Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 49
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Lífsstíll 41 M atvæli er sjaldnast það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það sér skor- dýr. Marga hryllir við litlum margfætlum og flestir reyna að komast hjá því að leggja þau sér til munns. Frum- kvöðullinn Búi Bjarmar Aðal- steinsson hefur þrátt fyrir fram- angreindar staðreyndir unnið að því að vekja áhuga fólks á nýtingu skordýra í matvæli sem nýtt og spennandi innihaldsefni. Skordýr mjög nýtin „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða sjálfbæra fram- leiðslu sem hluta að lokaverkefn- inu mínu í Listaháskólanum. Ég skoðaði hvernig við getum nýtt betur auðlindirnar sem við eig- um og þá helst í tengslum við matvæli. Ég fór að skoða sjálf- bær matvælakerfi og sérstaklega þann massa sem gengur af inn- an kerfisins. Mig langaði til þess að skoða leiðir til að nýta affall- ið betur en að búa bara til mold og þá rambaði ég inn á skordýr! Fljótlega sá ég að möguleikarn- ir þar eru endalausir bæði hvað varðar matvæli eða annað fóður.“ Búi er sannfærandi og ekki lengi að telja blaðamanni trú um að skordýr séu það sem koma skal. Hann segir skordýr ónýtta auðlind og algjört undraefni sem býður upp á óteljandi möguleika. „Skordýr eru alveg mjög nýt- in á þá fæðu sem þau fá. Ef þú ert að rækta búfénað þarftu 10 kg af fóðri fyrir hvert kíló af kjöti. En í skordýrarækt má ætla 1,5–1,7 kg af fóðri fyrir hvert kíló af skor- dýrakjöti sem þú færð á móti. Matvælaiðnaðurinn í heiminum, bæði svín, lamb og naut, eru að búa til meira af gróðurhúsaloft- tegundum heldur en samgöngur í heild. Við getum tekið sem dæmi að við rækt á 1 kg af próteini úr nautakjöti verður til 2.800 grömm af gróðurhúsalofttegundum en við sama magn af skordýrakjöti verður til 1 gramm gróðurhúsa- lofftegunda. Munurinn er næst- um því þrjúþúsundfaldur! “ Sannkölluð súperfæða Framleiðslan er sem sagt ódýr og afar umhverfisvæn en Búi er rétt að byrja því næringarinnihald skordýra er mjög gott og hentar gríðarlega vel til matvælafram- leiðslu. „Skordýrin sem við notum nefnast krybbur og í þeim er hátt próteininnihald. Í óunn- um krybbum eru um 60–70 pró- sent prótein. Ofan á það er mik- ið magn snefilefna. Í krybbum er tvisvar sinnum meira járn heldur en í nautakjöti. Í þeim eru Omega 3 og Omega 6 ásamt B12 vítamíni. Það er líka svipað magn af kalki í krybbum eins og í mjólk. Þetta er því sannkölluð súperfæða, sér í lagi fyrir konur.” Nútímafólk gerir þó ekki bara kröfu um hágæða matvæli varð- andi næringarinnihald. Orkan verður að vera bragðgóð og þar kann einhver að halda að vanda- málin verði til í tengslum við skordýr. „Alls ekki, skordýr eru bragð- góð! Fólk er með ákveðnar hug- myndir um að skordýr séu ógeðsleg og virðist þess vegna halda að þau bragðist líka ógeðs- lega. Það er því mjög áhugavert að skoða viðbrögð fólks þegar það hefur komist yfir þennan fyrsta huglæga múr og tekið fyrsta skrefið. Það búast allir við því að þetta sé ógeðslegt, en bragðið er bara milt og gott og ekki ólíkt annarri fæðu. Þá er þetta ekkert meira mál en að smakka kavíar í fyrsta skiptið og sumir verða fyr- ir hálfgerðum vonbrigðum enda býst það við því versta.“ Eins og að finna upp græn- meti „Krybbur eru litlu frændur engi- sprettna. Þetta eru dýrin sem þú heyrir í þegar þú sofnar í út- löndum. En svo er til fullt af fleiri skordýrum sem verið er að skoða nýtingarmöguleikana með. Mín upplifun er eins og við höfum verið að finna upp grænmeti. Það er hægt að borða þetta, rækta þetta og þróa á alls konar vegu. Við erum bara rétt að byrja! Skor- dýr eru hinir sönnu sigurvegar- ar, við erum til dæmis með fimm tegundir spendýra hérlendis en hundruð þúsunda tegunda af skordýrum. Mér finnst ótrúlegt hvað ég heillast mikið af skordýr- unum þrátt fyrir að hafa unnið að þessu í eitt og hálft ár því ég læri bara meira og meira hvað möguleikarnir eru endalausir.“ Búi telur að skordýr geti orðið raunverulegur matvælakostur í heiminum en til þess sé hugar- farsbreyting nauðsynleg. „Ég gæti ferðast um heiminn og sagt frá hugmyndinni um að skordýr séu sniðugur matvælakostur en það skilar engu nema fólk hafi raun- verulegan kost á að prófa slíka vöru. Þess vegna fékk ég til liðs við mig Stefán Atla Thoroddsen, vin minn, sem er markaðsfræðing- ur og saman þróuðum við okkar fyrstu vöru. Úr varð orkustöngin „Jungle Bar“ sem inniheldur m.a. krybbuhveiti. Stöngin er fram- leidd úr krybbum sem ræktaðar eru í Kanada og stefnum við fyrst um sinn á Bandaríkjamarkað. Við munum einnig reyna að koma stönginni á markað á Íslandi en það fer eftir viðbrögðum hjá Mat- vælastofnun.“ Að lokum er því eðlilegt að spyrja Búa hvernig orku- stöngin bragðast og hvort af henni sé skordýrabragð. „Bragð- ið af krybbum er milt og minnir á hnetur. Þetta er dálítið eins og að lýsa bragðinu af hveiti. Það er bragð af því en það ræðst af því sem þú setur með. Ef þú ætlar að búa til súkkulaðiköku þá seturðu innihald með skordýrunum sem bragðast eins og súkkulaði. En ef þú vilt útbúa súrdeigsbrauð þá seturðu eitthvað allt annað með. Möguleikarnir eru endalausir!“ n Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka „Skordýr eru bragðgóð“ n Búi Bjarmar hefur þróað orkustöng úr krybbum n Skordýrin bragðast eins og hnetur „Það búast allir við því að þetta sé ógeðslegt, en bragðið er bara milt og gott og ekki ólíkt annarri fæðu. Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Heillaður af skordýrum Búa Bjarmari líður svolítið eins og hann hafi fundið upp grænmeti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.