Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2015, Page 40
24 Menning Vikublað 24.–26. mars 2015
Að lifa af í Berlín
N
ei, Robin Williams er ekki ris-
inn upp frá dauðum. Hér er
um að ræða mynd á Þýskum
kvikmyndadögum sem nú
standa yfir í Bíó Paradís. Jack þessi
hefur aldrei hitt föður sinn, en nafn
hans gefur mögulega til kynna hvað-
an sá er. Hálfbróðir hans heitir hins
vegar Manuel, en báðir eru aldir
upp hjá einstæðri móður í Berlínar-
borg. Sú notar ansi frjálslyndar upp-
eldisaðferðir, kippir sér til dæmis
lítið upp við það þó Jack gangi inn
á hana í miðjum samförum og biðji
hana að smyrja samloku.
Ekki líður þó á löngu þar til féló
bankar upp á og kemur Jack fyr-
ir á vistheimili. Þar er hann barinn
af eldri strákunum og við virðumst
vera stödd í dæmigerðri listabíó-
mynd, þar sem segir frá afdrifum
fátæks barns og þar sem allt verður
stöðugt verra, sem er þessa dagana
farin að verða álíka mikil klisja og
hamingjusami Hollywood-endir-
inn. Jack kemur þó á óvart. Hann
strýkur af heimilinu, sækir bróð-
ur sinn og saman fara þeir á ferða-
lag um Berlínarborg í leit að móður
sinni.
Stundum minnir myndin nán-
ast á Terminal, þar sem Tom Hanks
þurfti að lifa á ókeypis tómatsósu-
pökkum skyndibitastaðanna, en
strákarnir gera sér mjólk og sykur-
borð kaffihúsanna að góðu, „sur-
vivalistar“ stórborgarinnar. Fyrir
„Berlínarþekkjara“ er líka gaman að
sjá þá dúkka upp úr neðanjarðar-
lestinni hér og hvar í bænum, en
Svisslendingurinn og leikstjórinn
Berger er sérstakur áhugamaður um
borgina og kemur henni vel til skila.
Og þó viðfangsefni myndarinnar sé
vissulega lítilmagninn kemst hún af
án óþarfa tilfinningakláms og tekst,
þegar upp er staðið, að vera ágætis
skemmtun líka. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kvikmyndir
Jack
Leikstjórn og handrit: Edward Berger
Aðalhlutverk: Ivo Pietzcker, Georg Arms,
Johann Fohl.
Sýnd í Bíó Paradís
Berlínaræska Myndin fjallar um óvenju-
legt uppeldi og erfiða æsku í Berlín, en
leikstjórinn nær að fanga anda borgarinnar
að mati gagnrýnanda.
Möguleikar fyrir skáldin
Skíðblaðnir er raftímarit helgað smásögum
F
yrsta tölublað bókmennta-
tímaritsins Skíðblaðnis er
komið út. Skíðblaðnir er raf-
tímarit helgað smásögum og
í fyrsta heftinu eru fimm áður
óbirtar smásögur eftir Einar Lövdahl,
Guðrúnu Ingu Ragnarsdóttur, Magn-
ús Sigurðsson, Ragnar Helga Ólafs-
son og Sólveigu Johnsen. Ritstjóri er
Sverrir Norland. Dagur Hjartarson
situr í ritstjórn ásamt Sverri og Ragnari
Helga. Hægt er að lesa tímaritið á
heimasíðu þess www.skidbladnir.is
Dagur er spurður hvernig hug-
myndin að rafbókmenntatímariti
hafi kviknað og segir: „Við Ragnar
Helgi höfum lengi verið að velta fyr-
ir okkur útgáfulandslaginu á Íslandi.
Skíðblaðnir var bæði til út af þeim
pælingum en einnig vegna þess að
báðir skrifum við smásögur og höf-
um ástríðufullan áhuga á smásagna-
forminu. Á Íslandi eru ekki mörg tæki-
færi til að fá birtar eftir sig smásögur.
Tímarit Máls og menningar og Stína
eru fín blöð en einskorðast við nokk-
uð lokaðan hóp. Við vildum bæta úr
þessu og þá kviknaði sú hugmynd
að búa til smásagnatímarit á netinu.
Okkur fannst skemmtileg hugmynd
að hægt væri að rekast á tímarit á
netinu þar sem væru á einum stað
smásögur eftir jafn ólíka höfunda og
Guðrúnu Evu, Gyrði og Yrsu.
Útgáfuheimurinn er að breytast.
Í hinum enskumælandi heimi hef-
ur átt sér stað rafbókabylting en hér
á landi er viss hneigð til að streitast á
móti þessum breytingum. Menn hafa
verið að velta því fyrir sér hvernig for-
leggjarar hagnast á rafvæðingu bók-
arinnar, en við viljum velta því upp
hvaða möguleikar séu í boði fyrir
skáldin og skáldskapinn. Getum við
nýtt okkur þessa miðla til að gera eitt-
hvað spennandi?“
Smásaga talin raunveruleiki
Áætlað er Skíðblaðnir komi út fjórum
til fimm sinnum á ári og nokkrar smá-
sögur verði í hverju hefti. „Efnið verð-
ur fjölbreytt og við stefnum saman
ólíkum höfundum því smásagan er
góður vettvangur fyrir lesendur til
að kynnast höfundum,“ segir Dagur.
Þegar hann er spurður hvort honum
finnist íslenskir lesendur sýna smá-
sögum mikinn áhuga segir hann:
„Ég held að smásagan eigi ekki erfitt
uppdráttar meðal lesenda en þeir
eiga erfitt með að komast í smásögur.
Það er ekki mikið um útgáfu á smá-
sagnasöfnum, kannski vegna þess að
forleggjarar hafa ekki góða reynslu af
því. Íslenskir höfundar skrifa langar
skáldsögur en gefa ekki stutt sýn-
ishorn í smásögum eins og til dæmis
amerískir höfundar.“
Dagur segir viðbrögðin við fyrsta
tölublaði hafa verið góð og skemmti-
leg. Smásaga Ragnars Helga Ólafs-
sonar hefur vakið nokkra athygli. Sú
saga er skáldað bréf frá fyrrverandi
aðstoðarforstjóra Fasteignasýslu rík-
isins. Sagan rataði inn á Facebook-
síðu Hagsmunasamtaka heimilanna
þar sem menn þar á bæ töldu hana
vera raunverulegt bréf og vangaveltur
urðu um það baktjaldamakk og þá
eyðslu á almannafé sem kom fyrir í
sögunni.
Hnoðar lífi í skáldsögu
Dagur á ekki sögu í fyrsta tölublaði
Skíðblaðnis, en býst við að það verði
seinna. Hann er verðlaunaskáld,
hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2012 fyrir ljóða-
bók sína Þar sem vindarnir hvílast og
fleiri einlæg ljóð. Smásagnasafn hans
Eldhafið yfir okkur kom út árið 2013
í rafbók. „Nú er ég að berjast við að
halda lífi í skáldsögu sem ég hef verið
að hnoða lífi í reglulega síðasta árið,“
segir hann. „Það er ekki víst hvenær
hún kemur út, kannski næsta haust.
Mig langar til að hún komi bæði út í
bók og sem rafbók. Eldhafið yfir okk-
ur kom út sem rafbók en fáir tóku eftir
því en seinna komu smásögurnar út á
bók og fleiri tóku eftir þeim. Íslenskur
bókamarkaður og íslenskir lesendur
eru ekki ennþá tilbúnir fyrir rafbók-
ina en með útgáfu Skíðblaðnis erum
við að ýta lesendum í þá átt.“ n
„Menn hafa verið að
velta því fyrir sér
hvernig forleggjarar hagn-
ast á rafvæðingu bókar-
innar, en við viljum velta
því upp hvaða möguleikar
séu í boði fyrir skáldin og
skáldskapinn.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Dagur Hjartarson „Nú
er ég að berjast við að
halda lífi í skáldsögu sem
ég hef verið að hnoða lífi
í reglulega síðasta árið.“
MynD SiGtryGGur Ari
Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík • S: 511-7000 • Opið virka daga kl. 10–18
Innrammarinn.is
PANTAÐU Á NETINU
Project1_Layout 1 24/11/2011 12:58 Page 1
Kenro
myndaalbúm
og tilbúnir
rammar