Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Qupperneq 19
Vikublað 24.–26. mars 2015 Veitingar - Kynningarblað 3
H
jónin José Garcia og
Þrúður Sjöfn Sigurðardótt-
ir reka veitingastaðina Car-
uso og Casa Grande, sem
áður hét Tapashúsið. Sá
fyrri hefur verið vinsæll og þéttset-
inn þau 15 ár sem hjónin hafa rek-
ið hann, en staðurinn hefur verið
opinn í 20 ár og fyrir tveimur árum
keyptu hjónin Tapashúsið sem varð
strax vinsæll veitingastaður með-
al unnenda spænskrar matargerð-
ar. Nokkurs misskilnings hefur þó
gætt með nafnið og gestir sem ekki
þekkja til ruglað Tapashúsinu og
Tapasbarnum saman.
Eftir að Caruso var fluttur í
Austur stræti 22 í desember 2014
varð eigendunum ljóst að smá
áherslubreytingar varð að gera.
Húsnæðið var minna en það eldra
og því ekki hægt að taka á móti stór-
um hópum eða bjóða upp á alla rétti
sem áður höfðu verið í boði.
„Því var ákveðið að breyta
veitingastaðnum við höfnina, stað-
urinn fær nýtt nafn Casa Grande
og á fimmtudaginn næstkomandi
verður formlegt opnunarpartí.
Matseðlinum er breytt í leiðinni og
í boði er úrval spænskra rétta eins
og áður og pítsurnar sem hafa verið
mjög vinsælar á Caruso bætast við
matseðilinn á Casa Grande,“ segir
José.
Afslöppuð spænsk stemning,
góður matur og góð þjónusta
Stemningin er áfram afslöppuð og
skemmtileg og áhersla lögð á góðan
mat og góða þjónustu. Við anddyrið
er komin vistleg og skemmtileg setu-
stofa, þar sem að hægt er að fylgjast
með starfsfólkinu við barinn og í eld-
húsinu og góð aðstaða er á efri hæð-
inni til að taka við hópum, þar sem
allt að 60 manns geta setið til borðs.
Um leið og vorar bætist útisvæð-
ið við, hitalampar eru úti og hægt
verður að borða úti við þrjár hlið-
ar hússins. Útsýnið er frábært: sjór-
inn og höfnin með sínu fjölbreytta
og iðandi mannlífi, en mikill fjöldi
ferðamanna sækir höfnina og Casa
Grande um leið.
Casa Grande er við Ægisgarð 2,
Reykjavík, síminn er 512-8181, casa-
grande@casagrande.is Opnunar-
tími er virka daga kl. 12.00–22.30,
föstudaga og laugardaga kl. 12.00–
23.30 og sunnudaga frá kl. 16.00–
22.30.
Caruso er við Austurstræti 22,
Reykjavík, síminn er 562-7335, car-
uso@caruso.is. Opnunartími er
virka daga kl. 11.30–22.00, föstu-
daga kl. 11.30–23.30, laugardaga kl.
12.00–23.30 og sunnudaga kl. 17.00–
22.00. n
Spænsk stemning, góður
matur og góð þjónusta
Aðalsmerki Casa Grande við Ægisgarð
myndir sigtryggur Ari