Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 21
30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 aftur: þetta snýst um það hvað þú gerir við það. Það eru nokkrar ástæður af hverju ég er svo heilluð af þessari tækni. Ein er að ég er mjög glysgjörn og mér finnst gaman að umgangast nörda,“ segir hún og kímir. „Þegar ég sé al- gjörlega nýtt glingur er ég eins og kráka. Svo er það líka það að ég er búin að vera að túra í þrjátíu ár og þetta er orðið gott, eða meira en það, þrjátíu og fimm ár, það fer eftir því hvar þú byrjar að telja. Mér finnst það ógeðslega gaman en mig langar núna til að eyða meiri tíma í upptökur og semja og halda kannski bara eina tónleika hér, eina tónleika þar og ekki vera að túra. Þetta er því frábær leið til að túra. Annað er líka að eftir samvinnu við kvik- myndaleikstjóra í þrjátíu ár eða tuttugu ár, eftir því hvenær þú byrjar að telja, hef ég alltaf verið með nokkrar myndrænar hugmyndir fyrir hvert lag sem ég hef sagt leikstjórum og þeir taka það svo og vefja inn í sínar hugmyndir; það má lýsa því að ég sé að byggja brú milli lagsins og myndbandsins. Núna er ég er bara komin með ákveðnari hugmyndir um hvað ég vil hafa í myndbandinu og svo líka er ég í æðislegu sam- starfi við James og í öllum myndböndunum sem við höfum gert síðustu tvö ár höfum við komið með allar hugmyndirnar og leikstjórinn síðan búið til handritið og leikstýrt. Sýndarveruleik- inn er raun leiksvið þar sem ég ég get stjórnað og við getum gert það sem við viljum.“ Framhaldið af poppmyndbandinu Í byrjun síðasta árs var sett upp í samtíma- listasafninu MoMA í New York sýning helguð Björk, en sýningin sem sett verður upp í Hörpu á nánast ekkert sammerkt með MoMA- sýningunni, það eina sem þar var sett upp og verður einnig hér er Bipophilia-hlutinn og svo verða líka sýnd öll myndbönd sem Björk hefur gert líkt og var ytra. Björk segir reyndar að hún hafi ekki verið spennt fyrir því að sett yrði upp sýning líkt og gert var í MoMA. „Mér hafði oft verið boðið að taka þátt í sýningu þar en sagði alltaf nei af því að ég skildi ekki alveg hvar poppið ætti að vera inni í listasafni. Ekki það að ég sé á móti einu eða neinu, eða þykjast vera auðmjúk eða of góð með mig, þetta eru bara epli og appelsínur. Það er ástæða fyrir af hverju tón- list virkar vel í tónleikasal með sæti og svið og gott sánd. Það er ástæða fyrir því af hverju maður heldur tónleika í Gamla bíói en ekki í ein- hverjum sal í Listasafni Íslands. Á endanum sagði ég samt OK – ég ætla að líta á þetta sem tilraun og sumt virkaði og sumt ekki. Það liggur við að ég hafi bara verið áhorfandi, að borða popp á kantinum á þessari MoMA- sýningu, en það voru svona tíu tilraunir gerðar og það sem virkaði einna best var sýndarveru- leikaverkefni. Þá sá ég að þetta er það sem get- ur í raun og veru verið framhaldið af popp- myndbandinu.“ Ógnvekjandi gínur – Oft er það nú svo að þegar maður lítur til baka yfir það sem maður hefur gert sér maður teng- ingar og þræði sem áður voru huldir. Fékkstu ekkert slíkt út úr MoMA-sýningunni? „Sýning um tónlistarmanninn eða -konuna sjálfa er algjör blindblettur, bara spegill af spegli af spegli af spegli af spegli. Ég held að það sé ágætt að halda svona sýningar þegar fólk er dautt. Svarið við spurningunni er: ég áttaði mig ekkert á því. Mér fannst bara mjög ógn- vekjandi að sjá helling af gínum af sjálfri mér, og varð að treysta því að öðrum þætti það ekki ógnvekjandi, enda væru þeir ekki að horfa á gínur af sjálfum sér. Ég er kannski ekki dóm- bær á það, en ég er þannig forrituð að lífið er ein breyting, maður vill ekki halda í eitthvað og endurtaka það þúsund sinnum. Þegar sýningin var haldin var ég að fara í gegnum þá breytingu að ég er ekki viss um að ég nenni að túra svona mikið lengur og þá gat ég breytt þessu í eitt- hvað jákvætt. Ég get því svarað spurningunni játandi frá því sjónarhorni.“ Eins og getið er í upphafi hefur Biophiliu- verkefni Bjarkar verið notað við kennslu víða um heim og tónleikaferð hennar um heiminn til að kynna plötuna var óvenjuleg að því leyti að hún var lengi í hverri borg og stýrði námskeiði fyrir börn og hélt nokkra tónleika á hverjum stað. Hún segir og að það hafi verið gríðarlega skemmtilegt að vinna með börnunum, en ekki síður að vera lengi í hverri borg í stað þess að vera sífellt á ferð og flugi. „Það getur verið heillandi að vera bara tvo daga í hverri borg og þjóta á milli staða en eftir að maður er búinn að gera það í tuttugu ár þá finnst manni maður ekki hafa að fylgt neinu eftir almennilega. Ég ákvað því með Biophiliu að í stað þess að vera eins og Volta og halda sjötíu og sjö tónleika í sjötíu og sjö borgum, þá vildi ég frekar vera í átta borgum og halda tíu tónleika í hverri og vera líka með mánaðar tónlistarkennslu á sama tíma.“ Maður verður betri í að tengja – Á Vulnicura ert þú að syngja opinskátt um erfiða upplifun. Gefur sýndarveruleikatæknin þér færi á að fjarlægjast þessar tilfinningar að einhverju leyti? „Hver plata er mjög ólík annarri. Ég hélt bara tíu tónleika af þessari plötu, en samt er þetta er sú plata sem hefur gengið einna best af mínum plötum. Fólk hefur líka komið til mín og þakkað mér fyrir, sagt að hún hafi haft svo mikil áhrif og hjálpað því að takast á við missi, og þá ekki bara skilnaði heldur líka þegar það hefur misst ástvini eða missi yfirleitt. Eitt af því sem maður verður betri í með aldr- inum er að maður verður betri í að tengja: hérna eru sjö hlutir sem virka ekki lengur, hérna eru fjórir hlutir sem maður getur vökvað og það eru nokkrar greinar eftir hér. Það passar svo rosalega vel að nota sýndarveruleika við lögin á plötunni því hún er svo frumspekileg, það er í henni ákveðin heilun og hægt að deila henni á hátt sem ekki er hægt með YouTube- myndbandi. Sýndarveruleikinn gefur nýjan að- gang að heilanum og ef við notum hann á skap- andi hátt þá vaxa nýjar greinar.“ – Nú ert þú að vinna nýja plötu, og komin langt með hana, þó að það sé stutt síðan Vulnicura kom út. Þú hefur líka yfirleitt gefið þér góðan tíma til að fylgja plötum eftir. „Mig langar til að eyða öllum tíma mínum í að semja og taka upp tónlist og ég hef verið að gera það síðustu þrjú ár, eða fjögur fimm ár eft- ir því hvað maður byrjar að telja. Samhliða því langar mig til að halda sjálfsprottna tónleika hér og þar og þá helst með stuttum fyrirvara. Undanfarin ár hef ég verið að búa mér til tæki sem ég get notað til að tjá það sem er inni í mér þannig að mig langar til að hafa tíma í það.“ – Nú erum við búin að ræða fram og aftur um sýndarveruleika, en ef við snúum aftur í veru- leikann þá heldur þú líka tvenna tónleika í Hörpu. Hvað verður á dagskránni? „Hörputónleikarnir verða nokkurskonar framhald af tónleikum sem ég hélt úti í London um daginn þegar sýningin Björk Digital var sett upp í Someset House. Fyrir hlé verða sex fyrstu Vulnicura-lögin í sömu röð og þau eru á plötunni, en eftir hlé eru hin og þessi lög frá ferlinum sem eru strengjalegust. Þegar maður er bara með strengi og rödd heila tónleika þá eru ekki hundrað hlutir í gangi og einfaldleikinn gefur mér svo mikið pláss sem söngkona. Það hægðist líka óvart á öllum lög- unum og þá einhvernveginn verður miklu meira pláss fyrir mig að impróvísera, sem er mjög gaman.“ Frá tónleikum Bjarkar i Lund- únum, gríma eftir James Merry. Ljósmynd/Santiago Felipe ’ Ég er þannig forrituðað lífið er ein breyt-ing, maður vill ekki haldaí eitthvað og endurtaka það þúsund sinnum Björk í sýndarveruleikagerð lagsins Notget sem frumsýnt var í Miraikan, Þjóðasafni vísinda og nýsköpunar í Japan. Gríma eftir James Merry. Veggmynd Björk Digital
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.