Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Qupperneq 52
Helgarblað 12.–15. júní 201544 Menning Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Perlur úr ljóðum kvenna Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna er, eins og og Perl- ur Laxness, hluti af fallegum gjafabóka- flokki For- lagsins þar sem Alex- andra Buhl sér um hönnun. Þetta er ný og aukin út- gáfa bókar- innar. Silja Aðalsteinsdóttir valdi ljóðin. Silja segist í inngangi vonast til þess að lesendur hafi enda- lausa gleði og ánægju af bók- inni. Hér skal fullyrt að svo muni verða. Perlur Nóbels- skáldsins Perlur Laxness er bók í fallegri gjafaseríu sem Forlagið gefur út. Þar er að finna yfir 700 tilvitnanir í verk Nóbelsskáldsins, Halldór Lax- ness. Þetta er fjölbreyttar tilvitnan- ir, úr sem flestum verkum skálds- ins, og þeim er deilt í á fimmta tug efnisflokka. Bók sem hægt er að gleyma sér í enda kunni Nóbels- skáldið sannarlega að orða hlutina. H amingjuveg- ur er tíunda bók Lizu Marklund um blaðakon- una Anniku Bengtzon. Fjöldi þessara bóka er staðfesting á vinsæld- um höfundar og víst má telja að lesendahópur- inn bíði ætíð spenntur eftir næstu bók. Í Hamingjuvegi finnst stjórnmálamaður á heimili sínu, illa á sig kominn eftir pyntingar. Í ljós kemur að eigin- kona hans er horfin. Lögreglukonan Nina Hoffmann rannsakar málið og blaðakonan Annika Bengtzon skrifar um það. Hvarf annarrar konu kemur síðan við sögu. Hér er á ferð glæpasaga sem er jafnframt saga um fjölskyldur, og samskipti sem oft eru erfið og flók- in. Mikið hefur gengið á í lífi aðal- persónanna, eins og dyggir lesendur þessa bókaflokks eiga að vita. Hinir sem lesa þessa bók en hafa ekki les- ið fyrri bækur fá upplýsingar í smá- skömmtum. Sem dæmi má taka að eiginmaður Anniku varð fyrir þeirri ógæfu að vera rænt í Sómal- íu þar sem mannræningjarnir skáru af honum vinstri höndina. Þegar hann var útskrif- aður af sjúkrahúsi yfirgaf Annika hann og fór að búa með yfir- manni hans. Þessi glæpa- saga verður aldrei verulega spennandi og þar skortir tilþrif. Einkalíf persóna er gríðarlega fyr- irferðarmikið og skyggir á glæp- ina, en undir lok- in kemur höfund- ur lesandanum nokkuð á óvart. Hin horfna eigin- kona í bókinni heitir Nora og greini- legt er að höfundur er í bókinni að leika sér með hliðstæður við Brúðu- heimili Ibsens. Ekki er sömu dýpt- ina að finna hjá Marklund og Ibsen, en líklega er enginn að gera sérstaka kröfu til þess. n Einkalíf og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Hamingjuvegur Höfundur: Lliza Marklund Útgefandi: Mál og menning Þýðing: Ísak Harðarson 384 bls. Í hinu heilaga rými Nína Magnúsdóttir sýningarstjóri ræðir Moskuna eftir Christopher Büchel M oskan – fyrsta mosk- an í Feneyjum eft- ir Christopher Büchel er í grunninn innsetn- ing í afhelgaðri kirkju í gamla bænum í Feneyjum. Kirkjan er endurhönnuð að innan svo að hún geti þjónað hlutverki mosku: á gólfinu er bænateppi sem vísar í átt að Mekka, heilagir textar á veggj- unum og „mihrab“ tilbeiðsluhorn. Innsetningin var unnin í samvinnu við samfélög múslima í Feneyj- um og á Íslandi sem samþykktu að nota hana sem samkomustað í þá sjö mánuði sem hátíðin stendur yfir. Þar átti einnig að bjóða upp á ýmsa kennslu og menningarviðburði fyr- ir almenning og listunnendur. Verk- ið felst því ekki aðeins í hönnun byggingarinnar heldur einnig í sam- skiptum og samtali þvert á menn- ingarheima – og nú í pólitískum og lagalegum aðgerðum stjórnvalda. Unnið með stað og sögu „Svona verk talar í mjög mörg- um lögum. Það er hægt að tala um framkvæmdina og upplifunina. En svona verk byrja í raun og veru fyrst þegar áhorfandinn kemur inn og upplifir það. Svo geta þau þró- ast í einhverjar áttir eins og núna – sem var frekar ófyrirsjáanlegt,“ segir Nína Magnúsdóttir, sýningar- stjóri íslenska skálans í Feneyjum í ár. „Listamaðurinn vinnur gagn- gert á sögulegum og staðbundn- um forsendum,“ segir Nína. „Hann kemur frá Íslandi til Feneyja með verk og er að hugsa um báða stað- ina þegar hann vinnur það. Inn- flytjendur eru mjög fáir á Íslandi og við tiltölulega nýlega byrjuð að taka inn nokkra. Og spurningar um byggingu mosku hefur orðið að pólitísku deiluefni. Það eru mjög fáir múslimar á Íslandi en þeir stefna að því að byggja sína fyrstu mosku. Í Feneyjum er aftur á móti mörg hundruð ára saga tengsla milli múslimasamfélaga og borg- arinnar, en þó hefur aldrei verið moska í gamla hluta borgarinnar.“ Túrismi og viðskipti „Þetta er líka áhugavert frá efna- hagslegu sjónarmiði. Efnahagsleg velsæld Feneyja byggði að hluta til á þessum tengslum við araba- heiminn framan af, en nú byggist hún að miklu leyti á listtúrisma. Það eru mjög fáir íbúar eftir í borginni, túristar eru 3 milljónir á ári en íbú- arnir bara 56 þúsund. Á Íslandi er þetta ekki að gerast í sama mæli en hefur tekið rosalegan kipp,“ segir Nína. Verkið á að sama skapi í sam- tali við hið byggða umhverfi sitt því hinir íslömsku þættir inni í kirkj- unni vísa að nokkru leyti út fyr- ir bygginguna: „Feneyjar voru ein helsta hafnarþjóð Evrópu og voru að selja frá arabalöndunum. Þaðan kom kaffið fyrst. En líka arkitektúr- inn og allt hið sjónræna í borginni,“ segir Nína. Fagurfræðilega hliðin hefur gleymst „Önnur hlið sem hefur verið minna talað um og hefur svolítið týnst í þessari pólitísku umræðu er hlið sem er fagurfræðileg og fögur, og jafn- vel póetísk,“ segir Nína. Moska inni í kirkju vekur ólík hugrenningatengsl um samband trúarbragða og menn- ingarheima, Guðs og Allah, vestræns trúfrelsis og útlendingaótta Evrópu. Enn annar möguleiki til að tak- ast á við verkið er að velta fyrir sér merkingu þess að búa til stað til trúariðkunar og setja hann fram sem listaverk. Sá gjörningur opn- ar á vangaveltur um tengsl þessara athafna: „Þarna á listin náttúrlega rætur sínar – í hinu heilaga rými. “ Og vill að einhverju leyti taka yfir þetta heilaga rými í dag? „Já, algjörlega. Ef þú lítur á söfnin sem tilbeiðslu- stað. Þar kemur fólk og þarf að lækka röddina, má ekki snerta listina og svo framvegis.“ n „Þarna á listin nátt- úrlega rætur sínar – í hinu heilaga rými
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.