Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 32
MATUR Það er vitað mál að engifer er afskaplega hollt og gott fyrir kroppinn.En líkt og með svo margt þá getur of mikið magn af engiferrót valdiðbrjóstsviða, niðurgangi og ertingu í munni, jafnvel magaóþægindum. Sannar regluna um að allt sé gott í hófi. Engifer hollt í hófi 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 Þetta er okkar þriðja bók semvið gerum bara tvö. Við höfumhins vegar áður komið aðeins að öðrum matreiðslubókum. Þetta er töluverð vinna en skemmtileg,“ segir Berglind. „Mér finnst rosalega gam- an að búa til svona verk, stílisera myndirnar og passa að allt hafi heildarsvip, fylgi hugmyndafræðinni okkar og sé smart. Ljósmyndarinn Kristbjörg Sigurjónsdóttir er góð vinkona mín og okkur finnst þetta ótrúlega skemmtileg vinna. Siggi nær að elda alla þessa rétti á færi- bandi svo að tíminn nýtist vel. Ef ég ætti að elda þá tæki þetta marga, marga daga,“ segir hún og hlær. Hugmyndir að nýjum réttum koma meðal annars á ferðalögum þeirra hjóna en þau hafa unun af því að ferðast. Þau eiga það til að fara á kaf í menningu og matargerð þess lands sem þau heimsækja. „Okkur finnst gaman að fara út að borða og við eigum heilan vegg af mat- reiðslubókum. Svo þegar við dettum niður á eitthvað sem við erum spennt fyrir þá hefst leiðin að því að gera það á hollari máta án þess þó að fórna bragðinu“. Hollt og gott fer vel saman Berglind segir það ánægjulegt hve mjög Íslendingar séu orðnir meðvit- aðir um holla fæðu. Hún segir það skipta gríðarlega miklu máli hvað við setjum ofan í okkur enda þurfi líkaminn okkar á næringarefnunum að halda. „Við þurfum að borða meira af „lifandi“ mat fremur en næringarsnauðum pakkamat. Við lif- um ekki vel á næringarsnauðum gervimat með bragðefnum. Ég held að Íslendingar séu að átta sig mjög vel á þessu.“ Berglind og Siggi leggja ríka áherslu á að elda sem mest frá grunni en þannig byrjaði einmitt matarævintýri þeirra sem varð að þremur matreiðslubókum, sér- útbúnum réttum í matvöruverslunum og veitingastað. „Heilsuréttarbæk- urnar urðu til eftir að við höfðum tekið þá ákvörðun að breyta matar- æði fjölskyldunnar aðallega til þess að hjálpa syni okkar sem er með Tourette-sjúkdóminn. Við sáum það strax að breytt mataræði hafði mjög mikið að segja fyrir hann. Ég var eitthvað að vesenast við að gera holl- an mat með því að sleppa hinu og Ljósmyndir/Lind Hrafnsdóttir „Maturinn á að vera djúsí!“ Berglind skreytir nammikökuna sem er afar einfalt að útbúa en hún er afskaplega góð og einnig næringarrík. Vinkonurnar Þórey og Berglind fá sér kaffisopa eftir matinn með hundinum Ísold. Berglind og Siggi eiga fallegt heimili. „Í matarboðinu buðum við upp á frábær- an ferskan fisk sem við fáum af höfninni daglega til okkar á GOTT. Við ákváðum því að vera með tvo sjávarrétti. Salatið með rauðrófunum og geitaostinum er alltaf gott og þægilegur milliréttur. Nammikakan er einfaldasta kaka sem þú gerir, þarft ekkert að baka, er mjög góð og vinsæl meðal allra. Hún skilur líka eftir sig fín næringarefni fyrir kroppinn. Það getur ekki verið betra,“ segir Berglind. Gestir þeirra voru vinahjón þeirra Þórey Friðbjarnardóttir og Benóný Benónýsson og eru þau æskuvinir þeirra hjóna. „Siggi og Binni struku saman heim af leikskól- anum sem krakkar og við Þórey reyndum að grafa saman holu til Kína. Við höfum brallað margt í gegnum tíðina og gaman að fá þau í mat.“ LÉTT OG GOTT Vildu tengja við heimahaga Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason gefa út sína þriðju bók GOTT, en áður komu út bæk- urnar Heilsuréttir og Nýir heilsuréttir. Þau eru dugleg að færa hina ýmsu rétti í hollustugírinn og leggja ríka áherslu á að maturinn sé eldaður frá grunni, hollur og að sjálfsögðu einstaklega bragðgóður. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.