Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 37
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Fólk Viðtal 29 rýni eins og aðrir stjórnmálamenn, bæði málefnalega og ósanngjarna. „Ég held að allir hérna inni geti sagt að þeim hafi einhvern tíma fund­ ist gagnrýni ósanngjörn,“ segir Katrín og lyftir upp hendinni til að leggja áherslu á að hún sé að tala um allt þinghúsið. „En það hefur verið hreytt í mig ónotum og mér finnst alltaf erfitt að upplifa það. Ég er ekki meiri töffari en það. Mað­ urinn minn vill reyndar meina að ég sé orðin töluvert harðari en ég var, en ég finn alveg að ég er enn­ þá meyr inni í mér, þótt skrápurinn sé orðinn þykkari. Ég er viðkvæm eins og margir aðrir. Þess vegna er ég líka talsmaður þess að við reyn­ um að vanda okkur í því hvernig við tölum hvert við annað.“ Synirnir áhugasamir Katrín hefur haldið sonum sínum þremur fyrir utan sviðsljós fjöl­ miðla og var það ákvörðun sem hún tók fljótlega eftir að hún settist á þing. Henni finnst mikilvægt að þeirra líf mótist ekki af því sem hún starfar við. „Þeir veita mér samt mikinn stuðning. Ég held nefnilega að það geti verið erfitt að vera barn stjórnmálamanns en þeir hafa ver­ ið mjög skilningisríkir.“ Tveir eldri synirnir eru töluvert áhugasam­ ir um það sem móðir þeirra er að gera, en sá yngsti spáir lítið í það, enda bara fjögurra ára. Og á einmitt akkúrat afmæli daginn sem viðtalið fer fram. „Þeir vita að ég er að berjast fyr­ ir jöfnuði í launum, að allir kom­ ist á spítala og í skóla og ég reyni að útskýra hvað starfið snýst um. En svo spyrja þeir um fólkið í hin­ um flokkunum, hvort það sé hræði­ legt fólk og þá þarf ég að reyna að útskýra ólík sjónarmið. Að þetta sé alls ekki hræðilegt fólk, við séum hins vegar ósammála um hvern­ ig eigi að hugsa um samfélagið. En það er örugglega gott fyrir börn að velta þessu fyrir sér og ég veit að þeir hafa rætt málin við sína vini.“ Erfitt að taka ekki slaginn Katrín er fædd í Reykjavík og ólst upp í Álfheimum. Hún hefur alltaf verið pólitísk og haft mikinn áhuga á hinum ýmsu réttlætismálum. Strax í framhaldsskóla var hún far­ in að láta til sín taka í þeim efn­ um og gaf ekkert eftir. „Ég var mik­ ill talsmaður nemendalýðræðis og réttinda nemenda. Ég var mjög snemma baráttumanneskja, þó að baráttumálin hafi ekki alltaf verið hápólitísk. Fyrsta alvöru mómentið mitt í pólitík var líklega árið 1995 þegar ég var í Menntaskólanum við Sund. Þá hækkaði Strætó far­ gjöldin og við námsmenn í fram­ haldsskólum andmæltum því harð­ lega. Við sömdum við leigubílastöð um að allir nemendur ættu að fara með leigubílum í skólann og að það yrði ódýrara en að fara í Strætó. Ég var í stjórn Skólafélagsins í MS og við vorum fyrsti skólinn sem réðst í þessa aðgerð – sem var mjög dramatísk. Við þurftum að koma 800 nemendum í skólann í leigubíl.“ Katrín hlær þegar hún rifjar að­ gerðina upp, enda var hún ansi kaótísk. Og kannski ekki alveg nógu vel úthugsuð. „Fólk var ekkert endilega tilbúið þegar leigubílarn­ ir komu að sækja það. Sumir voru ennþá í sturtu eða jafnvel sofandi. En við mótmæltum í heila viku og náðum í Áramótaskaupið.“ Það var að vissulega afrek út af fyrir sig en mótmælin höfðu hins vegar engin áhrif á fargjaldahækkun Strætó. „Við hlógum að þessu eftir á en þetta var heilmikil barátta og mjög sýnileg. Strax þarna kom fram í mér byltingarmaður sem fékk líka útrás í stúdentapólitíkinni í Háskóla Ís­ lands. Ætli ég hafi ekki verið heil­ mikill aktívisti. Það er mjög ríkjandi í mér að taka slaginn,“ segir Katrín og hækkar róminn til að leggja áherslu á mál sitt. „Maður verð­ ur þó stundum að vera tilbúinn að taka ekki slaginn,“ bætir hún við. En svipurinn gefur til kynna að það geti reynst henni erfitt að sitja á sér. „Þegar við hjónin mætum eitthvað saman erum við stundum búin að ákveða að taka ekki slaginn um eitthvert tiltekið mál, ef það kemur upp. En það gerist samt stundum. Þótt maður ætli sér ekki að gera það,“ segir hún hálf skömmustu­ leg og hlær. „Maður verður samt að reyna að hemja sig.“ Giftingin skyndiákvörðun Katrín segir Gunnar, manninn sinn, vera mikinn áhugamann um stjórnmál. Sem betur fer. Annars gengi hjónabandið líklega ekki upp. „Hann er mér mikill stuðn­ ingur í því sem ég er að gera. Ég ímynda mér að það hljóti að vera erfitt að vera stjórnmálamaður og eiga maka sem hefur ekki áhuga á stjórnmálum.“ Þau hjónin hafa verið saman í tíu ár. Kynntust í há­ skólanum í gegnum sameigin­ legan vin en höfðu þekkst í dálítinn tíma þegar þau felldu hugi saman. Þá voru þau ekkert að tvínóna við hlutina og skelltu sér beint út í barneignir. En elsti sonurinn er nánast jafngamall sambandinu. „Þetta small bara allt saman hjá okkur. Svo giftum við okkur í des­ ember 2007. Gerðum það áður en barn númer tvö kom í heiminn. Ég var alveg komin á steypirinn þegar við fórum til sýslumanns og létum pússa okkar saman.“ Katrín segir að um skyndiákvörðun hafi verið að ræða og að þau hafi ekki látið neinn vita nema mæður sínar. „Allt í einu lá okkur bara á að gifta okkur. Svo kvisaðist þetta út hægt og bítandi,“ segir hún kímin. En þó að giftingin hafi farið fram í kyrrþey var Katrín ekki alveg tilbú­ in að sleppa veislunni. „Við ákváð­ um að halda brúðkaupsveislu níu mánuðum seinna, því ég hef alltaf gaman af því að halda góð partí. En var ekki alveg í standi til þess þegar við giftum okkur. Og vinkonur mín­ ar héldu gæsapartí fyrir brúðkaup­ ið. Svo settum við hringana upp ári seinna. Þannig að þetta gerðist allt í mjög skrýtinni röð.“ Fyrsti þungaði ráðherrann Yngsti sonur þeirra hjóna fæddist svo árið 2011 en þá gegndi Katrín embætti menntamálaráðherra og vakti þungunin því töluverða athygli. „Það var frekar óvænt. Eða ekki neitt sérstaklega planað, frekar en annað í mínu lífi. Við hjónin vor­ um úti í Stokkhólmi þegar það rann upp fyrir mér að ég væri líklega ófrísk og það var bara frábært.“ Katrín viðurkennir að flestir í kringum þau hafi orðið frekar hissa þegar þau sögðu frá því að þriðja barnið væri á leiðinni. „Og allir í þinginu gjörsamlega misstu and­ litið,“ segir Katrín hlæjandi, enda ekki fordæmi fyrir því að ráðherr­ ar væru þungaðir. „En það var mjög gaman að vera fyrsti ráðherrann til að verða ófrískur í embætti. Ég lét ástand mitt ekkert stoppa mig og þetta gekk bara vel. Svo varð nafna mín Júlíusdóttir ófrísk skömmu síð­ ar – að tvíburum – og það var mjög gaman. Það skiptir miklu máli fyrir jafnrétti kynjanna að ráðherrar geti líka orðið ófrískir. Að það sé eðli­ legur hlutur. Að maður þurfi ekki að hafna því að eiga fjölskyldu þótt maður sé í stjórnmálum. Það verður að geta farið saman. Þótt við séum oft mjög ósátt hvert við annað hérna í þinginu þá finnur maður líka sam­ stöðu í kringum svona mál.“ Horfði á þingrásina og straujaði bleiur Katrín segist hafa mætt miklum stuðningi, bæði innan flokks og utan. „Svo er enginn ómissandi og ég fann það þegar ég þurfti að hverfa frá. Það kemur maður í manns stað. Svandís Svavarsdótt­ ir, sem var þá umhverfisráðherra, gegndi embættinu fyrir mig með­ an ég var í fæðingarorlofi. Og það var stórkostlegt hjá henni að styðja þannig við mig. Það eru forréttindi að eiga slíkan félaga sem gerir það. Og ég fékk mikinn stuðning við að þetta yrði gert svona því þetta var auðvitað fordæmisgefandi fyr­ ir framhaldið.“ Þótt stuðningurinn hafi verið mikill segir hún þónokkra hafa komið að máli við sig þegar hún var ólétt og spurt hvort hún ætlaði að hætta í stjórnmálum. Hvort hún nennti þessu ekki leng­ ur og hvort þetta væri hennar leið út af þingi. Katrín vann alveg fram á sett­ an dag, en byrjaði þá í fæðingar­ orlofi þó að barnið léti bíða eftir sér í nokkra daga. Hún viðurkenn­ ir að það hafi verið skrýtin upplif­ un að vera heima að strauja bleiur og raða fötum á meðan kollegar hennar héldu sínu striki niðri á Al­ þingi. „Ég sat bara heima og horfði á þingrásina og tuðaði við sjón­ varpið um að ég hefði nú sagt þetta og hitt. Maður er nefnilega stund­ um gjörsamlega heltekinn af því sem er að gerast í þinginu. En um leið og ég fékk nýtt barn í hendurn­ ar þá gleymdi ég öllu öðru,“ seg­ ir Katrín sem sneri svo aftur í ráð­ herrastólinn eftir fimm mánaða fæðingarorlof. Vill ekki gæðastundir Þegar Katrín er ekki í vinnunni nýtur hún þess að verja tíma með fjölskyldunni sinni, en þau leggja þó ekki mikið upp úr því að eiga gæðastundir saman. Katrín hlær þegar hún útskýrir þá hugmynda­ fræði fyrir blaðamanni. „Við lát­ um okkur þess vegna bara leið­ ast saman. Það er mjög gott, því það á ekkert alltaf að vera gaman. Og það gengur mjög vel hjá okkur. Það eru einföldu hlutirnir sem eru bestir, finnst mér. Að fara út í labbi­ túr, jafnvel með nesti, það er mjög skemmtilegt. Við höfum öll gaman af útivist og svo erum við öll lestrar­ hestar.“ Hún er sjálf með meistara­ gráðu í íslenskum bókmenntum og gengur svo langt að kalla sig lestr­ arfíkil. Synir hennar eiga því ekki langt að sækja bókmenntaáhug­ ann. En Katrín kýs ákveðnar bók­ menntir fram yfir aðrar, og það eru glæpasögur sem fanga huga henn­ ar. Meistararitgerð hennar fjall­ aði einmitt um slíkar bókmennt­ ir. Þá hélt hún í fyrra námskeið í glæpasögum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. „Mér fannst það sjálfri hrikalega gaman,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég vona að nem­ endunum hafi þótt jafn gaman.“ Þegar Katrín hefur farið yfir þessi tvö helstu áhugamál sín man hún skyndilega eftir einu frekar nýtilkomnu. „Á síðari árum hef ég verið að fá sífellt meiri áhuga á matseld. Ég held að það sé elli­ merki. Mér fannst aldrei gaman að elda þegar ég var yngri en nú finnst mér það mjög skemmtilegt. Ég er að prófa alls konar nýja rétti en verð mjög döpur þegar sonunum finnst maturinn ekki góður og biðja frekar um pylsur,“ segir Katrín sem lætur það þó ekki aftra sér frá því að gera á þeim frekari tilraunir. „Ætli ég sé ekki fyrst og fremst mjög venjuleg manneskja. Frekar týpísk. Ég spái annars líka mikið í afþreyingar­ og poppmenningu og finnst hún skemmtileg. Hún er ákveðin vísbending um hvað fólk er að hugsa. Ég reyni að fylgjast vel með því sem er að gerast. Og það tengist áhuga mínum á glæpasög­ um. Það er mikilvægt að hafa eitt­ hvað slíkt, fyrir utan fjölskylduna, til að kúpla sig frá vinnunni. Fjöl­ skyldan er mikilvæg og vinnan er mikilvæg en það er nauðsynlegt að hafa eitthvað fleira til að halda sér við. Viðhalda áhuganum á lífinu.“ Hrædd við geimskrímsli En af hverju hefur Katrín svona mik­ inn áhuga á glæpasögum? Hvað er það sem heillar hana við morðgát­ ur og annan óhugnað? „Ég held að áhuginn sé tilkominn því ég lifi svo hræðilega venjulegu lífi að ég verð að finna spennuna annars staðar. Sem betur fer lifi ég venjulegu lífi því ég vil ekki lifa spennandi lífi. Það er kínversk bölbæn sem seg­ ir: „Megi líf þitt verða áhugavert.“ Ég hugsaði einmitt mikið um hana þegar hrunið skall á árið 2008. Þá fannst mér lífið einmitt orðið full áhugavert og skildi af hverju þetta er bölbæn. Glæpasögurnar eru mín leið til að fá útrás fyrir spennuþörf sem við erum flest með. En þær eru auðvitað misgóðar, sumar eru fínn skáldskapur og aðrar ekki.“ Katrín vill þó ekki hafa glæpa­ sögurnar of hræðilegar, hún seg­ ist vera of viðkvæm til þess, sér­ staklega eftir að hún eignaðist börn. „Þegar ég var yngri horfði ég á hryllingsmyndir með ógeði en ég get það ekki lengur,“ segir hún og hryllir sig með tilþrifum við til­ hugsunina. „Ég lifi mig líka svo inn í sögur og bíómyndir að ég þarf að taka fyrir augun. Manninum mín­ um finnst það frekar vandræðalegt þegar ég æpi upp yfir mig í bíó af því það er geimskrímsli á tjaldinu. Þá er ég hrædd í alvörunni.“ Þjáist af aldurs- og andlitsblindu Áhugi Katrínar á glæpasögum nær alveg aftur til barnæsku, þegar hún las bækur Enid Blyton spjaldanna á milli. Svo heillaðist hún af ungu leynilögreglustúlkunni Nancy Drew og var staðráðin í að feta í fót­ spor hennar. „Ég hefði þó líklega orðið mjög lélegur spæjari því ég þjáist af svo mikilli andlitsblindu. Ég á erfitt með að þekkja fólk aftur, sem er sérstaklega slæmt í pólitík. Og fólk sér alltaf á mér að ég þekki það ekki. Ég man kannski eftir að hafa hitt viðkomandi, en alls ekki hvar eða hvenær. Svo er ég líka með aldursblindu sem er mjög óþægi­ legt. Mér finnst ég alltaf líta út fyrir að vera yngsta manneskjan á svæð­ inu, því ég sé alltaf mjög unga konu í speglinum. Og finnst allir aðrir eldri en ég. Ég get ekki áttað mig á því hvað fólk er gamalt. Ef einhver er gráhærður þá held ég að hann sé gamall. En ef ekki, þá er ég alveg úti á þekju. Ég hef verið svona aldurs­ blind alveg frá barnæsku.“ Katrín rifjar upp skemmtilega sögu, tengda upplifun hennar á aldri sínum, frá því hún kenndi einn vetur við Menntaskólann í Reykjavík, þá þrítug að aldri. „Ég hugsaði með mér að ég myndi al­ veg falla inn í hóp nemendanna, verandi jafn ungleg og ég væri. En svo var það auðvitað ekki málið. „Mér finnst ég alltaf líta út fyrir að vera yngsta manneskjan á svæðinu Ung í anda Katrínu finnst mik- ilvægt að viðhalda barninu í sér og geta fíflast. myndir SiGtryGGUr ari töframaður Katrín er fullgildur meðlimur í Töframannafélagi Íslands og hefur fram- kvæmt töfrabrögð fyrir framan áhorfendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.