Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 19
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Fréttir 19 „Brjóst eru ekkert merki- legri en hvað annað“ n Eldri kynslóðir baráttukvenna hrifnar af brjósta byltingunni n Kynslóðabil í kvennabaráttunni Kristín Ástgeirsdóttir Fyrrverandi þingmaður Kvenna- listans og framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Stúlkur á Austurvelli Byltingarsinnuð kynslóð ungra kvenna. Mynd Sigtryggur Ari Sigríður dúna Kristmundsdóttir Fyrrverandi þingmaður Kvennalistans og prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. LAKKVÖRN +GLJÁI Sterk og endingargóð gljávörn! Made in GerMany Since 1950 Hefur hlotið frábæra dóma! Þorgerður Einarsdóttir Prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. segir eina í boðinu hafa tekið eftir því í sundi að konur á hennar aldri stæðu naktar í sturtu eins og ekkert væri en ungu stelpurnar hefðu ver- ið feimnari, líkt og þær hefðu eitt- hvað að fela. ,,Og þá veltum við því fyrir okkur. Hvað hefur gerst? Ég held að svarið sé klámvæðing.“ Sigríður segir það merkilegt við brjóstabyltinguna og umræðuna um kynferðisofbeldi að hvort tveggja snúi að líkama kvenna. „Þegar við vorum í Kvennalistanum vorum við að mótmæla skipulagi samfélagsins, að á konur væri ekki hlustað og ekki væri tekið tillit til þeirra. Líkaminn var ekki umræðu- efni. Brjóst ekkert merkileg.“ Hún segir að í kringum tíunda áratuginn hafi hlutirnir farið að breytast. Í dag finni ungar kon- ur meira fyrir því að líkami þeirra sé bæði hlutgerður og niðurlægð- ur með klámi. Þar af leiðandi verði líkaminn ókunnugur konunni sem býr í honum. „Þessi brjóstabylting felur í sér mótmæli gegn klámvæðingu, við að hlutgera líkama kvenna og niðurlægja hann.“ Að lokum bætir hún við: „Ég hef rannsakað kvennabaráttu í gegn- um tíðina og hún kemur í bylgj- um eins og eldgos. Fyrst mynd- ast þrýstingur og svo allt í einu gýs úr sprungunni. Það gaus úr sprungunni þegar Kvennalistinn varð til, fréttir af honum bárust út um allan heim og við urðum allt í einu heimsfrægar. Ég er ekki frá því að hér sé mögulega að hefjast ann- að gos.“ n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.