Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 60
H rekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allra- heilagramessu, hinn 31. október, sem er næstkomandi mánu- dag. Fræga fólkið í Hollywood og víð- ar skemmtir sér eins og aðrir. Stærsta og flottasta partýið á hverju ári heldur fyrirsætan Heidi Klum. Á meðfylgjandi myndum má sjá gervin sem hún hefur tekið sér síðustu fjög- ur ár. Verður spennandi að sjá hverju hún klæðist á mánudagskvöld þegar sautjánda árlega hrekkjavökuveislan hennar verður haldin. Í þetta sinn fer hún fram á staðnum Vandal í New York. Questlove sér um tónlistina. Þrátt fyrir að þetta sé eftirsóttasta partýið þykir einkasamkvæmi sem George Clooney, Randy Gerber og Mike Meldman líka flott. Í fyrra mættu m.a. Serena Williams, Sacha Baron Cohen, Channing Tatum, Jenna Dewan, Gwen Stefani, Blake Shelton og Jeff Probst. Veisla þeirra var haldin á ónefndum stað í Beverly Hills á föstudagskvöld og hefur áreið- anlega verið mikið um stjörnufans sem fyrr. Sumir þjófstarta hátíðarhöldunum en Seth Rogen hélt hrekkjavöku- skemmtun í vikunni. Þar mátti sjá ýmsa áhugaverða búninga en sjálfur mætti hann í gervi Mario úr tölvu- leiknum Super Mario Bros. Skemmt- unin var haldin til styrktar góðgerð- arfélagi hans og Lauren Miller, Hilarity for Charity og fór fram í Hollywood Palladium í Los Angeles. Upplýst og útskorin grasker í anda Stjörnustríðs á sýningu í Los Angeles. Hrekkjavaka í Hollywood Stjörnurnar kunna að skemmta sér á hrekkjavöku og hafa gaman af því að klæða sig upp eins og aðrir. Enginn er samt betri í gervunum en fyrirsætan Heidi Klum, sem heldur eftirsóttasta hrekkjavökuboð fræga fólksins og er hún jafnan óþekkjanleg. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Scott Eastwood, sonur Clints, mætti sem pabbi sinn á skemmtun Rogen. AFP Þetta eru ekki föt frá Eastwood en Joseph Gordon-Levitt er flottur. AFP Lauren Miller og Seth Rogen sem tölvuleikjabræðurnir Luigi og Mario. AFP 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 LESBÓK TÓNLIST Fyrrverandi rappmógúllinn Marion „Suge“ Knight hefur höfðað mál gegn hipphopp-stjörnunni Dr. Dre en hann seg- ir að Dre hafi fengið leigumorðingja til að ráða hann af dögum. Hann segir að Dre sé ábyrgur fyrir tveimur tilræðum gegn hon- um. Til viðbótar segir Knight að Dre hafi samþykkt að gefa honum 30% af tekjum sínum til lífstíðar, samkomulag sem hann hafi ekki staðið við. Knight vill líka fá sinn skerf af sölu Beats-vara Dre til Apple árið 2014 en kaupin voru upp á þrjá milljarða bandaríkjadala. Lögfræðingar Dre segja þetta fásinnu og að Dre hafi ekki haft neitt samband við Knight í 20 ár. Dre og Knight stofnuðu saman Death Row Records. Knight situr nú í fangelsi og bíður réttar- halda en hann er ákærður fyrir morð. Knight höfðar mál gegn Dre Marion „Suge“ Knight. SJÓNVARP Þættirnir Horfinn (The Missing) nutu mikilla vinsælda á RÚV en verið var að taka aðra þáttaröðina til sýninga á BBC 1 í Bretlandi. Keeley Hawes og David Morrissey eru í aðalhlut- verkum nú en ekki er búist við því að James Nesbitt verði með. Tchéky Karyo snýr aftur í hlutverki lögreglumannsins Olivers Hughes, sem rannsakar örlög stúlkunnar Alice Webster en hún snýr aftur eftir 13 ár í haldi. Gaman er að segja frá því að önnur þáttaröðin verður frumsýnd á RÚV 17. janúar. Jafnframt er verið að endursýna fyrstu þáttaröðina. Horfinn á ný Nesbitt var stjarna fyrstu þáttaraðarinnar. Q-Tip. Síðasta platan TÓNLIST Hljómsveitin A Tribe Cal- led Quest hefur tilkynnt að hún gefi út sína síðustu plötu í haust, en hún hefur ekki fengið nafn enn. Q-Tip af- hjúpaði þetta á samfélagsmiðlum. Sveitin hóf að vinna aftur saman eft- ir að hafa komið fram í sjónvarpi í fyrsta sinn í 18 ár í þættinum The Tonight Show í nóvember í fyrra. Í ljósi þess að meðlimur sveitar- innar Malik „Phife Dawg“ Taylor lést í mars á þessu ári verður þetta lokaplata hennar. Busta Rhymes og Consequence koma fram á plötunni. SJÓNVARP Grín- þáttahöfundurinn Kevin Curran er látinn 59 ára að aldri. Curran vann við The Simpsons í 17 ár, frá 1998 til 2015. Hann vann sex Emmy- verðlaun á ferlinum sem hluti af Simpsons-höfundateyminu og líka fyrir vinnu sína við Late Night með David Letterman. Hann vann ennfremur við þætt- ina Unhappily Ever After og Marr- ied … With Children. Hann var áður með Helen Field- ing, skapara Bridget Jones, og eiga þau saman tvö börn, Dashiell og Romy. Curran látinn Kevin Curran FRÆGÐ Dómstóll í Bandaríkj- unum hefur dæmt Ryan Collins, 36 ára gamlan hakkara, í 18 mánaða fangelsi. Collins braust inn í tölvu- pósta fjölda stjarna og stal þar m.a. nektarmyndum. Hann blekkti fórnarlömb sín með því að senda tölvupóst sem leit út fyrir að koma frá Google eða Apple. Honum tókst að blekkja m.a. Jennifer Lawrence, Kate Upton, Scarlett Johansson og Kirsten Dunst. Hann braust inn í a.m.k. 50 iCloud-reikninga og 72 Gmail-reikninga. Lawrence var fórnarlamb mannsins. Hakkari dæmdur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.