Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 20
Helgarblað 12.–15. júní 201520 Fréttir Erlent Dreymir þig um að grennast? DRAUMAR GETA RÆST MEÐ LYTESS Tilboðið gildir frá 11. til 15. júní á eftir farandi stöðum: Lyf & Heilsa Austurveri og í Kringlunni, Árbæjarapótek,Lyfjaver Apótekið Hafnarfirði, Apótekið Garðabæ, Curvys, Heimkaup.is, Lyfja Smáralind, Smáratorgi, Nýbýlavegi og Lágmúla ÞRÍÞÆTT ÁHRIF: - Grennir - Stinnir - Minnkar appelsínuhúð Sleep & Slim kvartbuxurnar minnka ummál þitt á 10 nóttum * gi ld ir á m eð an b irg ði r en da st Slim Expre ss kaupauki að verðmæti 8.000.- fylgir með hverri keyptri vö ru frá Lytess* Í stórhættu á leið í skólann Þ ótt það sé skólaskylda á Ís- landi og börn barmi sér á stundum ógurlega yfir því að þurfa að sitja í skól- anum þá líta önnur börn á skólavistina sem forréttindi. Menntun er talin vera einn mikil- vægasti grundvöllur fyrir börn til að komast út úr fátækt. Börn sem fá að mennta sig eignast oftar en ekki seinna fjölskyldur, eru ólík- legri til að vera neydd til að vinna og sjaldgæfara er að ungar stúlk- ur sem hafa fengið að mennta sig séu neyddar í hjónaband. Börnin á myndum hér fyrir neðan leggja mikið á sig fyrir ferðalagið í skól- ann og eins og sést getur leiðin ver- ið afar hættuleg. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Alelda Lítill drengur með bakpoka gengur framhjá alelda flutningabílum í Nowshera í Pakistan árið 2011. Byssumenn höfðu kveikt í 40 bifreiðum NATO í Afganistan og öðru eins í Pakistan. Þverhnípi Skólastúlkur ganga yfir planka til að komast í skólann. Þær þurfa að ferðast yfir Galle fort á Sri Lanka. Fyrsti dagur skólaársins Nemendur í vaðstígvélum nota stóla til að komast í skólann í Taytay í Manilla á Filippseyjum. Kennarar við skólann segja hann hafa verið byggðan á grunni ruslahaugs og segja að fyrir vikið flæði reglulega inn í skólann. Nemendurnir eru öllu vanir og komast um skólann á sinn eigin hátt. Á hjólinu Skólapiltar ýta á undan sér reiðhjólunum sínum í Ahmedabad á Indlandi á miðju rigningatímabili í júlí 2013. Miklar rigningar urðu að heilmiklum flóðum, en börnin létu þau ekki stöðva sig og fóru sem leið lá í skólann. Fjallvegurinn Xu Lingfan fylgir nemendum eftir háfjallavegi þar sem þau eru á leið sinni í skólann. Xu er skólastjóri Banpo-grunnskólans í Bijie í Guizhou í Kína. Börnin stunda nám efst í fjallinu. Xu kennir þeim bæði leikfimi og stærðfræði auk þess sem þau fá aðra kennslu. 68 nemendur eru í skólanum. Börnin ferðast þessa leið alla daga, í öllum veðrum og Xu fylgir þeim alltaf. 40 ár eru síðan leiðin var útbúin og hún hefur ekkert breyst á þeim tíma. Hættuslóð Nemendur ríghalda sér í handrið gert úr vírum og stáli þar sem þau smokra sér yfir brú sem er að hruni kominn. Börnin voru á leið í skólann í Sanghiang Tanjung þorpinu í Indónesíu. Flóð í Ciberang-ánni hrifsuðu með sér hluta af brúnni og stórskemmdu hana. Börnin hættu sér engu og síður yfir hana, en Sofiah, sem sést fremst á myndinni, segir að þau þyrftu að ganga um hálftíma lengur ef þau veldu sér aðra leið og yrðu þá of sein í skólann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.