Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Síða 10
Vikublað 24.–26. mars 201510 Fréttir
Sterkefnuð stjórn sem
vill hófsama hækkun
Á
tján af tuttugu og einum
stjórnarmanni Samtaka at-
vinnulífsins eru samtals með
622 milljónir króna í árslaun
samkvæmt úttekt DV. Það
jafnast á við árslaun 248 verkamanna
á lágmarkslaunum. Verkalýðsfor-
ingjar sem nú taka slaginn í harð-
vítugri kjarasamningsbaráttu segja
að sterkefnaðir forsvarsmenn sam-
takanna hafi engan skilning á kjör-
um lágtekjufólks. Þeir séu með þrjár
milljónir að meðaltali í mánaðarlaun
en tali á sama tíma um að ef íslenskt
verkafólk fái 40 þúsund króna hækk-
un á mánaðarlaunum sínum á ári,
þá stefni það efnahagsstöðugleika
þjóðarinnar í voða.
Harðar viðræður í hnút
Kjaraviðræður eru í komnar í sann-
kallaðan rembihnút. Rúm vika er
síðan viðræðum milli Starfsgreina-
sambandsins (SGS) og Samtaka at-
vinnulífsins (SA) var slitið og hefur
SGS boðað til umfangsmikilla verk-
fallsaðgerða frá og með 10. apríl næst-
komandi verði kröfum sambandsins
um að lægstu laun verði komin upp í
300 þúsund krónur innan þriggja ára
ekki mætt. Taxtar félagsmanna inn-
1 milljón
Margrét Kristmannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri PFAFF og formaður SVÞ, er
varaformaður SA.
6,5 milljónir
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Ís-
landi, er með hæst laun stjórnarmanna SA.
3,8 milljónir
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka
atvinnulífsins, fékk 45,8 milljónir í árslaun í
fyrra sem forstjóri Icelandair Group.
4,2 milljónir
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion
banka, er launahæstur bankastjóra á Íslandi
með 50,7 milljónir í árslaun í fyrra.
1,8 milljónir
Adolf Guðmundsson er fyrrverandi
formaður LÍÚ og útgerðarmaður.
5,7 milljónir
Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel.
6,4 milljónir
Grímur Sæmundsen er á háum launum sem
forstjóri Bláa lónsins.
2,7 milljónir
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
895 þúsund
Guðrún Hafsteinsdóttir er markaðsstjóri
Kjöríss og formaður Samtaka iðnaðarins.
3,1 milljón
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.
n Stjórnarmenn SA með 622 milljónir í árslaun n Þau vilja ekki að launin þín hækki of mikið
an SGS á almennum vinnumarkaði
í dag eru frá 201.317 krónum en eft-
ir fjögurra mánaða störf er lágmarks-
tekjutryggingin 214 þúsund krónur.
Fulltrúar SA telja sig ekki geta
orðið við launakröfum SGS og segja
kröfugerð sambandsins fela í sér að
laun allra félagsmanna verði hækk-
uð um 50–70 prósent. SA segir að
með kröfugerðinni muni lægstu
laun félagsmanna SGS hækka hlut-
fallslega minnst. SA hafa talað fyrir
hófstilltum 3,5 prósenta launahækk-
unum til að viðhalda efnahagsstöð-
ugleika og tekið þar undir það þak
sem Seðlabanki Íslands gaf. Sam-
tökin hafa dregið upp dökka efna-
hagsmynd ef laun á vinnumark-
aði hækka jafn mikið og laun lækna
næstu þrjú árin. Sú mynd er jafnvel
svartari en afleiðingar sjálfs hruns-
ins. Uppsöfnuð verðbólga næði 27
prósentum, gengi krónunnar myndi
hrynja og verðtryggð lán heimil-
anna hækka um 500 milljarða. Á
sama tíma myndi kaupmáttur launa
aðeins aukast um 2 prósent. For-
ystumenn innan verkalýðshreyf-
ingarinnar hafa kallað þetta „kunn-
uglegan hræðsluáróður.“
Verkföll og uppstokkun
Á meðan SGS, sem fer með samn-
ingsumboð fyrir rúmlega 10 þúsund
manns á hinum almenna markaði,
boðar til verkfallsaðgerða er nýjasta
útspil SA að leggja til nýjar leiðir í
kjarasamningum. Þær fela meðal
annars í sér uppstokkun á áratuga
gömlu launakerfi með sameiginlega
hagsmuni launafólks og fyrirtækja
að leiðarljósi. Hækka þurfi grunn-
laun, lækka samningsbundnar
álagsgreiðslur á laun og minnka yfir-
vinnu. Lág grunnlaun í samanburði
við heildarlaun, háar álagsgreiðslur
og mikill ósveigjanleiki í skipulagi
vinnutíma svarar illa þörfum at-
vinnulífsins að mati SA. Einnig komi
til greina að skoða hvernig stuðla
megi að því að lægstu dagvinnulaun
dugi betur til framfærslu.
Eins og staðan er ber of mikið á
milli samningsaðila og það stefnir í
hart. Verkföll vofa yfir.
Ofurlaun lengi verið bitbein
Laun forsvarsmanna Samtaka at-
vinnulífsins ber iðulega á góma í
kringum endurnýjun kjarasamn-
inga þar sem þeir sem lægst hafa
launin í íslensku þjóðfélagi leita
mannsæmandi kjara. DV ákvað því
að taka saman yfirlit yfir laun þessa
fólks. Stjórnin er að mestu skip-
uð sterkefnuðu fólki sem flest er í
forsvari fyrir hin ýmsu stórfyrirtæki.
Stjórnar menn hafa ekki aðeins háar
tekjur heldur eru þeir í mörgum til-
fellum valdamikið stóreignafólk,
stöðu sinnar vegna.
Allar þær upplýsingar sem hér
birtast eru samkvæmt nýjustu,
fyrirliggjandi og áður birtum op-
inberum gögnum. Upplýsingarn-
ar eru fengnar ýmist úr nýjustu árs-
reikningum þeirra stórfyrirtækja
sem viðkomandi stjórnarmaður
starfar fyrir eða úr tekjublöðum DV
eða Frjálsrar verslunar sem komu
út síðastliðið sumar. Upplýsingar í
tekjublöðunum miðast við útreikn-
inga úr álagningarskrá ríkisskatt-
stjóra fyrir tekjuárið 2013. Launin
eru birt með fyrirvara um breytingar
á starfshögum og tekjum viðkom-
andi síðan þá. Einhverjir störfuðu
á öðrum vettvangi hluta úr ári á því
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
V
ilhjálmur Birgisson, for-
maður Verkalýðsfélags
Akraness, er einn þeirra
sem skotið hafa föstum
skotum, bæði í ræðu og riti, á
stjórnina vegna hárra launa stjórn-
armanna. Hann skrifaði með-
al annars í pistli á vef félags síns
á dögunum að fólk með um og
yfir þrjár milljónir á mánuði hefði
engan skilning á kjörum lágtekju-
fólks og afstaða þeirra og hroki
birtist bersýnilega þegar fjallað
væri um kjör þess.
„Fólk sem er með svona ofur-
laun hefur ekki nokkurn einasta
skilning á kjörum verkafólks og
hvað það er að þurfa að berjast
fyrir því að láta enda ná saman í
hverjum einasta mánuði,“ segir
Vilhjálmur í samtali við DV.
„Afstaða þessa fólks myndi
breytast hratt og vel ef það þyrfti
að upplifa það að lifa á slíkum
kjörum og framfleyta sér og sín-
um. Við yrðum fljót að semja við
þau ef þau væru á þessum kjör-
um sjálf.“
Enginn skilningur
hjá ofurlaunafólki
Yrði fljótur að semja við þau ef þau væru á lágmarkslaunum segir Vilhjálmur Birgisson
„Rannveig Rist, for-
stjóri Rio Tinto Alc-
an á Íslandi, er með hæst
laun stjórnarmanna með
6,5 milljónir á mánuði.