu milljónir tísta skoðuð. Niðurstaðan var sú að tíst- vélar bjuggu til 33% af ummælum til stuðnings Trump og 22% af ummæl- um til stuðnings Clinton. Talið er að ganga megi út frá því að tístvélar séu að baki reikningum þar sem sett eru inn meira en 50 skilaboð á dag. „Við vitum ekki hver býr til vél- arnar, hvort það eru kosninga- herbúðirnar, stuðningsmenn, fram- bjóðendurnir,“ sagði Howard við vefinn CNNMoney. Hann bætti því við að þó að framlagi tístvélanna væri sleppt væri meira tíst í þágu Trumps heldur en Clinton. Tístvélar taka sjálfkrafa til máls á netinu. Þeim fylgja upplýsingar um notendur og myndir þannig að um raunverulegan einstakling virðist vera að ræða. Hægt er að kaupa mörg þúsund gervinotendur fyrir lít- ið fé. Talað er um heilu herina, sem sjá um að koma málstað eiganda síns á framfæri. Eigendurnir geta verið fyrirtæki, stjórnmálaflokkar, hags- munasamtök, leyniþjónustur eða glæpa- og hryðjuverkasamtök. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur sagt að tístvélar séu ögrun við lýðræði og samfélag. Mest kveður að þeim á félagsvefnum Twitter. Sérfræðingar telja að fimmtungur tísta á Twitter komi frá hugbúnaði á borð við tístvélar. Merkel þekkir til tístvéla. Sum- arið 2015 var opnaður fyrir hana reikningur á myndavefnum In- stagram. Viðbrögðin hrúguðust inn, en snerust sjaldnast um myndirnar. Oft voru ummælin með kirilísku letri og snerust um átökin í Úkraínu. Einnig var mikið um gagnrýni á stefnu Merkel í málefnum flótta- manna. Orðfærið var iðulega ekki birtingarhæft. Úkraína og Brexit Rússar eru þekktir fyrir að vera með her svokallaðra nettrölla á mála. Þau dreifa áróðri á netinu og eru af holdi og blóði. Einnig eru Rússar farnir að nota tístvélar. Tístvélar komu einnig mikið við sögu á félagsvefjum á Bretlandi í að- draganda atkvæðagreiðslunnar um það hvort Bretar ættu að ganga úr Evrópusambandinu. Sömu fræði- menn og könnuðu hlut tístvéla eftir kappræðurnar í Bandaríkjunum skoðuðu þátt þeirra í umræðum á netinu um Brexit. 30% allra ummæla með myllumerkjum andstæðinga og stuðningsmanna útgöngu komu frá einu prósenti þeirra reikninga, sem skoðaðir voru. Frá mörg- um þeirra komu meira en 50 færslur á dag, sem þykir sterk vísbending um að tístvél hafi verið að verki. Tístvéla hefur víðar orðið vart í stjórnmálum. Greint hefur frá því að Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, hafi notið stuðnings tístvéla við að koma málstað sínum á framfæri í kosningasigri sínum 2012. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sem um tíma lét loka aðgangi að Twitter í Tyrklandi hefur einnig not- að þær við að kynna sjónarmið stjórnvalda almenningi. Yfirmaður suðurkóresku leyni- þjónustunnar, NIS, þurfti að segja af sér vegna afskipta af kosningabarátt- unni í Suður-Kóreu 2012. Leyniþjón- ustan notaði tístvélar til að búa til milljónir færslna til að hrósa Park Geun-hye, sem sigraði í kosning- unum, og gagnrýna andstæðing hennar. Með notkun tístvéla er hægt að láta líta svo út sem almenningi sé mikið niðri fyrir þótt sú sé ekki raun- in. Þannig er hægt að skapa þrýsting á ráðamenn. Simon Hegelich, sér- fræðingur við Tækniháskólann í München, segir að tístvélar gætu haft mikil áhrif. Samkvæmt könnunum í Þýskalandi segjast 95% manna ekki láta félagsvefi hafa áhrif á afstöðu sína. Þegar mjótt er á munum geta fimm prósent skipt sköpum. Pólitík á tímum tístvélanna Snar hluti af færslum á félagsvefjum verður til í tístvélum. Þær ganga ýmissa erinda og virðast vera venjulegir notendur. AFP Forsetaframbjóðendurnir Donald Trump og Hillary Clinton deila sviði í kappræðum. Bæði beita þau tístvélum, sem nota sjálfvirkt algrími til setja færslur á netið og koma stefnu sinni og gagrnýni á andstæðinga til kjósenda. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Tístvélar eru smáforrit, sem setja færslur sjálfkrafa inn á félagsvefi á netinu. Hægt er að kaupa gervinotendur á fé- lagsvefjum á borð við Twitt- er, Facebook og Instagram og má fá þúsund reikninga fyrir minna en fjögur þúsund krónur. Búa má þannig um hnútana að þessar tístvélar hengi ummæli á tiltekin myllumerki til að hafa áhrif á almenningsálitið og láta líta svo út fyrir að fólki sé heitt í hamsi út af ákveðnum málefnum. Sjálfvirkur áróður ’ Netið hefur gert það mun skilvirkara og ódýrara að breiða út áróður. Evgeny Morozov, höfundur bókarinnar The Net Delusion: The Dark Side of Internet Freedom. ERLENT KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is BELGÍA BRUSSEL Samkomulag náðist í Belgíu um að styðja viðskiptasamninginn milli Evrópusambandsins og Kanada. Stjórnvöld í frönskumælandi hluta Belgíu lögðust gegn honum. Belgía er sambandsríki og getur Charles Michel, forsætisráðherra landsins, ekki skrifað undir samninginn nema öll sex sambandsþing landsins samþykki hann. GAMBÍA BANJULYahya Jammeh, forseti Gambíu, lýsti yfir því að landið hygðist ganga úr Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Fyrr í mánuðinum tilkynntu Búrúndí og Suður-Afríka að þau hygðust draga sig út úr dómstólnum. Þing Búrúndí telur að dómstóllinn sé tæki erlendra ríkja til að koma þeim, sem þeir vildu, frá völdum í álfunni. Fatou Bensouda, yfirsaksóknari dómstólsins, er frá Gambíu. VENESÚELA CARACAS Mörg hundruð þúsund manns mótmæltu á götum úti í Venesúela um miðja vikuna og hrópuðu: „Þessi stjórn mun falla.“ Kröfðust mótmælendur þjóðaratkvæðis um hvort Nicolas Maduro forseti ætti að sitja áfram. Mikil ólga er í landinu og efnahagurinn í molum. Efnt var til mótmælanna þegar stjórnvöld stöðvuðu undirskriftasöfnun til að krefjast þjóðaratkvæðis. JAPAN TÓKÍÓ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sagði í opinberri heimsókn í Japan að hann vildi að bandaríski herinn hyrfi á brott frá Filippseyjum innan tveggja ára. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Duterte fyrir að ganga á milli bols og höfðus á glæpamönnum fyrir fjamisferli án dóms og laga.eiturly varað með því að ausaHann hefur s ðingum yfir Bandaríkjaforseta.svívir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.