Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 23
andi öryggisveita ungversku öryggislögregl- unnar með von um að frelsa þá pólitísku fanga sem fyrrverandi öryggissveitir stjórnarinnar höfðu handtekið. Fyrrverandi liðsmenn örygg- islögreglunnar sem höfðu komið sér þar fyrir hófu skothríð á mannfjöldann. Ungverskir skriðdrekar hófu skothríð á bygginguna og reyndu þá liðsmenn öryggislögreglunnar að flýja en voru handsamaðir og líflátnir án dóms og laga. Ungverski rithöfundurinn István Örkény hélt ræðu í Ungverska ríkisútvarpinu, sem nú hét frjálsa Kossut-útvarpið, þess efnis að áróð- ur kommúnistastjórnarinnar væri liðin tíð. Hann sagði meðal annars í ræðunni: „Það sem kommúnistastjórnin sagði að morgni var lygi, það sem sagt var að kveldi var lygi og allt sem sagt var, var lygi.“ Ekki náðist samstaða með- al ungverska ráðamanna um tillögu Nagy, en 30. október 1956 hélt Nagy útvarpsræðu þar sem hann tilkynnti að rússneskar hersveitir mundu yfirgefa landið og Ungverjar myndu draga sig úr Varsjárbandalaginu. Landið yrði hlutlaust land og tími einræðis væri liðinn undir lok. Fréttir bárust frá erlendum fréttamönnum um ástandið og fjöldi ríkja lýsti yfir stuðningi við Ungverja. Ungverjar gætu ekki hafa valið verri tíma til að hefja uppreisn. Tillaga kom frá Bandaríkjunum á þingi Sameinuðu þjóð- anna um að ræða ástandið í Ungverjalandi. Á þessum tíma voru Bretar og Frakkar með all- an hugann við lokun Súesskurðar og féll ástandið í Ungverjalandi því í skuggann. Skriðdrekarnir snúa aftur Þó að vopnahlé væri í gildi héldu sovéskar her- sveitir yfir landamærin frá austri. Nagy hafði hafist handa við að ýta í framkvæmd þeim lof- orðum sem hann hafði gefið þjóðinni. Hinn 3. nóvember hófust viðræður Rússa og samninganefndar ungversku stjórnarinnar um brottflutning rússneska hersins. Annar við- ræðufundur átti að hefjast um kvöldið en svo virðist sem Rússar hafi rofið grið á samnings- mönnum og handtekið þá þegar þeir komu á fundinn. Hinn 4. nóvember ávarpaði Nagy forsætis- ráðherra þjóðina í útvarpi og bað um hjálp frá alþjóðasamfélaginu þjóðinni til handa. Eftir ræðuna leitaði hann athvarfs ásamt fjölskyldu sinni og meðlimum stjórnarinnar í júgóslav- neska sendiráðinu. Sama dag réðist Rauði her- inn inn í Ungverjaland og barði uppreisnina niður að fullu afli. Sovétmenn komu til Búda- pest líkt og þeir kæmu á vígvöll, búnir sprengjum, flugskeytum og rúmlega 6.000 skriðdrekum. Uppreisnarmenn streymdu til víggirtra götuvirkja og vígja til að verjast við hlið her- mannanna og veittu harða og skipulagða mót- spyrnu vopnaðir rifflum, hand- og bensín- sprengjum. Þetta var hins vegar ekki stríð heldur slátrun Rauða hersins á ungverskum almenningi. Á meðan á átökunum stóð útvarp- aði Radio Rakosi, eina starfandi útvarpsstöðin, hjálparbeiðni til alþjóðasamfélagsins þess efn- is að sovéskar hersveitir hefðu ráðist inn í Ungverjaland. „For the sake of God and free- dom, help Hungary“, síðan rofnaði útsend- ingin. Kallinu var ekki svarað; uppreisnin var brotin á bak aftur. Talið er að 2.500 ungverskir mótmælendur hafi fallið meðan á uppreisninni stóð og rúm- lega 700 sovéskir hermenn. Að auki særðust um 30.000 manns og heilu hverfin í Búdapest voru í rúst eftir átökin. Á meðan barist var hvað harðast á strætum Búdapest sem og ann- arra borga nýttu margir íbúar landsins sér það að landamærin höfðu opnast og fólk streymdi úr landi. Talið er að meira en 200.000 Ungverj- ar hafi flúið landið á þessum örfáu dögum til nágrannaríkja eins og Austurríkis. Margt af þessu flóttafólki sagði ekki einungis skilið við eigur sínar og fjölskyldur heldur einnig við fósturland sitt. Þetta flóttafólk er oft enn í dag nefnt 56-hópurinn. Eftir að uppreisnin var brotin á bak aftur var fjölda fólks refsað. Talið er að um 400 manns hafi verið dæmdir til dauða og teknir af lífi vegna þátttöku sinnar í uppreisninni, þeirra á meðal Nagy forsætisráðherra. Um 22.000 manns voru fangelsaðir um allt land og um 16.000-18.000 manns vísað úr landi. Meðal fanganna var töluverður fjöldi kvenna og fólks undir 18 ára aldri. Í fangelsunum var fólk pyntað og allur aðbúnaður var eins ómannúð- legur og hægt er að hugsa sér. Alþjóðasamfélagið fordæmdi harkalegar hefndaraðgerðir Sovétmanna gagnvart ung- verskum almenningi en enginn gerði neitt vegna ótta við heimsstyrjöld í miðju Kalda stríðinu. Þeir Ungverjar sem komu til Íslands og ílengdust hér lögðu sig fram við að aðlagast samfélaginu og gerast góðir og gegnir íslensk- ir þjóðfélagsþegnar. Allir voru sammála um að viðtökurnar sem þeir fengu frá Íslendingum væru yndislegar og landinn var alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd. Samt eiga þau það flest sameiginlegt að þeim þótti verst að þurfa að skipta um nafn þegar þau fengu íslenskan ríkisborgararétt. Enda tóku margir upp sitt rétta nafn eftir að lögunum var breytt. Í dag, 60 árum síðar, eru innan við tíu manns af upprunalega hópnum á lífi og búa enn á Íslandi ásamt fjölskyldum sínum, börn- um, barnabörnum og barnabarnabörnum. En í hjarta sínu eru ungversku flóttamennirnir stoltir Ungverjar, sem enn í dag fá vatn í munninn þegar þeir hugsa til ungverska matarins og hjarta þeirra slær örlítið örar þegar þeir heyra ungverska þjóðsönginn. Þau eru fæddir Ungverjar og munu deyja sem slík- ir. Þótt þau hafi búið hér á Íslandi í 60 ár. Hvað mig varðar sem afkomanda tel ég mig mjög heppna að hafa fæðst hér á Íslandi og að móðir mín ákvað að búa áfram á Íslandi en ekki snúa heim aftur eftir að hún varð ekkja aðeins 28 ára að aldri. Hún valdi Ísland, þar sem hún var sannfærð um að hér ættum við betri framtíð. Ég er oft spurð að því hvort telji ég mig vera Íslending eða Ungverja; svarið er einfalt. Ég er mjög sáttur Íslendingur og stolt- ur Ungverji. Þegar ég er á leið til Ungverja- lands er ég á leið heim og þegar ég er á leið til Íslands er ég einnig að fara heim. Þegar þess- ar þjóðir eigast við í landsleik er ég stoltur Ís- lendingur, en eitt er víst „mínir menn“ vinna. ’ Eftir að uppreisnin var brotin á bakaftur var fjölda fólks refsað. Talið erað um 400 manns hafi verið dæmdir tildauða og teknir af lífi vegna þátttöku sinnar í uppreisninni. Um 22.000 manns voru fangelsaðir um allt land og um 16.000-18.000 manns vísað úr landi. Agndofa mannþröngin fylgist með sovéskum skriðdreka skjóta á al- menning á breiðgötu í Búdapest. AFP Þessi mynd er tekin 5. nóvember, en daginn áður hafði Rauði herinn ráðist inn í Ungverjaland og forsætisráð- herra flutt ávarp í útvarpi þar sem hann bað alþjóða- samfélagið um hjálp. 2. nóvember tóku íbúar Búdapest niður stærðarinnar styttu af Stalín. 4. nóvember kom Rauði herinn inn í Búdapest með sprengjur, flugskeyti og rúmlega 6.000 skriðdreka. 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.