Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 56
Sléttunga, safn til sögu Melrakka- sléttu, heitir þriggja binda verk í ritstjórn Níelsar Árna Lund sem segir sögu ábúðar á Sléttunni og kom út fyrir stuttu. Í fyrsta bindinu, Náttúra og mannlíf, er sögusviðinu lýst, leitað í sögur og sagnir og annan fróðleik og þar rita ýmsir sérfræðingar á sviði jarðfræði, náttúrufræði, gróð- urfræði, fuglafræði og vatna- líffræði um náttúru og sérkenni svæðisins. Einnig er þar að finna ít- arlega leiðarlýsingu um Melrakka- sléttu, þjóðsögur og gamlar sagnir. Í öðru bindi, Fólk og býli, er rakin saga allra býla á Sléttu um tvö hundruð ára skeið, annars vegar frá 1800 til 1900 og svo hinsvegar frá því um 1900 og fram á okkar daga, sagt frá ábúendum og dag- legu lífi. Í þriðja bindinu, Raufarhöfn, sem er að stærstum hluta eftir Níels, er saga Raufarhafnar rakin, bújarð- arinnar, verslunarstaðarins og sjáv- arþorpsins aftan úr öldum til ársins 2006 er Raufarhafnarhreppur varð hluti af Norðurþingi. Ríflega þúsund myndir eru í bók- inni og í henni eru líka landakort með um þúsund örnefnum sem eru í fyrsta skipti staðsett af þeim sem best þekkja til og best þekktu til, eins og Níels rekur söguna. Höfundar efnis er ýmsir að sögn Níelsar Árna, enda segist hann hafa sankað að sér því sem hann komst yfir af lýsingum og frásögnum. Hann segir að vinna að verkinu hafi tekið hann sex ár, „en eitt skal tekið fram strax, ég er ekki höf- undur að nema hluta af þessu“. Að því sögðu þá skrifar Níels ýmislegt í bókinni, fjallar til að mynda um sauðfjárrækt og fiskveiðar og fékk síðan ýmsa vísinda- og fræðimenn til að skrifa fyrir sig um afmarkaða þætti sem getið er. Einnig nýtti Níels ýmis handrit, þar á meðal handrit Kristjáns Krist- jánssonar (1885-1971) afa síns vél- smiðs í Nýhöfn á Melrakkasléttu sem skrifaði á sínum tíma frásögn af búendum á Melrakkasléttu frá 1800 til 1900. „Ég leitaði líka til fólks sem hafði búið á Melrakka- sléttu sem allt tók mér vel og skrif- aði um sína bæi og ég rétt náði í skottið á sumu af þessu fólki,“ segir Menningarverðmætum bjargað á Melrakkasléttu SLÉTTUNGA I-III 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016 LESBÓK Spurð hvað hafi orðið kveikjanað skáldsögu treystir Arn-gunnur sér ekki til að svara beint en segir: „Hún kom bara til mín, þessi saga. Ég sá Unni fyrir mér, stelpu sem komin var til Íslands úr námi erlendis og síðan bættust vinir hennar við og allt fór að gerast af sjálfu sér.“ - Þegar Unnur kemur úr náminu í Berlín finnst henni Ísland of lítið, finnst eins og Reykjavík andi ofan í hálsmálið á sér, eins og þú orðar það í bókinni. Í eina tíð flutti fólk úr sveit- inni á mölina, seinna úr þorpunum suður og núna frá Reykjavík til út- landa. „Ég held þetta sé það sem fylgir því að sjá heiminn í stærra samhengi. Unnur er í þessu hugarástandi þegar hún kemur heim vegna þess að hún er búin að fara annað, en það skil- greinir okkur Íslendinga að miklu leyti hvað við erum fá og iðulega koma upp einhver vandamál sem kenna má fámenninu um. Annað sem ég velti fyrir mér þegar ég var að skrifa bókina var að þegar ég var í landafræði í barnaskóla var alltaf verið að segja okkur hvað Ísland væri stórt land en svo aflærir maður það þegar maður er orðinn fullorð- inn, því það er ekki bara fámennt, það er líka lítið,“ segir Arngunnur og bætir við að hún tengi að vissu leyti við þessa upplifun Íslendings sem snýr aftur heim eftir dvöl í erlendri stórborg: „Ég bjó sjálf í Berlín fyrir nokkrum árum og byrjaði að skrifa bókina um það leyti sem ég kom heim. Við það að koma aftur heim eftir að hafa verið í útlöndum sér maður skýrt hvað þetta samfélag getur verið þröngt, en það er ekki bara neikvætt, því fylgja líka kostir.“ - Unnur og vinir hennar leggja upp í ferðalag um landið, fara hringinn, og rekast þá á túrista úti um allt. Unnur upplifir þó mjög sterkt ilminn og moldina og langar til að sameinast landinu. „Ég hafði lengi ekki náð að ferðast um landið áður en ég byrjaði að skrifa bókina, en þegar ég fór um landið áttaði ég mig á því hve mikið hefur breyst, hve ferðamennskan hefur breytt miklu. Við erum oft með miklar vísanir í náttúruna í listum og menningu, en svo vaknar maður við það einn daginn að náttúran er orðin eitt helsta markaðssetningarfyrir- bærið, hún er notuð til að markaðs- setja hitt og þetta. Maður elskar landið og náttúruna en sér um leið öll þessi vörumerki þegar maður horfir á fjöllin og þá verður jarðvegurinn kannski það eina sem er ósnert.“ - Eins og Lára vinkona Unnar seg- ir við þegar þau koma að Jökulsár- lóni: „Þetta er bara vörumerki.“ „Það er allt orðið söluvarningur og kannski kemst maður ekki hjá því að koma allstaðar auga á auga á að það er ákveðið breytingarskeið í gangi.“ - Náttúran er þó ekki bara falleg og heillandi – í Vestmannaeyjum gengur Unnur fram á dauða kind. „Allur heimurinn er Unni fram- andi, hún er svo viðkvæm gagnvart umhverfi sínu og þegar hún kemur til Vestmannaeyja í ömurlegu veðri fer einhver vanlíðan af stað sem vindur stöðugt upp á sig meðan hún er þar. Þetta er lýsandi fyrir innra ástand hennar, hvað hún er fælin, og hræið kallast á við það sem er innra með henni.“ - Það er fullt af túristum sem borga fyrir það að nálgast náttúruna en svo er líka fullt af hipsterum sem borga fyrir það að sýnast náttúru- legir – tvær hliðar á sama peningi. „Þegar ferðafélagarnir eru staddir á Akureyri er Unnur að agnúast út í hipstera fyrir að vera fyrirsjáanlegir. En þetta hugtak er erfitt og fæstir vilja kannski kannast við það að vera hipster. Eins og Lára bendir á er Unnur er líklega sjálf sek um að vera einn slíkur.“ - Undir lokin hefur finnst manni eins og Unnur hafi náð ákveðnum áfanga en samt veltir maður fyrir sér hvort hún eigi eftir að fara annan hring. „Hún tekur ákveðið frumkvæði í lífi sínu, lítið skref sem ég held samt að sé mjög stórt í ákveðnu samhengi. Hún er líklega að verða ástfangin. Um leið hugsar hún um möguleikana sem felast í þessu - möguleika á að breyta heiminum. Í því samhengi má sjá ástina sem róttækan gjörning. Sem mér finnst skemmtileg and- stæða við það hvernig ástin birtist oft í skáldskap, þar sem fólk er gjarnan eins og fórnarlamb ástarinnar. Í staðinn er ástin róttækur verknaður eða sköpun. Að verða ástfanginn er að breyta heiminum.“ Ástin er róttækur verknaður Arngunnur Árnadóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu, Að heiman, sem forlagið Partus gefur út, en undanfarin ár hefur Arngunnur starfað sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í nýju smásagnasafni Steinars Braga, sem hann nefnir Allt fer, birtist ástin í öllum sínum mynd- um í nítján smásögum; slökknar á leið heim úr fríi í útlöndum, kviknar milli manns og dýrs, milli manns og skriðdýrs, milli manns og skor- dýrs, ást frá veru til veru. Þetta er annað smá- sagnasafn Steinars Braga, en hann hefur einnig sent frá sér átta skáldsögur og þrjár ljóðabæk- ur. Mál og menning gefur út. Þegar Þór Stefánsson var staddur í París árið 2012 að viða að sér ljóðum eftir frönskumælandi skáld frá arabaheiminum stakk útgefandi einn upp á að hann myndi snara á íslensku ljóðum eftir franskar konur. Þór hafði samband við tuttugu skáldkonur sem bentu honum á fleiri skáld, en alls hafði hann samband við 75 skáld- konur. Í bókinni Frumdrög að draumi birtast svo ljóð eftir ríflega 50 konur sem sendu Þór ljóð, mörg áður óbirt. Forlagið Oddur gefur út. Ljóð franskra kvenna Veröld hefur gefið út úrval sagna úr bókaröð- inni Hrakningar og heiðavegir eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson sem komu út um- miðja síðustu öld. Í safninu, sem heitir Hrakn- ingar á heiðavegum, má meðal annars finna frá- sögu um hrakning Stefáns í Möðrudal, sagt er frá vetrarferðum á Hellisheiði, lýst hrakningum á Fróðárheiði 1937, feigðarför Áslaugar Þor- kelsdóttur veturinn 1883 og svo má telja. Bjarni Þorsteinsson valdi efnið og ritar inngang. Hrakningar á heiðavegum Sextánda bókin í vinjetturöð Ármanns Reynis- sonar er komin út og heitir einfaldlega Vinj- ettur XVI - Vignettes XVI, en eins og jafnan þá eru vinjetturnar birtar á íslensku og ensku. Fyrsta vinjettubók Ármanns kom út 2001, en einnig hefur hann gefið út tvo sagnasöfn á ensku, 88 Stories Around Iceland og 88 Stories Around Reykjavik, og Vestnorrænar vinjettur 2014 og 2015. ÁR – Vöruþing gefur bókina út. Sextánda vinjettubókin Um ástina hafðu það notalegt handklæðaofnum Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177 Eigum úrval af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.