Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Síða 13
Vikublað 24.–26. mars 2015 Fréttir 13 „Ég trúi því að við finnum þær“ Forsetakosningar í Nígeríu fara fram um næstu helgi en enn bólar ekkert á týndu skólastelpunum f orseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, segist vona að níger ísk stjórnvöld nái yfir­ ráðum á þeim svæðum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa lagt undir sig. „Þeir verða veikari með hverjum deginum sem líður,“ sagði Jonathan við BBC. Forsetakosningar fara fram í Nígeríu á laugardag. Þær áttu að fara fram í febrúar, en var frestað vegna árása Boko Haram. Jonathan og stjórn­ völd hans hafa setið undir harðri gagnrýni fyrir að taka ekki harðar á samtökunum miklu fyrr en raun bar vitni og viðurkennir hann í viðtalinu að það hafi tekið of langan tíma að bregðast við ofbeldisverkum sam­ takanna, betur hefði farið ef undir­ tökunum hefði verið náð í upphafi. Kosningarnar verða að líkindum sögulegar fari svo að forsetanum og stjórnarliðum takist að ná tökum á Boko Haram. Mótframbjóðandi hans, Muhammadu Buhari, hefur sagt að valdaseta Jonathans og sam­ herja hans hafi verið skelfileg fyrir ríkið. Trúir að stúlkurnar finnist Átökin við Boko Haram hafa staðið yfir frá 2012 og mannfallið hefur ver­ ið mikið. Að undanförnu hefur níger­ íski herinn notið aðstoðar nágranna­ ríkjanna Níger, Kamerún og Tsjad og hafa hernaðaraðgerðirnar skil­ að talsverðum árangri; það er fjöldi þorpa og bæja hefur verið endur­ heimtur og samtökin hrakin þaðan. Á fimmtudag tókst Boko Haram þó að hrifsa aftur til sín bæinn Ngala og féllu ellefu í átökunum. Bráðum verður liðið ár frá því að 219 skóla­ stúlkum var rænt frá bænum Chi­ bok í Nígeríu, en enn hefur ekki tek­ ist að finna stúlkurnar og koma þeim til síns heima. Um þær segir Jonath­ an að hann trúi því að þær séu á lífi. „Við höfum ekki séð látnar stúlkur. Það eru góðu fréttirnar. Ég trúi því að þær lifi, ég trúi því að við finnum þær.“ Ekki meira en mánuður Fram til þessa hefur Goodluck Jonathan ekki viljað viðurkenna að stjórn hans hafi gert mistök þegar kom að því að meta hættuna af Boko Haram. Hann hefur, sem áður sagði, setið undir mikilli gagnrýni bæði heima í Nígeríu og frá ráðamönnum í öðrum ríkjum vegna málsins. Ljóst er að Boko Haram­samtökin eru orðin rótgróið vandamál sem ekki er auðvelt að uppræta. Hluti þeirra sem voru áður í Boko Haram hefur fallið í átökunum en aðrir hafa flutt sig um set, farið til annarra ríkja eða flutt sig aftur inn í þorp og reynt að blandast samfélaginu að nýju. „Ég hef alla trú á því að það taki ekki meira en mánuð að endurheimta þau svæði sem tímabundið hafa fall­ ið í hendur Boko Haram. Við héldum ekki að Boko Haram myndu verða svona stórtæk. Við vanmátum stöð­ una og áhrif þeirra,“ segir Jonath­ an sem viðurkennir að Nígería hafi heldur ekki haft vopn til að takast á við samtökin. n Samtökin Boko Haram hafa verið bendluð við al-Kaída-samtökin, en fyrir skemmstu lýstu þau yfir hollustu við ISIS, íslömsku bókstafstrúarsamtökin. Um er að ræða hryðjuverkasamtök her- skárra múslima sem vilja stofna íslamskt Nígeríuríki. Það hafa meðlimir samtakanna gert með því að skipuleggja aftökur, sprengjuárásir og nú mannrán. Þúsundir hafa fallið í aðgerðum þessara hryðju- verkasamtaka. Ætlun samtakanna er að steypa núverandi stjórnvöldum í Nígeríu af stóli og koma á íslömskum bókstafslögum og reglum. Samtökin og Nígería komust í brenni- depil í apríl í fyrra þegar samtökin rændu rúmlega tvö hundruð skólastúlkum sem gengu í kristinn skóla. Lítið hefur spurst til stúlknanna frá því að þær voru teknar en nokkrar þeirra gátu flúið. Aðrar hafa ekki fundist. Nígerísk stjórnvöld hafa gert ótal til- raunir til þess að koma uppljóstrurum og njósnurum fyrir innan raða samtakanna en það hefur nærri undantekningarlaust mistekist. Það veldur því að erfitt reynist að átta sig á samtökunum, kortleggja þau og leysa þau upp. Boko Haram „Við höfum ekki séð látnar stúlkur. Það eru góðu fréttirnar. Ég trúi því að þær lifi, ég trúi því að við finnum þær. Damasak Nígerískir hermenn halda hér á fána Boko Haram-samtakanna sem gerður var upptækur þegar að stjórnarliðar náðu aftur tökum á bænum Damasak. MynD REuTERs Goodluck Jonathan Forseti Nígeríu viðurkennir að mistök hafi ver- ið gerð í baráttunni við Boko Haram. Ásta sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.