Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Blaðsíða 45
Skómerkið hefur notið gífur- legrar velgengni undanfarið og fjallað hefur verið um merkið í virtum tískutímaritum. Skómerki Katrínar Öldu Rafnsdóttur, Kalda, var ný- verið boðið pláss í einni stærstu vefverslun Banda- ríkjanna. Katrín segir fréttirnar mikið gleðiefni enda sé Kalda partur af svokallaðri „Designer Boutique“ sem selur muni frá stærstu tískuhúsum heims. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ákveðinn gæða- stimpill á merkið Vefverslunin Shopbop er ein af stærstu búðum sinnar teg-undar í Bandaríkjunum. Íslenska skómerkið Kalda verðurselt í versluninni frá og með febrúar 2017. Kalda verður partur af svokallaðri „Designer Boutique“ sem selur merki á borð við Acne Studios, Alexander Wang og Maison Margiela. Katrín Alda Rafnsdóttir, hönnuður og stofnandi Kalda, segir fréttirnar mikið gleðiefni. „Ég er búin að vera mikið í New York undanfarið að funda með búðum og að hafa náð fyrstu línunni í sölu er mikið gleðiefni. Það er mjög mikilvægt að velja réttu búðirnar þegar maður er með nýtt, óþekkt merki og að hafa Shopbop undir beltinu setur okkur á alveg réttan stað á markaðinum.“ Katrín Alda segir það að fá pláss í vefversluninni opna nýjar dyr fyrir fyrirtækið. „Við fengum styrk frá Impru og Hönnunarsjóði fyrr á árinu sem var nýttur í að taka þátt í tískuvikunum, hitta innkaupastjóra og auka erlenda umfjöllun, það verkefni heldur sannarlega áfram en þetta setur ákveðinn gæðastimpil á merkið og á eftir að auðvelda leiðina næsta tímabil,“ útskýrir hún. Þrátt fyrir að vera ungt fyrirtæki hefur Kalda þegar hlotið at- hygli víða um heim. „Það er búið að ganga mjög vel að fá er- lenda umfjöllun sem er rosalega mikilvægt til að tryggja fleiri búðir.“ Kalda var valið eitt af 16 nýjum skó- merkjum sem spáð var að myndi ná langt af tímaritinu Footwear News sem er stærsta sérhæfða skótímarit í heimi. Þá valdi The Telegraph Kalda sem eitt af sex nýjum skómerkjum til að fylgjast með. „Við vorum líka ný- lega í Sunday Times Style, The Times, Belgiska Elle og fleiri.“ Þessa dagana leggur Katrín Alda loka- hönd á hönnun á næstu línu Kalda sem verður kynnt í London, Paris og New York í Janúar. „Svo erum við að skipuleggja við- burð á Íslandi í kringum 18. nóvember þar sem línan verð- ur sýnd og valin pör verða til sölu.“ Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuður Kalda. Kalda verður fáanlegt í Shopbop í Febrúar 2017. Húrra 16.990 kr. Glæsilegur hringur frá danska skartgripahúsinu Mariu Black. Netaporter.com 17.600 kr. Hlýr og mjúkur gervi- pels frá J.Crew. Zara 11.995 kr. Æðisleg silf- urlituð úlpa. Kaupfélagið 24.995 kr. Jill skórnir frá Vagabond eru frábærir í vetur. Í þessari viku... Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Afrakstur samstarfs tískuhússins Kenzo og H&M er væntanlegur í verslanir og er margt úr línunni kærkomið í minn fataskáp, þó er náttfatasettið í sérstöku uppáhaldi. Prjónaðir kjólar eru jafnframt sjóðandi heitir um þessar mundir og dreymir mig um hlýjan, látlausan prjónakjól sem hægt er að klæða upp með áberandi fylgihlutum og yfirhöfnum. H&M Skyrta 8.389 kr. Buxur 10.070 kr. Þetta dásamlega sett úr línu H&M x KENZO verð ég að eignast. Zara 9.995 kr. Síður prjónaður kjóll er draumur í kuldanum. Snyrtivörurisinn Urban Decay mun opna verslun á Íslandi þann 5. nóvember næstkomandi. Urban Decay er banda- rískt fyrirtæki sem var stofnað árið 1996. Einn af stofn- endum merkisins og framkvæmdastjóri Urban Decay, Wende Zomnir, er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í förðunarheiminum. Það sem vakti jafnframt hvað helst athygli þegar fyrirtækið var stofnað var djörf notkun lita í línum þeirra. Fyrirtækið hefur blómstrað undanfarin 20 ár og lögð er áhersla á óhefðbundnar hágæða snyrtivörur en Urban Decay prófar ekki vörur sínar á dýrum og eru vörur þeirra vegan. Verslun Urban Decay er í verslun Hagkaups í Smáralind. 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Urban Decay væntanlegt til Íslands Wende Zomnir. Úrval varalita er gríðarlegt og litaformúlan einstaklega sterk og falleg. Förðunarburstar Urban Decay eru allir vegan. NUDE palletta Urban Decay er eins ú þekkt- asta frá fyrirtækinu. Nýtt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.