Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Side 8
Vikublað 24.–26. mars 20158 Fréttir Viðskipti Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% + vsk upp að 60 milljónum 299.900.- + vsk VANTAR – VANTAR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 Ýtir undir fylgi Pírata n Segir gagnrýnendur holdgervinga gamaldags hugmynda n „Þurfti að koma upp á yfirborðið“ Á rni Páll Árnason stóð af sér lúalegt herbragð þar sem sótt var að honum vopn­ lausum með fullvæpni.“ (Guðríður Arnardóttir) „Þetta var þaulskipulagt bana­ tilræði úr launsátri. Undirmálin al­ gjör.“ (Kristrún Heimisdóttir) „Hvernig svo sem framboð Sig­ ríðar Ingibjargar er tilkomið var það misráðið …“ (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) „Þess vegna er verkið svo illt sem unnið var. Þegar ráðist er til at­ lögu án skýrs tilefnis, án ágreinings …“ (Sighvatur Björgvinsson) Þetta er fátt eitt sem sagt hef­ ur verið og skrifað um fyrirvara­ lítið framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni af fólki sem stutt hefur Samfylk­ inguna og tekið þátt í starfi hennar frá stofnun fyrir um 15 árum. Engin þaulskipulögð hallarbylting Sjálf tekur Sigríður Ingibjörg málinu frekar létt og þvertekur fyrir að um hafi verið að ræða þaulskipulagða hallarbyltingu. Könnun DV meðal nokkurra stuðningsmanna henn­ ar gefur einnig vísbendingar um að framboð hennar hafi átt sér skamman aðdraganda. Aftur á móti hefur vaxandi óánægju gætt innan flokksins á kjörtímabilinu og spyrja má hvort framboð Sigríðar Ingi­ bjargar hafi ekki aðeins kallað fram á yfirborðið ákveðnar staðreyndir um þá óánægju. „Þetta átti ekki langan aðdraganda. Ákvörðunin var tekin þarna fyrir fundinn en löngu fyrr var ljóst að það var mik­ ill þrýstingur meðal flokksmanna,“ segir Sigríður Ingibjörg í samtali við DV. „Ég hafði efasemdir um að þetta væri verkefni sem ég ætti að taka að mér. Auk þess er meira en að segja það að fara fram gegn sitj­ andi formanni. En þegar leið að landsfundi fann ég með sjálfri mér að við yrðum að hrista upp. Ég átt­ aði mig hins vegar ekki á að undir­ aldan væri svona svakalega sterk.“ Eins og sýnishornin gefa til kynna hér að framan hafa viðbrögð stuðningsmanna Árna Páls verið afar hörð og spyrja má hvort fram­ boðið hafi verið þess virði. „Ég stend algerlega með þessari ákvörðun. Einsog ég segi í yfirlýs­ ingu tókst okkur að breyta hlutun­ um. Undiraldan fékk að koma upp á yfirborðið og landsfundurinn varð öflugri og róttækari en hann hefði annars orðið. Samfylkingin hefur eftir kosningaósigurinn 2013 átt í erfiðleikum. Þetta gefur okkur kannski tækifæri til hreinskiptnari umræðu og til að vinna úr stöðu flokksins.“ Ýtir undir fylgi Pírata Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Sighvatur Björgvinsson hafa metið það svo að framboð Sigríðar Ingi­ bjargar hafi verið óleikur á stundu þegar margt sé í húfi fyrir Samfylk­ inguna. Þessu er Sigríður Ingibjörg ósammála. „Ég held raunar að þau séu dálítið eins og holdgervingar gamaldags hugmynda og þess sem er að ýta undir fylgi Pírata. Margir í Samfylkingunni sem og jafnaðar­ menn utan Samfylkingarinnar hafi haft áhyggjur af framtíð hennar og talið að það þyrfti eitthvað að gera.“ Flokksmenn í Samfylkingunni spyrja sig hvort samstarf Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar geti blessast í ljósi úrslitanna á landsfundinum þar sem aðeins eitt atkvæði skildi þau að. Sigríður Ingibjörg hefur ekki áhyggjur af samstarfinu við Árna Pál. „Ég ræddi við hann þegar á föstudagskvöldið. Það var stutt og svo spjölluðum við saman einnig á fundinum á laugardaginn og loks áttum við góðan fund í morgun (mánudag). Við Árni erum góðir fé­ lagar og áttum hreinskiptnar sam­ ræður á fundi okkar. Við verðum ekki í neinum vandræðum með að vinna saman frekar en hingað til. Ég hef engar áhyggjur af samstarfi okkar Árna Páls.“ Léttir þegar fram í sækir Sigríður Ingibjörg telur Samfylk­ ingunni hollt að fara í gegnum hreinsunareld. „Almennt fæ ég miklar þakkir fyrir að hafa safn­ að kjarki til að gera þetta. Stund­ um þarf að skapa óreiðu og hrista upp. Samfylkingin er ekki staðnað­ ur flokkur. Það var spennuþrung­ ið andrúmsloft á fundinum. Ég ákvað um fimmleytið síðastliðinn fimmtudag að fara fram. Ég fann það með sjálfri mér að þetta yrði ég að gera. Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir stuðninginn. Ég held að þetta geti einnig verið léttir fyr­ ir formanninn þegar allt kemur til alls.“ n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Aftöppun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir telur að þegar fram í sækir sé það til bóta fyrir Samfylkinguna að tappa af óánægjunni. Vandi á höndum Árna Páls Árnasonar bíður að sameina flokkinn og lægja öldurnar eftir landsfundinn. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.