Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.10.2016, Síða 61
AFP AFP Heidi Klum sýnir mikið hugmynda- flug með þessum fjórum gervum. Það er varla hægt að trúa því að þetta sé allt sama manneskjan. 30.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 SJÓNVARP NBC er að velta fyrir sér að gera nýja þáttaröð af gamanþáttunum Will & Grace. Þetta kemur í kjölfar vinsælda sérstaks kosningaþáttar af Will & Grace, sem frumsýndur var á dögunum. Hollywood Reporter hefur eftir áreiðanlegum heim- ildum að takmarkið sé að gera tíu þætti. Ekki er búið að skrifa undir neina samninga enn við Eric McCormack, Debru Messing, Megan Mullally og Sean Hayes. Viðræður standa yfir við aðalstjörnurnar fjórar og höfundana David Kohan og Max Mutchnick, en sá síðarnefndi kom með hugmyndina að kosningaþætt- inum. Will & Grace gekk í átta þáttaraðir og hreppti 16 Emmy-verðlaun og 83 Emmy-tilnefningar. Will hittir Grace aftur Debra Messing leikur Grace. TÓNLIST Japanski grínistinn Pikotaro er kominn í heimsmetabók Guinness fyrir að vera höfundur stysta lags sem náð hefur inn á Billboard 100-listann. Þetta er jafnframt fyrsta japanska lagið sem kemst á listann í 26 ár. Hann sló í gegn á YouTube með laginu „PPAP (Pen Pineapple Apple Pen)“ en lagið er aðeins 45 sekúndna langt. Búið er að horfa á myndbandið yfir 130 milljón sinnum á síðastliðnum mánuði. Hann hefur nú gert langa útgáfu af laginu sem er lengra en tvær mínútur fyrir þá sem vilja dansa aðeins meira. Langa útgáfan var sett inn á YouTube á föstudag. Heimsmetapenni, ananas og epli Pikotaro varð enn vinsælli þegar Justin Bieber skrifaði um þetta myndband á Twitter. AFP Það er ekki skrýtið að grímur með andliti forseta- frambjóðendanna Hillary Clinton og Donalds Trumps njóti vinsælda á hrekkjavöku í ár í ljósi þess að kosn- ingarnar fara fram 8. nóvember næstkomandi. Óhugnanlegar grímur af ýmsu tagi seljast síðan jafnan vel. Trúðabúningar hafa verið sérstaklega vinsælir og hafa selst hvað best í Bandaríkjunum og víðar. Svo má ekki gleyma því hvað það er skemmtilegt að búa sjálfur til búning og má þá líta til bæði kvik- mynda- og tónlistarheimsins. Af hverju ekki vera eins og persóna úr nýjustu Stjörnustríðsmyndinni? Eða fara í gulan kjól og halda á hafnaboltakylfu og fá að vera Beyoncé í eina kvöldstund? AFP HREKKJAVAKA Á MÁNUDAGINN Vinsælustu búningarnir Forsetaframbjóðendurnir heilla á hrekkjavöku. AFP Sumir vilja bara vera í hryllilegum búningum. Óhugnanlegir trúðabúningar hafa notið mikilla vinsælda. Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Frábært til að bæta hormónajafnvægi fyrir konur á öllum aldri Heilbrigðari og grennri Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Mulin hörfræ - rík af Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum CC FLAX • Regluleg inntaka stuðlar að kjörþyngd • Omega 3- ALA • Fjölbreyttar trefjar NÝJAR UMBÚÐIR SLEGIÐ Í GEGN Í VINSÆLDUM - FRÁBÆR -ÁRANGUR P R E N T U N .IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.