Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 25.–29. júní 2015 Sársauki minnkar strax • Kaldur gelsvampur & gel • Lækkar hita í brunasárum um 6-7 °C • Gelsvampur helst vel á, dettur ekki af • Tea Tree & Lavender - sótthreinsar, róar & deyfir • Sterílar umbúðir Virkar á sviða og sársauka af: sólbruna - skordýrabiti brenninettlum - húðflúrum laser og núningsbruna Fæst í apótekum. Celsus ehf. www.celsus.is AbsorBurn® Kælir brunasár, hratt og lengi Telja hvali á Atlantshafi Gísli Víkingsson, hvalasérfræðing- ur hjá Hafró, stýrir hvalatalningu sem nú fer fram á Norður-Atlants- hafi. Hvalir eru taldir í fyrsta sinn í átta ár en markmiðið er að meta stofnstærðir helstu hvalategunda við landið. Morgunblaðið grein- ir frá þessu en rannsóknarskip- in Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru notuð við taln- inguna. Talið verður fram í ágúst- mánuð. Að verkefninu standa einnig Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar en leitin er skipu- lögð af Norður-Atlantshafssjáv- arspendýraráðinu, NAMMCO. Verk efnið fékk 150 milljóna króna framlag úr ríkissjóði. Hafa ekki dregið til baka uppsagnir Að sögn Önnu Sigrúnar Baldurs- dóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, hafði enginn hjúkrunarfræðingur dregið uppsögn sína til baka á miðviku- dag. Á undanförnum vikum hafa rúmlega 180 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum í tengslum við kjaradeilur við ríkið. Á þriðju- dagskvöld skrifuðu hjúkrunar- fræðingar undir samning sem hljóðar upp á 18,6% launahækk- un. Er sá samningur í takt við það sem ríkið hafði boðið áður, en Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, sagði við fjölmiðla í kjölfar undirritun- arinnar að rétt væri að láta hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um samning núna fremur en að bíða úrskurðar gerðardóms. Tíu ára áætlun vegna Dynjanda Áætlun um að efla verndun á svæðinu U mhverfisstofnun hefur í sam- starfi við landeigendur RARIK og Ísafjarðabæ lokið vinnu við gerð verndar- og stjórnun- aráætlunar fyrir náttúruvættið Dynj- anda. Áætlunin er gerð til 10 ára ásamt aðgerðaráætlun til næstu fimm ára, að því er kemur fram á vef Umhverfis- stofnunar. Markmið með áætlun- inni er að efla verndun á svæðinu og viðhalda verndargildi náttúruvættisins. Fjöldi ferðamanna sem koma á Dynj- anda hefur margfaldast á undanförn- um árum og er nú svo komið að innvið- ir á svæðinu eru ekki nægir til að taka á móti fólkinu. „Búist er við því að að aukinn fjöldi gesta heimsæki svæðið á næstu árum, ekki síst með bættu aðgengi. Gæta þarf að þolmörkum svæðisins, stuðla að því að heimsóknir dreifist yfir lengra tímabil en nú er og að ferðaþjónusta þar sé sjálfbær og valdi ekki röskun eða óþarfa álagi á lífríki svæðisins,“ segir í skýrslu Umhverfisstofnunar. Dynjandi er á appelsínugulum lista sem þýðir að svæðið er undir töluverðu álagi og við því þarf að bregðast. Í ár stendur til að fara í miklar framkvæmd- ir á Dynjanda þar sem m.a. verður farið í uppbyggingu og viðhald á göngustíg- um, endurnýjun og fjölgun á upplýs- inga- og fræðsluskiltum, auk þess sem aðstaða verður bætt á bílastæði bæði fyrir einkabíla og rútur. n freyr@dv.is Sumargjöf ÁTVR kostaði 13 milljónir n Starfsfólk fékk 60 þúsund króna göngubuxur n Fengu skó og flíspeysu í fyrra A llir starfsmenn ÁTVR fengu göngubuxur að verðmæti um 60 þúsund króna í sum- argjöf frá fyrirtækinu í byrj- un júní. Samkvæmt upp- lýsingum DV fékk ríkisfyrirtækið magnafslátt af buxunum og greiddi rúmar 35 þúsund krónur fyrir stykk- ið. Sumargjöfin kostaði ÁTVR því rúmar þrettán milljónir króna en fyrirtækið greiddi álíka mikið fyrir gönguskó og flíspeysur sem það gaf starfsfólki sínu í maí í fyrra. Tvisvar fengið buxur Göngubuxurnar, sem eru framleidd- ar af þýska íþróttavöruframleiðand- anum Löffler og eru ætlaðar báðum kynjum, voru keyptar í Fjallakofan- um. Allir 380 starfsmenn ÁTVR fengu gjöfina, bæði fastráðnir sem og aðrir í hlutastörfum, en þeir fengu einnig útivistabuxur merktar ríkisfyrirtæk- inu í sumargjöf fyrir tveimur árum. Skórnir sem starfsmennirnir fengu í fyrra voru einnig keyptir í Fjallakofanum en flíspeysurnar hjá Cintamani. DV fjallaði um þá sumar- gjöf í maí í fyrra og kom þá fram að góður árangur í rekstri og mælingu Íslensku ánægjuvogarinnar, þar sem Vínbúðin mældist með hæstu einkunn, hefði verið tilefni hennar. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar- forstjóri ÁTVR, sagði þá að starfsfólk fyrirtækisins hefði áður fengið sum- argjafir sem tengjast útivist og hvatn- ingu til heilsueflingar. Kom þá fram að kostnaður við gönguskóna og flís- peysurnar hefði numið 36 þúsund krónum á starfsmann og heildar- kostnaður ÁTVR því 13.680.000 krónur miðað við 380 starfsmenn. Ekki náðist í Sigrúnu eða Ívar J. Arn- dal, forstjóra ÁTVR, við vinnslu frétt- arinnar. Árangrinum fagnað í vor ÁTVR fagnaði einnig góðum árangri í Íslensku ánægjuvoginni, könnun Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísis og Capacent Callup á ánægju viðskipta- vina íslenskra fyrirtækja, síðastliðið vor þegar starfsfólkinu var boðið að skipuleggja sameiginlegan viðburð fyrir sína starfsstöð. Í frétt Morgun- blaðsins um málið kom fram að flestir hafi ákveðið að borða saman en að einnig hafi verið skipulagð- ar ferðir í leik- hús, bíó og keilu. Miðað var við að kostnaður væri ekki hærri en átta þúsund krónur á hvern þátt takanda og var kostnaður ÁTVR vegna þessa á bilinu 1,2 til 1,4 milljónir króna. Rík- isfyrirtækið hefur að auki haldið árs- hátíðir og jólaböll síðustu ár, í sam- starfi við starfsmannafélag ÁTVR, en einnig Sumarsprell ÁTVR sem er fjöl- skylduhátíð þar sem meðal annars er boðið upp á blöðrur, andlitsmálun og hoppukastala fyrir börn. Rekstur ÁTVR gekk vel í fyrra, eins og síðustu ár, en hagnaður ríkis- fyrirtækisins nam þá 1.287 millj- ónum króna samanborið við 1.304 milljónir árið 2013. Fyrirtækið veltir árlega tæpum 30 milljörðum króna og rennur hagnaður þess óskiptur til ríkisins. Rekstrartekjur fyrirtækisins, sem fást með sölu á áfengi og tóbaki, námu 28 milljörðum króna. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir í nýbirtri ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2014, að síðastliðinn vetur hafi verið starfsfólki hans erfiður. Tíðarfarið hafi verið með „eindæmum leiðinlegt“ og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn áberandi í fjölmiðlum. „Upplifunin var þannig að ríkisstarfs- menn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ segir Ívar í ársskýrslunni. Þar lýsir Ívar einnig þungum áhyggjum starfsfólksins af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að fyrirtækið yrði lagt niður og starfsfólki hennar sagt upp. Veturinn erfiður Ríkið Um 380 starfsmenn ÁTVR fengu svartar Löffler- göngubuxur í sumargjöf. Mynd SiGTRyGGuR ARi Aðstoðarforstjóri ÁTVR Sigrún Ósk Sigurðardóttir sagði í samtali við DV í fyrra að ÁTVR hefði greitt samtals 13,7 milljónir króna fyrir sumargjöfina það árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.