Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 HÖNNUN er helmingur húsgagnanna á heim- ilinu erfðagripir. „Ég vil einungis eiga hluti sem við virkilega notum, og þá finnst mér líka skipta gríð- arlegu máli að þeir séu fallegir, ekki síður hversdagslegir hlutir eins sóp- ur, fægiskúffa, klósettbursti og ruslatunna. Það er miklu skemmti- legra að nota slíka hluti þegar þeir eru fallegir.“ Aðspurð hvar hún kaupi helst inn á heimilið segir Ingibjörg verslunina Epal í miklu eftirlæti. „Mér finnst mikilvægt að það sem ég kaupi sé klassískt, vandað og endist því ég lít á kaupin sem framtíðar- fjárfestingu.“ Munstur úti um allt Ingibjörg Hanna sækir innblástur alls staðar frá. „Ég er mikið að vinna með mynstur þessa dagana og það eru munstur úti um allt í borg- inni og í náttúrunni. Það er ótrúlega spennandi að opna augun fyrir þeim og sjá heiminn á annan hátt og í öðru samhengi en maður gerir venjulega. Maður dettur stundum í hálfgerða leiðslu þegar maður er á þessum stað.“ Íbúð fjölskyldunnar er 90 fer- metrar að stærð og þar búa fimm manns. Ingibjörg segir hvern fer- metra því nýttan til hins ýtrasta. „Mér finnst heimilið mitt yndislegt í heild en ef ég kem mér fyrir með kaffibolla og kósýheit þá elska ég að vera í stofunni því hún er svo björt með stórum gluggum og fullt af bók- um.“ Aðspurð hver sé griðastaður fjölskyldunnar á heimilinu svarar Ingibjörg: „Við sækjum öll í stofuna. Við borðum þar, spjöllum saman, lærum heima eða spilum. Það er hægt að velja um fleiri staði til að gera þetta allt saman, eldhúsið er al- veg nógu stórt og fínt og bjart til að borða þar en við leitum mjög mikið í stofuna samt sem áður.“ Aðspurð hvort eitthvað sé á óska- listanum inn á heimilið svarar Ingi- björg: „Mig langar rosalega í nýjan sófa en þar sem við borðum svo oft í stofunni þá legg ég ekki alveg strax í þá fjárfestingu.“ Þá segir hún að fullorðna fólkið á heimilinu langi líka mjög mikið í bíl- skúr. „Þá myndum við eyða frítíma okkar í að smíða allskonar hluti saman. Okkur finnst nefnilega skemmtilegast að búa til hlutina okkar sjálf. Vonandi að það rætist sem fyrst.“ Stofan er einskonar griðarstaður fjölskyldunnar á heimilinu. Þar nýtur fjölskyldan samverustunda við að borða, spjalla,læra eða spilar saman. 1Á heimilinu fá fágaðir smáhlutir að njóta sín. Ingibjörg Hanna segist vera nýtin og tengist hlutum sterkum tilfinningaböndum og er helmingur húsgagnanna á heimilinu erfðagripir. Kähler Fiducia vasarnir eftir Louise Campbell koma vel út í glugganum. Fallegt borð eftir Ingibjörgu sjálfa. Þessi dásamlegi hengi- stóll er eftir Ingibjörgu Hönnu. Eldhúsið er bjart og rúmgott. PH ljósið frá Louis Poulsen kemur vel út yfir eldhúsborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.