Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 4
Helgarblað 25.–29. júní 20154 Fréttir
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Vönduð og endingargóð
vetrardekk sem koma þér
örugglega hvert á land sem er
Viltu mála
Laugaveginn?
Síðasta sumar var hluti Lauga
vegarins málaður, sá hluti sem er
skilgreindur sem sumargata og er
því aðeins fyrir gangandi vegfar
endur. Verkefnið vakti mikla lukku
og á nú að endurtaka leikinn
og mála þann hluta Laugavegar
sem er göngugata. Allir sem hafa
áhuga geta tekið þátt.
Laugavegurinn verður málaður
frá horni Vatnsstígs að gatnamót
um Ingólfsstrætis. Vinnan hefst kl.
11.00 föstudaginn 26. júní.
Þeir sem eiga rúllur og pensla
eru beðnir um að taka þá með, en
einhver verkfæri verða á staðnum.
Ekki verður málað á gangstéttir
svo umferð gangandi og hjólandi
vegfarenda ætti að ganga greið
lega fyrir sig.
Keyrði utan í
dreng á hjóli
Í síðustu viku slösuðust fimm
vegfarendur í fimm umferðar
slysum á höfuðborgarsvæðinu.
Þriðjudaginn 16. júní var bif
reið ekið utan í dreng á reiðhjóli.
Óhappið varð við hraðahindrun
í Stjörnugróf við Víkingsheimilið.
Drengurinn leitaði aðhlynningar
á slysadeild.
Þann 17. júní féll reiðhjóla
maður fram fyrir sig þar sem
hann hjólaði eftir slóða í Lækjar
botnalandi. Hann var fluttur á
slysadeild.
Að kvöldi fimmtudagsins 18.
júní féll maður af bifhjóli í Lækj
argötu í Reykjavík þegar bifreið
var beygt áleiðis í veg fyrir hjólið.
Hann leitaði sér sjálfur aðhlynn
ingar á slysadeild.
Föstudaginn 19. júní rann
reiðhjólamaður á malarkafla á
göngustíg við Kársnesbraut 85 og
féll af hjólinu, hann var fluttur á
slysadeild.
Laugardaginn 20. júní féll
kona af reiðhjóli á Korputorgi og
var í kjölfarið flutt á slysadeild.
Ótrúlegt að ekki hafi
orðið alvarlegri slys
n Átta slösuðust á Bíladögum n Sérfræðingur segir leiðbeiningar rangar
Á
tta manns slösuðust við að
láta sig falla á loftdýnu úr
skæralyftu á Bíladögum á
Akur eyri um síðustu helgi.
Meðal annars fótbrotnuðu
tveir. Skæralyftan var í 12 metra hæð
frá jörðu sem þýðir að hreint fall á
dýnuna var 8–9 metrar.
Málið er nú í rannsókn hjá Heil
brigðiseftirliti Norðurlands og
Vinnueftirlitinu samkvæmt frétt en
þessir aðilar gera úttekt á búnaðin
um. Dýnan er með svokallaða CE
vottun og uppfyllir því evrópska ör
yggisstaðla. Samkvæmt áliti sér
fræðings um falláhættu er öryggis
vottunin marklaus því slysahættan
skapist af lofthæðinni og litlum
lendingarfleti.
Íþróttaferill listhlaupara á
skautum í hættu
Meðal þeirra sem slösuðust á dýn
unni var Elísabet Sævarsdóttir, 16 ára
landsliðskona í listhlaupi á skautum.
„Þetta þýðir því 400 þúsund króna
tjón fyrir okkar, því hún var á leiðinni
í æfingabúðir í Tékklandi – en það
sem verra er þá gæti allur íþrótta
ferillinn verið í hættu. Ég var búin
að banna henni að fara en miðað við
hennar dæmi virðist fólk ekki hafa
verið spurt um aldur. Hún er bara
16 ára og ekki sjálfráða. Þegar hún
kom upp í lyftuna spurði hún starfs
manninn: „Er þetta öruggt?“ Hann
sagði „Já, stökktu bara.“ Þegar við
töluðum við þá eftir slysið sögðu þeir
hins vegar að þeir segðu alltaf öllum
að stökkva í fósturstellingunni því
það væri það eina örugga. En enginn
sagði henni að stökkva í fósturstell
ingu,“ segir móðir Elísabetar, Inga
Randversdóttir.
Samkvæmt heimildum DV er
alrangt að rétt sé að stökkva í fóstur
stellingu á dýnuna heldur þykir best
að lenda á bakinu og skapa þannig
sem stærstan lendingarflöt og lág
marka þar með höggið.
Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir, 21
árs tveggja barna móðir, sleit vöðva í
annarri öxl, tognaði á öðrum fæti við
ökkla og rist og marðist illa á öðru
hné við að lenda á dýnunni. Hún
segir að dýnan hafi verið afar hörð
viðkomu við fallið og logandi sárs
auki farið um líkamann.
Álit sérfræðings: Öryggis
vottun dýnunnar marklaus
vegna lofthæðarinnar
Sindri Viborg, yfirþjálfari hjá Gerplu
og yfirþjálfari Parkour á Akranesi,
er sérfræðingur í stökkum og fall
áhættu. Hann hefur meðal annars
lært háföll hjá þekktum áhættuleik
ara í Þýskalandi. Sindri segist furða
sig á því að ekki hafi orðið enn verri
slys á fólki, ekki síst eftir að hafa
skoðað kynningarmyndband frá
eigendum dýnunnar á Youtube og
séð þar hvernig fólk ber sig að við
stökkin:
„Ef þú ert með tíu kílóa kodda og
tíu kílóa nál og leggur koddann ofan
á brjóstkassann á þér þá meiðirðu
þig ekki neitt, en ef ég set 10 kílóa nál
á þig með oddinn niður, þá fer hún í
gegnum þig. Punkturinn er að þegar
krakkarnir eru að hoppa, meira að
segja í þessu kynningarmyndbandi,
þá eru þeir að lenda á fótunum. Jafn
vel þó að dýnan gefi eftir einn metra
– þá ertu samt að falla þarna niður
eftir átta metra, þú ert að falla rúma
12 metra á sekúndu. Höggþunginn á
ökklann er það mikill að það er bara
mesta furða að einstaklingar skuli
ekki hafa slasast meira.“
Sindri segir að öryggisvottun
dýnunnar breyti engu um hættuna:
„CE vottunin segir bara að dýnan
sjálf, efnið, dælur, festibúnaður og
svoleiðis sé öruggt.“ Hann leggur
áherslu á að fallþunginn og lítill
lendingarflötur séu það sem skapi
slysahættuna:
„Líkurnar á tjóni miðað við þau
stökk sem eru sýnd í myndbandinu
eru verulegar enda var aðeins einn
einstaklingur í myndbandinu sem
hoppaði næstum því rétt.“ n
Ágúst Borgþór Sverrisson
agustb@dv.is
Bíladagar Á myndinni sést dýnan,
en Sindri segir að öryggisvottun
dýnunnar breyti engu um hættuna.
Íþróttaferillinn í hættu Meðal þeirra
sem slösuðust á dýnunni var Elísabet Sæv-
arsdóttir, 16 ára landsliðskona í listhlaupi á
skautum.
Sérfræðingur Sindri Viborg, yfirþjálfari
hjá Gerplu og yfirþjálfari Parkour á Akranesi,
er sérfræðingur í stökkum og falláhættu.
BBC mætir á Furðuleikana
Taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttinn All Over The Place
S
tarfsfólk breska ríkissjón
varpsins, BBC, ætlar að taka
upp efni fyrir þáttinn All Over
The Place á hinum árlegu
Furðuleikum á sunnudaginn.
Leikarnir eru lokahnykkur
bæjar hátíðarinnar Hamingjudagar
á Hólmavík og er þetta í 12. sinn sem
þeir eru haldnir.
Ester Sigfúsdóttir, fram
kvæmdastjóri Sauðfjársetursins á
Ströndum, sem heldur Furðuleik
ana, segir að tveir keppendur komi
frá BBC. Þeir hafi ferðast út um allan
heim og tekið þátt í furðulegum
greinum og nú er röðin komin að Ís
landi. Með þeim í för verður mynda
tökufólk.
„Þetta verður öðruvísi en síðustu
ár og mjög spennandi,“ segir Laufey
og hvetur almenning til að láta sjá
sig. Á síðasta ári tóku um 200 manns
þátt og skemmtu sér vel. Ókeypis er
að taka þátt og þarf fólk ekki að skrá
sig áður en það mætir á staðinn.
Furðuleikarnir fara fram á
Sævangsvelli við Steingrímsfjörð.
Keppt er í ýmsum óvenjulegum
íþróttagreinum, þar á meðal öskur
keppni, kvennahlaupi þar sem karl
ar hlaupa með konur sínar á bak
inu, ruslatínslu, stígvélakasti og
farsímakasti. Í síðastnefndu grein
inni er snjallsími í verðlaun, að því
er kemur fram á vefsíðu Stranda
byggðar. n freyr@dv.is
Öskurkeppni
Leikarnir fara
fram árlega á
Sævangsvelli við
Steingrímsfjörð.