Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 46
FERÐALÖG Það er nær alltaf ódýrara að kaupa lestarmiðana fyrir-fram á netinu. Ef fluginu seinkar er hægt að panta lest- armiða sem gilda allan þann dag sem lent er. Með fyrirvara 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Getty Images/iStockphoto Stór hópur íslenskra ferðalanga þarf eftir langt flug að koma sér einhvern veginn inn í miðju þeirra stórborga sem þeir heimsækja. Það getur skipt máli hvernig það er gert, bæði hvað tíma og pen- inga varðar. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Eftir langt flug þrá flestir að komast sem fyrst á leiðarenda. Frá flugvelli til miðborgar 5FRANKFURTFRANKFURT MAIN Fljótlegast: Takið S-Bahn til að komast inn í miðborg Frankfurt, frá palli S9 og S9 á Terminal 1 og farið út úr henni á Frankfurt Hauptwache. Ferðin tekur 16 mínútur og kostar 600 kr. Aðrir valkostir: Bílferð tekur um 20-30 mínútur og leigubíll kostar um 3.000 kr. Strætóferð er mun seinlegri á þessu svæði þar sem mörg stopp eru á leiðinni. Hægt er að spara tíma og peninga með því að bóka leigubíl fyrirfram á netinu, til dæmis í gegnum yattaxi.com. 6PARÍS CHARLES DE GAULLEFljótlegast: Takið RER B-lestina af Terminal 1 eða 2. Ferðin að Chatelet- Les-Halles tekur um 40-50 mínútur og gengur lestin á 10-15 mínútna fresti. Ferðin kostar um 1.300 kr ísl; kaupið miða úr bláum miðasöluvélum, ekki þeim gulu. Aðrir valkostir: Það er ekki mikið ódýr- ara að fara með strætisvagni eða rútu inn í París og raunar er upphæðin nær sú sama en ferðin getur verið 20 mínútum lengri. Að fara í einkabifreið eða leigubíl inn í borgin getur tekið rúma klukku- stund og kostar leigubíll 8.000 kr. 7STOKKHÓLMUR/ARLANDAFLUGVÖLLUR Fljótlegast: Ferð með Arlanda Express lestinni tekur 20 mínútur og fer á 20 mín- útna fresti. Sé ferðin keypt á flugvell- inum kostar hún tæpar 4.000 kr en hægt er að fá góðan afslátt með því að kaupa miða fyrirfram á arlandaexpress.com. Aðrir valkostir: Flugrútur Airport Coaches fara á 10-15 mínútna fresti og tekur ferðin 35-45 mínútur og er helm- ingi ódýrari. Verð á leigubíl er afar breytilegt eftir því hvaða leigubílafyr- irtæki er um að ræða. Flestar ferðasíður mæla með Taxi Stockholm, Taxi 020 og Taxi Kurir og er ferðin þá um 6.000 kr. 8NEW YORK JOHN F. KENNEDYFljótlegasta leið til miðborgar: Flugvöllurinn er í 22 kílómetra fjarlægð frá Manhattan og ólíkt mörgum borgum er fljótlegasta og þægilegasta leiðin þangað í miðjuna með leigubíl en ekki sú ódýrasta en ferðin kostar 70 dollara. Takið aðeins gulan leigubíl og athugið að yfirleitt tekur ferðalagið um klukku- stund. Aðrir valkostir: Hægt er að kaupa sér far með smærri rútum en ferðalagið get- ur tekið lengri tíma því þær stoppa á öll- um þeim stöðum sem farþegar eru að fara á og þú þarft að bíða á meðan. Mæla má með NYC Airporter og Super Shuttle og að panta far fyrirfram á net- inu. Stærri rútur keyra líka á milli, á 20- 30 mínútna fresti og ferðin kostar um 2.000 kr. á netinu. Til að taka neðanjarð- arlestina þarf fyrst að taka loftlest til Howard Beach eða Jamaica-neðanjarð- arlestarinnar og nota þá A- eða E- neðanjarðarlestina. Ferðin kostar nokkra dollara en ferðin í heild getur tekið allt upp í 2 tíma svo að eftir langt ferðalag með mikinn farangur er ekki mælt með þessu. Athugið að lendi fólk á Newark- flugvelinum ætti það frekar að nota loft- lestina, bæði er það fljótlegra og ódýr- ara. 1LONDON HEATHROWFljótlegast: Heathrow-hraðlestin að Paddinton-stöðinni tekur um 15 mínútur. Lestin gengur á 15 mínútna fresti. Dýrast er að borga farið um borð eða 3.700 kr., 3.000 kr. á lestarstöðinni en langódýrast er að nota Heathrow Express appið og bóka það með fyrirvara. Aðrir valkostir: Ferð með Heathrow Con- nect lestinni tekur 31-49 mínútur og kostar 1.300 kr. að Paddington-lestarstöðinni. Ódýrast er að taka strætó, um 2-300 kr. en tekur rúma klukkustund. Leigubíll kostar 7-10.000 kr. 2LONDON GATWICKFljótlegast: Gatwick Express- hraðlestin fer að Victoriu-lestarstöðinni á 15 mínútna fresti og tekur ferðin 30 mín- útur. Farið kostar um 2.700 kr. en með því að bóka fyrirfram á gatwickexpress.com fæst 10% afsláttur. Aðrir valkostir: Ferð í bifreið, strætó og rútu og getur tekið allt upp í eina og hálfa klukkustund. Leigubíll kostar tæplega 14.000 kr. Strætóferðin er sem fyrr ódýrust en líka tímafrekust og kostar milli 200 og 300 kr. á mann. 3KAUPMANNAHÖFN KASTRUPFljótlegast: Neðanjarðarlestin kemur á 4-6 mínútna fresti en 15-20 mínútna fresti á nóttunni. Ferðin tekur um 13 mínútur til Nörreport-lestarstöðvarinnar. Gott er að nota frekar hefðbundnu lestina ef þú ætlar að fara á aðaljárnbrautarstöðina eða í vest- urhluta Kaupmannahafnar en hún fer á 10 mínútna fresti yfir daginn og 1-3 klst. fresti á nóttunni. Stakar ferðir kosta um 1.000 kr. Aðrir valkostir: Ferð með strætisvagni tekur 35 mínútur og á daginn gengur hann á um 10 mínútna fresti. Ferð með leigubíl tekur um 20 mínútur og kostar 4-5.000 kr. 4AMSTERDAM SCHIPHOLFljótlegast: Lest fer á 10 mínútna fresti frá komusvæði flugvallarins og tekur ferðin um 10-15 mínútur. Ferðin kostar um 1.200 kr. en miklar annir eru á flugvellinum svo kaupið miðana fyrirfram, til dæmis á adaminfo.rgi.ticketbar.eu. Aðrir valkostir: Smárútur Amsterdam Airport Shuttles eru reknar af Connexxion og þjónustar meira en 100 hótel í miðri Amsterdam og keyra gesti þar beint upp að hóteldyrum. Ferðin kostar um 2.000 kr. og hægt er að kaupa miða á þjónustuborði Connexxion á komusvæði 4 á flugvellinum. Far með leigubíl kostar um 5.000 kr. og tekur um 40 mínútur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.