Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 24
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Návígið mikla Uppnám er í réttarkerfinu vegna óskar Ólafs Ólafssonar um endur- upptöku Al-Thani-málsins. Þrír í nefndinni hafa lýst sig vanhæfa og hæfi eins varamannsins hefur verið dregið í efa. Má furðu sæta að fulltrúar í svo mikilvægri nefnd tengist all- ir ákæruvaldinu með beinum hætti. Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs, segir á Face- book að málið sýni hversu sam- ofið íslenskt samfélag er. „Það er einfaldlega of lítið og nátengt til að halda uppi jafn mikilvægum málaflokk og dómskerfið er. Fyrir einstaklinga sem ríkið lögsæk- ir þá eru það grundvallarmann- réttindi að dómarar séu hlutlaus- ir og séu á engan hátt tengdir, hvorki persónulega né faglega, inn í viðkomandi mál. Í svona litlu samfélagi er mjög erfitt að finna einstaklinga sem krepp- an hefur ekki snortið á einhvern hátt,“ segir hún. Ingibjörg telur að horfa þurfi út fyrir klíkurnar. „Í mínum huga er ljóst að við þurf- um einfaldlega að leita út fyrir landsteinana til að finna einstak- linga sem eru hæfir til að dæma í þessum málum.“ „Yfirburðamenn“ og Svavar Gestsson Sjaldgæf samstaða virðist vera um það í íslensku samfélagi að vel hafi tekist til þegar stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í vikunni. Sú niður- staða sem hefur náðst í það mál var hins vegar ekki sjálfgefin, eins og ýmsir talsmenn stjórnar- andstöðunnar vilja láta, heldur er afrakstur þrotlausrar vinnu ráð- gjafa stjórnvalda á undanförn- um misserum. Á engan er hallað þótt þar séu sérstaklega nefnd- ir til sögunnar Benedikt Gísla- son, Sigurður Hannesson og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, sem spil- uðu lykilhlutverk við að útbúa þá haftaáætlun sem var kynnt í Hörpu síðastliðinn mánudag. Fjármálaráðherra hefur látið þau orð falla, í tilefni gagnrýni sem kom fram fyrr á þessu ári um að þeir kæmu allir frá MP banka, að þeir væru allir „yfirburðamenn á sínu sviði“. Vinnubrögð stjórnvalda í þessu gríðarlega flókna hags- munamáli Íslands eru til eftir- breytni. Því var hins vegar öðru- vísi farið þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráð- herra, taldi það þjóna hagsmun- um Íslands að leita til félaga síns, Svavars Gestssonar, um að gerast aðalsamningamaður stjórnvalda í Icesave-deilunni. Sú ákvörðun skilaði sér í „glæsilegri niður- stöðu“ sem þýddi að íslenska ríkið hefði gengist við ólögmæt- um kröfum Breta og Hollendinga sem hefði kostað þjóðarbúið meira en 200 milljarða í erlend- um gjaldeyri. F ram undan er stór helgi fyr- ir íslenskt samfélag. Okkar flottasta fólk leikur mikilvæga kappleiki í dag og um helgina, á alþjóðlegum vettvangi. Fyrst ríður á vaðið A-landslið karla í knattspyrnu og mætir Tékkum í Laugardalnum. Þar er tekist á um efsta sætið í riðl- inum, þegar undankeppni EM er að verða hálfnuð. Frammistaða lands- liðsins hefur verið aðdáunarverð og vakið athygli langt út fyrir landstein- ana. Ríflega 300 þúsund manna smáþjóð er að standa uppi í hárinu á stærstu þjóðum heims í vinsælu- stu íþróttagrein í heiminum. Auðvitað þurfum við að gæta þess að ofmetnast ekki. En öldin er klárlega önnur. Stöku leikur vannst á Laugardalsvelli hér áður fyrr og þeir sigrar veittu gleði og blésu manni kapp í kinn. Nú leyfa menn sér að segja fyrir hvern leik að krafan sé sigur. Þar er ekki talað ógætilega. Þessi krafa helst í hendur við árang- ur og þá miklu fagmennsku sem nú er í kringum landsliðið og raunar landsliðin öll. Á sunnudag spilar karlalands- liðið í handbolta afar mikilvægan leik og getur með jafntefli eða sigri tryggt sér sæti í lokakeppni EM í Pól- landi á næsta ári. Að sama skapi er krafan skýr og ekki ósanngjörn. Sig- ur í Laugardalshöll. Kvennalands- liðið í handbolta er í erfiðri en ekki útilokaðri stöðu um að komast í lokakeppni á HM, en þarf að vinna upp stórt tap úr fyrri leiknum við andstæðinga sína, sem eru Svart- fellingar. Körfuboltalandsliðið okkar í karlaflokki tryggði sér farseðilinn á lokamót EM sem fram fer í Berlín í haust. Þessi staða sem hér er lýst að ofan er með hreinum ólíkind- um og ber þessari þjóð öflugt vitni. Það er ljóst að íslenska afreksfólkið er á heimsmælikvarða á ótal mörg- um sviðum. Stundum er rétt að taka sér frí frá athugasemdakerfum fjölmiðla og gleðjast yfir því sem vel er gert og njóta þess árangurs sem okkar flottasta fólk hefur náð. Einn kappleikur er ótalinn í þessari upptalningu. Ísland lagði hrægammasjóðina að velli og komst þar með inn úr kuldanum, eins og breska dagblaðið The Independent sagði í umfjöllun sinni í fyrradag. Það þurfti stjórnmálamenn sem stóðu í ístöðunum og beygðu sig ekki undan pusinu. Aðdáunarvert hefur einnig verið að fylgjast með hvernig íslenskir stjórnmálaflokk- ar fylkja sér um þennan málstað þjóðarinnar sem væntanlega kem- ur okkur á nýjan leik í hóp þjóða í fremstu röð á sviði hagsældar. Íslendingar eiga að taka sér stjórnmálamenn til fyrirmyndar um helgina og fylkja sér á bak við strák- ana og stelpurnar okkar. Með sam- stöðu og hvatningu aukast líkur á góðum árangri. n G eir H. Haarde blessaði Ísland í frægri ræðu í sjónvarpssal þann 6. október árið 2008. Í ræðunni lýsti hann þeim efnahagserfiðleikum sem Ísland stóð frammi fyrir. Sama dag lagði hann fram frumvarp að neyðarlög- um á Alþingi. Atburðarásin sem eft- ir fylgdi var ævintýraleg. Á Austur- velli loguðu eldar. Uppreisn fólksins og bylting. Á þessum miklu um- brotatímum í sögu þjóðarinnar tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við sem formaður Framsóknar- flokksins. Framsókn er flokkur heimilanna Eftir að Geir H. Haarde baðst lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt 26. jan- úar 2009 mynduðu vinstri flokkarnir minnihlutastjórn sem tók við völd- um sex dögum síðar, þann 1. febr- úar, og varði Framsóknarflokkurinn hana vantrausti. Framsókn setti fram þrjú skilyrði fyrir því að verja ríkisstjórnina falli. Þau voru að efna til stjórnlagaþings síðsumars 2009, að boðað yrði til þingkosninga í síð- asta lagi 25. apríl 2009 og síðast en ekki síst að ráðist verði í miklar að- gerðir til hjálpar heimilum og fyrir- tækjum í landinu. Síðasta loforðið sveik vinstri stjórnin. Skjaldborginni var slegið upp í kringum fjármála- fyrirtækin, ekki heimilin. Íslenskum heimilum blæddi á meðan. Hleg- ið var að tillögum Framsóknar um 20% niðurfærslu stökkbreyttra hús- næðislána. Fyrirtækin réru lífróður og fólk missti vinnuna. Kaupmátt- arskerðingin var gríðarleg og eignir brunnu upp. Það má ekki gleyma því að sumir þessara aðila hafa aldrei beðið þess bætur. Þrennan Vinstri stjórnin vildi samþykkja Icesave-samningana sem hefðu orðið til þess að núverandi og næstu kynslóðir Íslendinga tækju á sig gríðarlegar fjárhagslegar byrðar í erlendum gjaldeyri sem þjóðarbúið réð engan veginn við. Framsókn barðist gegn því og hafði sigur. Það var svo sannar- lega kosið til þings að nýju vor- ið 2013 og þá vann Framsókn kosningasigur. Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson hefur leitt rík- isstjórnina sl. tvö ár með góðum árangri. Húsnæðislán heimil- anna hafa verið leiðrétt og nú liggur fyrir áætlun um losun hafta. Forystumenn Samfylk- ingarinnar létu hafa eftir sér að þeir teldu nánast ómögulegt að afnema höftin án upptöku evru. Svo er ekki. Sú áætlun sem nú liggur fyrir er vel unnin og flest- ir sem hafa tjáð sig um hana hafa lýst ánægju sinni og telja hana betri en menn þorðu að vona. Lækka skuldir ríkissjóðs Ríkir almannahagsmunir liggja að baki afnámsáætlun stjórn- valda en hún byggist á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði. Lausnin byggist á jafnræði, virð- ir lög og alþjóðlegar skuld- bindingar. Hún stuðlar jafn- framt að því að gengi krónunnar endurspegli raunhagkerfið eftir losun hafta. Í dag er ríkissjóður að greiða um 80 milljarða í vexti á ári en með þessari aðgerð gæti vaxtagreiðsla ríkisins lækkað um ca 35 til 40 milljarða sem sam- svarar um 75% af rekstrarkostn- aði Landspítalans. Haftaafnámsferlið er grund- vallað á hagsmunum heimilanna og fyrirtækja enda er það skil- yrði aðgerðanna að raunhagkerf- ið taki ekki út frekari aðlögun en þegar er orðin. Svigrúmið er til staðar og það verður nýtt til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, öllum landsmönnum til heilla. Nánari upplýsingar um afnám hafta má finna á vef fjármála- ráðuneytisins. n Okkar flottasta fólk Fólk er þreytt á því Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir segir ákveðna þreytu komna í krúttið. – DV Það er mjög jákvætt Ég fékk að vera með Valdimar Thorlacius skjalfesti heim einbúa. – DV Silja Dögg Gunnarsdóttir Páll Jóhann Pálsson Þingmenn Framsóknarflokksins Kjallari Vel gert! Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Stundum er rétt að taka sér frí frá athugasemdakerfum fjölmiðla og gleðjast yfir því sem vel er gert Allur þorri Íslendinga tók á sig verulegan skell vegna gengisfalls íslensku krónunnar og kaupmáttarskerðingar í framhaldi Þróun nafngengis ISK frá 2000-2015. Vísitala með grunn í júní 2000. Heimild: Seðlabanki Íslands -51,8% Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir kröfuhafa reiðubúna að ljúka nauðasamningum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.