Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Qupperneq 18
Vikublað 24.–26. mars 20152 Veitingar - Kynningarblað
B
rooklyn Bar & Bistro var
opnaður um miðjan
október 2014 að Austur-
stræti 3 í Reykjavík. „Okkur
fannst húsið í þessum New
York-stíl, Brooklyn-legt, og ákváð-
um því að nefna staðinn því nafni,“
segir Andrés Þór Björnsson, sem á
staðinn ásamt Ómari Ingimarssyni.
Húsnæði og matseðill í anda
Brooklyn
Andrés og Ómar tóku allt húsnæð-
ið í gegn og endurhönnuðu í anda
Brooklyn og fengu þeir Örn Töns-
berg, betur þekktan sem Össi til að
graffa staðinn að utan. Girnileg-
ur matseðillinn er
einnig í anda New
York, hamborgar-
ar, steikur, salöt og
fleira. Grillað er á
kolagrillum og eru
allir réttir nefndir
eftir þekktum að-
ilum sem tengjast
Brooklyn, til dæm-
is Al Pacino- og Jay
Z-hamborgarar,
Central Park-salat,
Tupac Shakur-rif
og réttirnir Batman
og Superman fyrir
börnin.
Staðurinn hefur
verið vel sóttur frá upphafi,
bæði á daginn og kvöldin. „Orðið á
götunni er að við séum með bestu
hamborgarana í bænum,“ segir
Andrés. Hann nefnir jafnframt
að Teitur Atlason bloggari sem er
grænmetisæta hafi heimsótt stað-
inn og síðan sagt frá því að á Brook-
lyn Bar & Bistro hafi hann fengið
besta grænmetisborgarann í bæn-
um, en hann er númer 5 á matseðl-
inum og heitir Spike Lee-borgari.
Fyrirpartístemning, trúbador
og DJ um helgar
Um helgar er fyrirpartístemning,
fólk kemur og fær sér að borða og
situr svo og spjallar. Boðið er upp á
trúbador allar helgar frá kl. 23–01
og DJ eftir það fram að lokun.
Staðurinn er á þremur hæð-
um og á þriðju hæð er bar þar sem
að hægt að setjast eða dansa, þó
að dansgólfið sé ekki stórt. Þriðja
hæðin er einnig leigð út fyrir
einkasamkvæmi fyrir hópa, en allt
að sextíu manns komast þar fyrir.
„Það kom okkur á óvart hversu
vinsælt hefur verið að leigja þriðju
hæðina,“ segir Andrés.
Brooklyn Bar & Bistro er í Austur-
stræti 3, Reykjavík, síminn er 414-
1616. Opnunartími sunnudaga til
fimmtudaga kl. 11–01, föstudaga og
laugardaga kl. 11–03. n
„Orðið á götunni er að við séum með
bestu hamborgarana í bænum“
Brooklyn Bar & Bistro í Austurstræti
Graff Össi graffaði staðinn að utan.
Girnilegur
Brooklyn-
borgarinn
Stemning Svona er stemningin á kvöldin.
F
yrir tæpum tíu árum síð-
an létu hjónin Hrönn Vil-
helmsdóttir og Þórólfur
Antonsson slag standa og
keyptu húsnæðið að Loka-
stíg 28 í Reykjavík sem nýkomið var
í sölu og opnuðu kaffihúsið Loki.
Kaffihúsið var rekið á annarri hæð
hússins og á þeirri fyrstu rak Hrönn
hönnunarverslun. Vegna vin-
sælda sprengdi kaffihúsið þó fljót-
lega utan af sér og er í dag á fyrstu
tveimur hæðunum, á þeirri þriðju
er Hrönn með hannyrðaverkstæði
og þar er einnig bakarí, þar sem
margrómað rúgbrauð staðarins er
bakað ásamt fleira góðgæti. „Þetta
er búið að vera mjög mikið ævin-
týri,“ segir Hrönn.
Nóg hefur verið að gera alla daga
frá opnun og eykst með hverju ár-
inu. Úti um glugga kaffihússins blas-
ir Hallgrímskirkja við, sem nær allir
ferðamenn sem koma til Reykjavíkur
koma að skoða. Eftir skoðunarferð
um kirkjuna liggur því beint við að
setjast niður á Loka og fá sér soð-
inn fisk, hangikjöt, kjötsúpu, harð-
fisk, hákarl, flatkökur, rúgbrauð eða
aðra íslenska og þjóðlega rétti sem
staðurinn býður upp á. „Við ákváð-
um strax að setja okkur ramma hvað
matinn varðar og höfum síðan leik-
ið okkur innan hans, í stað þess að
bæta við hann,“ segir Hrönn.
Innréttingarnar eru skemmti-
legar og persónulegar, glugga-
tjöldin prýða myndir af Hallgríms-
kirkju, sem Þórólfur tók daglega
út um eldhúsgluggann á fyrrum
heimili þeirra hjóna á Barónsstíg.
Margar myndanna hanga einnig á
veggjum Loka. Á fyrstu hæð er svo
hægt að kaupa hönnun Hrannar,
þar á meðal púða með myndum
unnum úr málverkinu sem prýðir
efri hæð kaffihússins.
Málverk
Á efri hæð Loka prýðir einstakt
listaverk einn vegg salarins, þar
sem sögur af Loka Laufeyjarsyni
úr norrænu goðafræðinni lifna
við. Listamennirnir Siggi Valur og
Rafaella, sem unnu meðal annars
saman í Latabæ, eiga heiðurinn
að listaverkinu. Siggi teiknaði og
saman stóðu þau í fimm vikur og
máluðu þetta magnaða listaverk á
vegginn. Hrönn segir að sumir gest-
ir hafi mætt reglulega þessar fimm
vikur til að fylgjast með ferlinu.
Verkið lýsir nokkrum atriðum
úr norrænni goðafræði þar sem
Loki birtist í ýmsum hlutverkum,
enda var hann hreint ólíkindatól.
Sögurnar af Loka tengjast einnig
götunum í nágrenni kaffihússins:
Freyjugata, Baldursgata, Haðarstíg-
ur, Óðinsgata, Þórsgata og Loka-
stígur.
„Við vildum tengja staðinn við
hverfið og það er jafnvel algengt
að Reykvíkingar átti sig ekki á því
að göturnar hér eru nefndar eft-
ir persónum úr norrænu goða-
fræðinni,“ segir Hrönn. „Fjöldi
ferðamanna hefur smá innsýn í
söguna og þó að bandaríski risinn
Marvel hafi til dæmis útbúið sína
útgáfu af persónunni Þór þá verð-
um við að hampa okkar útgáfu.“
Það er því tilvalið að bregða sér
í miðbæinn á Loka, skoða lista-
verkið og fræðast um eða rifja upp
sögurnar um Loka og bragða sér á
þjóðlegum og ljúffengum réttum.
Kaffihúsið Loki er á Lokastíg 28,
Reykjavík, síminn er 466-2828, net-
fang loki@loki.is. Afgreiðslutími
er mánudaga til laugardaga frá kl.
09.00–21.00 og sunnudaga frá kl.
11.00–21.00. n
Kaffihúsið Loki: þjóðlegt og vinsælt
Matur og þema - tenging við menningararfinn og hverfið í kring