Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 58
Hanna Borg Jónsdóttir stígur fyrstuskrefin á rithöfundarferlinum meðbókinni um Rúnar góða. „Já, þetta er fyrsta bókin mín en vonandi ekki sú síðasta. Mig langar að halda áfram að skrifa,“ segir Hanna í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins. Hanna er lögfræðingur að mennt en í henni leynist listræn taug. Vert er að geta þess að hún er tvíburasystir Jóns Jónssonar, hins kunna, glaðværa tónlistarmanns úr Hafnar- firði. „Ég er töluvert feimnari og hef haldið mig meira til hlés en Jón. Hann tók alltaf meira pláss, en ég hafði gaman af því. Hann hefur alltaf verið frábær og mér finnst við voða hepp- in að vera tvíburar. Því fylgir mikill stuðn- ingur,“ segir hún. Allir eru jafn mikilvægir Sérstakir kaflar, Hugleiðingar, eru á nokkrum stöðum í bókinni, þar sem lagðar eru spurn- ingar fyrir lesendur og birtar greinar úr Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dæmi: Hvað þýðir það að við séum öll jafn mikilvæg? Hvernig væri heimurinn ef enginn hefði gengið í skóla?Ganga öll börn í skóla. Eru allar fjöl- skyldur eins? Á öðrum stað er spurt: Hvernig leyndarmál mega börn eiga? Ef ein- hver beitir þig eða einhvern sem þú þekkir of- beldi, hvað áttu þá að gera? Hvað er ofbeldi? Hanna hefur búið erlendis í rúman áratug, nú í Frakklandi, þar sem eiginmaður hennar, landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson, hefur atvinnu af því að spila handbolta. „Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2011, vann fyrst stuttan tíma í utanríkisráðuneytinu og flakkaði dálítið á milli Íslands og Frakk- lands en eignaðist fyrsta barnið 2012 og varð þá að halda mig meira við einn stað. Þá fór ég í sérnám í mannréttindum og hugmyndin að bókinni kviknaði þegar ég lærði um mannrétt- indi barna.“ Meðan á náminu stóð segist Hanna Borg hafa haft langmestan áhuga á mannréttindum „og mannréttindi barna voru mér mjög hug- leikin. Hugmyndin varð til af því að mig lang- aði að byrja á að fræða börnin mín um mann- réttindi strax meðan þau væru lítil, við lesum mjög mikið og ég leitaði að bók eins og þessari. Þegar ég fann hana hvergi ákvað ég að skrifa hana sjálf!“ Hún og Ásgeir eiga nú tvo litla drengi. Teikningar í bókinni eru eftir Heiðdísi Helgadóttur, og skipa mjög veglegan sess. Skipta vitaskuld miklu máli eins og jafnan í bókum fyrir börn. „Ég er svo heppin að eiga Heiðdísi að vinkonu og hún er líka minn uppá- haldslistamaður. Þetta er líka fyrsta bókin hennar og ég gladdist mjög þegar hún var til í að gera þetta með mér. Góðar myndir voru mikilvægar til þess að fanga athygli barnanna og halda henni.“ Hugleiðingarnar, sem áður voru nefndar, eru áhugaverður og óvenjulegur hluti barna- bókar. Lesandi fær á tilfinninguna að höfundurinn sé fullur réttlætiskenndar og telji mikilvægt að fá börn til að hugleiða ýmislegt snemma, sem áður hefur jafnvel ekki verið tal- ið mikilvægt þegar börn eiga í hlut. „Mér finnst mjög mikilvægt að börn séu frædd um réttindi sín. Það nægir ekki að tala bara um hve nauðsynlegt sé að fræða börnin. Það þarf að finna leiðir til þess sem henta þeim. Sumir segja að þetta hljóti að vera of háfleygt fyrir börnin en í Rúnari góða eru réttindi sett í samhengi við daglegt líf í gegnum söguna og þannig mötuð rétt ofan í börnin svo þau fá áhuga og skilning. Það er mikilvægt að börn þekki réttindi sín, ef byrjað er nógu snemma að tala um þau við þau þá verður það eftir í undir- meðvitundinni og þau fara að fylgjast með bæði sjálfum sér og öðrum. Ef eitthvað er ekki í lagi geta þau talað við einhvern sem þau treysta. Börn hafa alls kyns þarfir og eiga að fá þeim fullnægt en þó má aldrei nota ofbeldi en þau verða auðvitað að vita og skilja hvað of- beldi er, bæði andlegt og líkamlegt.“ Fjölbreytileiki mannlífsins „Í bókinni er lögð mikil áhersla á jafnrétti; að við séum öll jafn mikilvæg. Bókin er hugsuð fyrir krakka frá þriggja til tíu ára, fyrir minnstu börnin er sagan aðallega lesin en eftir því sem þau eldast er hægt að fara í hugleiðing- arnar og dýpra eftir því sem þau verða eldri. Og bókin er ekki síður hugsuð fyrir fullorðna sem lesa fyrir börnin sín því ég er sannfærð um að margt fullorðið fólk þarf þessa fræðslu líka! Mikilvægt að fræða börn strax um mannréttindi Rúnar góði er óvenjuleg barnabók og á í raun ekki síður erindi við fullorðna, segir höfundurinn, Hanna Borg Jónsdóttir. Hún er lögfræðingur, hefur augljóslega mikinn áhuga á mannréttindum barna og leitast við að kynna ungum lesendum réttindi sem öll heimsins börn ættu að njóta. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is 58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 LESBÓK Stefán Máni, hinn þekkti glæpasagnahöf-undur, vendir sínu kvæði í kross umstundarsakir og hefur sent frá sér barnabók sem lætur ef til vill ekki mikið yfir sér en er ekki öll þar sem hún er séð í fyrstu. Bókin fjallar um unga stúlku, Lovísu Perlufesti Blómasdóttur, eða bara Agnesi; það fer dálítið eftir því hvernig á það er litið … Bókin ber engan smá titil: Hin æruverðuga og ættgöfga hefðarprinsessa fröken Lovísa Perlufesti Blómasdóttir daprasta litla stúlka í öllum heiminum. „Það er gömul saga á bak við söguna; hún er ekki ný hjá mér því ég skrifaði hana líklega fyrir 10 árum eða meira, þegar stelpan mín var lítil og er undir áhrifum frá henni,“ svarar Stefán Máni, spurður hvernig á því standi að hann, höfundur kolsvartra krimmabóka um ís- lenska undirheima, sendi allt í einu frá sér barnabók. „Þegar maður á litla krakka sjálfur les mað- ur fullt af barnabókum og er innblásinn af þessari frumæsku þegar börn eru að verða manneskjur, eru með fjörugt ímyndunarafl og eru mikið í því að búa til alls konar hliðarsjálf, tala um sjálf sig í þriðju persónu og bullorðin streyma fram. Börn eru ekkert nema tilfinn- ingar á þessum tíma og flakka á milli þeirra margsinnis á mínútu. Þau eru mjög upptekin af eigin líðan og eru miðja alheimsins. Þessi heimur barnsins hefur mér alltaf þótt heillandi, tilfinningaríkur, sjálfmiðaður og dramatískur.“ Stefán Máni segir anda dóttur sinnar svífa yfir vötnum í bókinni „en líka mín eigin æska. Sum atriðin í bókinni hverfast um hana; til dæmis það, þegar stelpan gefur litla bróður sínum sjampó, er eitthvað sem ég gerði við bróður minn í æsku! Bókin er í raun óður til æskunnar, hvort sem er til minna barna eða barna annarra, æskunnar yfirhöfuð. Æskan er skemmtilegur heimur þar sem mikið er um árekstra við fullorðna fólkið og raunveruleik- ann,“ segir höfundurinn. Bókin er samstarfsverkefni Stefáns Mána og Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur teiknara. „Þetta er bók sem ég gat ekki klárað einn og óstuddur því myndir skipta svo miklu máli. Á sínum tíma leitaði ég að teiknara sem hentaði en fann ekki og það var raunverulega ekki fyrr en Bergrún spurði mig upp úr þurru hvort ég ætti ekki handrit að barnabók að hlutirnir fóru að gerast. Þá rifjaðist handritið upp fyrir mér Heillandi heimur bernskunnar Vinsæll krimmaskrifari sýnir á sér nýja hlið og sendir frá sér barnabók. Stefán Máni kveðst hafa mikinn áhuga á menningar- heimi barna og andi dóttur hans svífur yfir vötnum í bókinni. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Eftir dag með texta langar mig ekki að lesa. Það er eins og að baða sig í sandi. Heila- stöð orðvitundar búin á því. En nú eru að koma jól og bækur kitla, ekki smá. Venjulega fæ ég kafla úr jólabókum í upplestrum með kollegum, snið yfir línuna og veit hvert hver höfundur er að fara og hvort ég hef áhuga. En þessi jól er ég bókafrí svo lystin vaknar sjálf og það sem lætur mann tikka, forvitnin. Mig langar að sjá hvernig menn af sömu kynslóð og ég, Sigríður Halldórsdóttir og Vigdís Grímsdóttir, segja sögu Sigríðar í bókinni Elsku Drauma mín. Ég man Siggu sem heillandi eldri nemanda í MH. Svo hlakka ég til að lesa bók Ásdísar Thorodd- sen, Utan þjónustusvæðis, hún er hvellklár og þær syst- ur. Svo er það skáldsaga Arngunnar Árna- dóttur, Að heiman. HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA? Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Ég er einmitt nýkomin með í fangið bók sem er á þess- um eilífa hvað-langar- mann-að-lesa lista, hún heitir Núna. Þetta er ljóða- bók eftir Þorstein frá Hamri og á kápunni eru ár- hringir trés. Það er engin leið að vita hvað ég verð lengi að lesa þá ríku bók, því núna er teygjanlegt hugtak. Svo er önnur ljóðabók sem ég frétti bara nýverið að væri á leiðinni. Hún er eftir Guðrúnu Hannes- dóttur og heitir Skin. Ég þori næstum að hengja mig upp á þessa stafsetningu, þótt ég hafi ekki séð bók- ina, höfundurinn er þannig. Þá er spurning um að nefna Verndargrip eftir Roberto Bolaño, sem heitir Amuleto á frummálinu og Ófeigur Sigurðsson þýðir úr spænsku. Þetta er nó- vella um Mexíkó og S- Ameríku, gefin út af hinum víðsýna Sæ- mundi á Selfossi. Sigurbjörg Þrastardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.