Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Qupperneq 16
lögum. Svo fréttir Ásdís á Vífilsstöðum að mamma sé búin að eignast dóttur og fer upp á spítala til að kíkja á nöfnu sína. Þegar hún kemur hafði mamma ekki brjóst í sér til að segja henni að barnið héti Halla María. Og Dísa spurði hvort þetta væri nafna sín. Og mamma sagði bara já, en að hún hefði bætt við Höllu-nafninu,“ útskýrir Ásdís. „Nokkr- um árum síðar var ég feðruð, ekki eiginmann- inum heldur manninum sem mamma taldi að væri blóðfaðir minn,“ segir Ásdís og var þá Guðmundsdóttir en Bragi gekk henni ætíð í föðurstað. „Svo um fermingu ættleiðir Bragi mig og þannig fæ ég nafnið Ásdís Halla Bragadóttir,“ segir Ásdís. „Svo fæ ég símtal um að hugsanlega sé eng- inn þessara þriggja faðir minn heldur jafnvel einhver maður sem ég hafði aldrei heyrt um og þá fékk ég loks tækifærið um að ræða við mömmu um fortíð hennar og fjölskyldunnar.“ Ömurleg æska móður Greinilega voru ekki öll kurl kominn til grafar og ljóst að saga móður hennar væri full af leyndarmálum, og kannski leyndi hún þeim ekki öllum viljandi. Móðir Ásdísar, Bebba, hafði ekki átt sjö dagana sæla. Sem barn var hún á vergangi en stjúpfaðir hennar vildi lítið af henni vita. Hún þurfti að upplifa höfnun foreldra og þurfti snemma að sjá sér farborða. Auk þess varð hún fyrir kynferðisofbeldi á unga aldri. Einn yngri hálfbróður átti Bebba sem var augasteinn hennar og sá sem henni þótti vænst um í uppvextinum. „Mamma á í raun og veru ömurlega æsku. Inni á milli komu ágætis tímabil en hún á þannig sögu að ég er þakklát fyrir hvað hún hefur getað gefið þrátt fyrir allt. Sagan fjallar um ákveðið fjölskyldumynstur þar sem sárs- auki fer á milli manna og á milli kynslóða og er mjög erfitt að vinda ofan af þegar þögnin er svona mikil. Þessi þögn sem við lifum svo mörg í getur verið svo sár þegar við burðumst ein með hana. Sagan er líka um þessa þörf sem við sem manneskjur höfum fyrir því að tilheyra. Að vera elskuð og vera viðurkennd. Og vera tekin inn í fjölskyldu eða hóp, vera partur af einhverju. Þessi ríka þörf fyrir að eiga mömmu, að eiga pabba, að eiga systkini. Og það er þessi mikli harmur þegar við náum því ekki og okkur er hafnað. Það er það sem skýrir svo margt. Mamma lendir ítrekað í þessu, þessi sársauki og þessi höfnun og skortur á viðurkenningu og ást, sem skýrir svo margt í okkur sem manneskjum. Og smit- ast svo frá kynslóð til kynslóðar og út í sam- félagið með margvíslegum hætti og getur haft mjög alvarlegar og dramatískar afleiðingar. Við sjáum alls konar hluti gerast í samfélag- inu sem eru afleiðingar þess að við vinnum ekki með þessar tilfinningar,“ segir Ásdís. Sökuð um morð á bróður sínum „Í bókinni er ég að fjalla um þessa sögu og hluti af henni er um Hallmar, bróður mömmu sem varð úti. Það var mikil sorg og hræðilegt slys,“ segir Ásdís en hann var einungis 23 ára þegar hann lést en Bebba tveimur árum eldri. „Pabbi hans, sem er stjúpi mömmu, sakar hana um að hafa myrt hann.“ Hvernig þá? „Hann sakar hana um að hafa úthýst hon- um af heimili sínu og hrakið hann út í kuldann um nóttina. Það sé henni að kenna. Mamma bjó í Höfðaborginni sem var fátækrahverfi, við afar slæman kost. Hún bjó við ofboðslega mikla fátækt og bróðir hennar var mikið hjá henni. Svo gerast dramatískir atburðir í lífi þeirra sem enda með því að hann verður úti og þannig missir hún eina systkinið sitt. Og ekki nóg með það heldur er hún sökuð um að hafa myrt hann. Hún fær ekki að koma í jarðarför- ina.“ Þekktir þú þessa sögu þegar þú varst að alast upp? „Ég hafði bara séð toppinn á ísjakanum, heyrt óljós minningabrot en aldrei áttað mig á samhenginu. Margt af því sem ég segi frá í bókinni úr hennar lífi og æsku hafði ég ekki hugmynd um. Þess vegna skipti ég bókinni upp í þessa tvo hluta,“ segir hún en annar hver kafli er frá sjónarhorni móður hennar en hinn frá sjónarhorni Ásdísar. „Þegar mamma eignast mig ákveður hún að hefja nýtt líf. Þannig að bókin fjallar um lífið fyrir og eftir fæðingu mína.“ Fann svo til með mömmu Þú hlýtur að hafa kynnst mömmu þinni alveg upp á nýtt? „Já,“ segir Ásdís og það blikar í tár í augum hennar. „Ég hélt að ég væri hætt að gráta,“ segir hún einlæg. Við sitjum andartak í þögninni. „Það var einmitt það sem var svo erfitt,“ segir hún og bætir við, „það hvarflaði ekki að mér að ég myndi einu sinni tárast, ég hélt ég væri búin með þetta.“ Ásdís segir bókaskrifin hafa tekið á sig til- finningalega. „Eitt er að hlusta og reyna að skilja og þekkja foreldra sína og fjölskylduna. Að hlusta og fá mömmu til að segja frá var eitt, en svo þegar ég sat ein með sjálfri mér og skrifaði um hana og fór inn í söguna hennar, það var annað. Að ýta sjálfri mér til hliðar sem dóttur og setja mig eins vel og ég gat í spor mömmu gekk nærri mér. Ég fór á hennar stað og reyndi að segja hennar sögu. Ég upplifði það svo ótrúlega sterkt og það var oft átak- anlegt og sárt. Og ég fann svo til með henni að ég engdist.“ Var hún góð mamma? „Já mjög.“ Stóð hún sig vel sem móðir? „Hún stóð sig vel sem mamma mín, ég ætla ekki að segja að hún hafi staðið sig óaðfinn- anlega sem mamma allra barnanna sinna – að- stæður voru svo ólíkar og hlutskipti hennar sem einstæð móðir í Höfðaborg var erfitt. En hún var frábær mamma mín. Það hentaði okk- ur mjög vel að vera mæðgur.“ Þú ert lík henni. „Já“, segir hún og hlær. „En við erum líka mjög ólíkar og það er kannski ástæðan fyrir því að samband okkar hefur alltaf verið náið. Þess vegna hvarflaði ekki að mér að ég vissi svona lítið um mömmu mína. Ég hélt að mamma mín væri opin og einlæg við mig, hefði alltaf sagt mér allt.“ Varstu fúl að hún skyldi ekki hafa sagt þér söguna fyrr? „Ég upplifði allar þær neikvæðu tilfinningar sem hægt er að finna gagnvart annarri mann- eskju. Ég var sár. Reið. Fúl. Ég var það í smá tíma, nokkra daga, kannski nokkrar vikur. En það er ekki minn stíll að vera reið eða fúl og neikvæð. Það skiptir mig mjög miklu máli að lifa í núinu og vera jákvæð og glöð, trúa á hið góða. Ég sagði við sjálfan mig, ég get ekki verið svona reið, svona svekkt, og hvað þá út í mömmu mína sem hefur gert allt fyrir mig. Ég verð að vinda ofan af reiðinni. Ég verð að reyna að skilja hvað gerðist. Og ég gat ekki skilið nema að finna traust hjá henni og finna að hún treysti mér og að hún treysti sjálfri sér til að segja hlutina eins og þeir voru,“ segir Ásdís. Lán að fara í gegnum söguna „Og það tók allan þennan tíma. Það tók svo- lítinn tíma að vinda ofan af reiðinni en smám saman gerðist það. Og það var mjög góð til- finning. Að losna við það að verða sár og reið og finna að allt á sinn tíma og allt á sínar skýringar. En það er líka þannig að ég er ekkert viss um að ég hefði treyst mér til að fara í gegnum þetta fyrr. Vegna þess að maður þarf líka ákveðin persónulegan þroska til þess að geta sett sig í spor ann- arra. Ég á þrjú börn þegar ég fer í gegnum þetta og hef reynslu af því að vera móðir. Þannig að ég skildi betur móðurhlutverkið, hvernig maður stundum lætur satt kyrrt liggja. Ég er ekki viss um að það hefði verið gott fyrir mig að fá símtalið 20 árum fyrr. Eða 30 árum fyrr. Maður er aldrei alveg reiðubúin fyrir svona símtal en ég held að það hafi verið betra að það gerðist þegar ég var orðin þetta fullorðin. Það var erfitt en aðeins auðveldara að vinna úr því til lengri tíma,“ segir hún. Ásdís segir að lífið hafi ekki verið eintóm átök. „Það má ekki gleyma að allt á sér marg- ar hliðar. Þrátt fyrir þessa fjölskyldusögu höf- um við átt stórkostlega tíma og fundið fyrir gleði og ást og hamingju. Það er líka þannig að í gegnum harminn og áföllin fær maður tækifæri til að kynnast betur og upplifa meiri VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.10. 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.