Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 12
Helgarblað 25.–29. júní 201512 Fréttir
Betra grænmeti
Betra kjöt
Betri ávextir
Fyrst og
fremst...
þjónusta
E
inu ári eftir að óformlegar
sameiningarviðræður hófust
á milli Straums fjárfestinga-
banka og MP banka hafa hlut-
hafar félaganna samþykkt að
bankarnir verði sameinaðir – undir
nafni og kennitölu MP banka til að
byrja með – frá og með næstu viku.
Það var að frumkvæði Straums í júní-
mánuði 2014 sem farið var að kanna
áhuga sumra hluthafa MP banka,
einkum Skúla Mogensen, sem á tæp-
lega 10% hlut í bankanum, á sam-
runa bankanna.
Þrátt fyrir að þær viðræður hafi
fljótlega siglt í strand var þráður-
inn tekinn upp að nýju síðar á ár-
inu eftir að nýir meirihlutaeigend-
ur, undir forystu viðskiptafélaganna
Finns Reys Stefánssonar og Tómas-
ar Kristjánssonar, keyptu 65% hlut í
bankanum af eignaumsýslufélaginu
ALMC í lok júlí á síðasta ári. Ljóst var
að áform þeirra stóðu frá upphafi til
þess að skjóta sterkari stoðum undir
rekstur fjárfestingabankans með því
að sameinast MP banka – en hluthaf-
ar og stjórnendur MP banka höfðu
einnig um langt skeið talið mikilvægt
að bankinn myndi vaxa með sam-
runa við annað fjármálafyrirtæki.
Ýmislegt átti hins vegar eftir að ganga
á þangað til samkomulag náðist loks-
ins í febrúar á þessu ári um að ganga
til formlegra sameiningarviðræðna.
Í lok október 2014 eignaðist
Straumur nokkuð óvænt tæplega
20% eignarhlut í MP banka þegar fé-
lögin Manastur Holding og Linley
Limited í eigu breska fjárfestisins Jos-
eph Lewis og Rowland-fjölskyldunn-
ar, sem á meðal annars Banque Ha-
villand í Lúxemborg, seldu hluti sína
í bankanum. Í hópi margra stjórn-
enda og hluthafa MP banka var litið á
kaupin sem tilraun til fjandsamlegr-
ar yfirtöku. Sama dag og þeir höfðu
fengið fregnir af kaupum Straums í
bankanum hafði MP banki, í samfloti
með Lífeyrissjóði verslunarmanna,
skrifað undir samkomulag um kaup
á 27,5% eignarhlut Íslandsbanka í Ís-
lenskum verðbréfum (ÍV). Markmið-
ið var sett á yfirtöku ÍV – og í kjölfarið
kanna á ný sameiningu við Virðingu.
„Spyrjum að leikslokum“
Ljóst varð að ekkert yrði af þeim
áformum þegar Straumur tilkynnti
um viku síðar að bankinn hefði eign-
ast meirihluta í félagi sem fór með
um fimmtungshlut í ÍV. Þannig gat
Straumur nýtt sér forkaupsréttar-
ákvæði með því að stíga inn í kaup
MP banka á hlut Íslandsbanka – og
varð það niðurstaðan síðar á árinu.
Sumir hluthafar MP banka brugðust
ókvæða við þeirri ákvörðun Straums
að kaupa sig inn í Íslensk verðbréf og
sagði Helgi Magnússon, varaformað-
ur Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
þriðja stærsta hluthafa MP banka,
í viðtali við Morgunblaðið þann 7.
nóvember í fyrra að „við kunnum
ekki að meta það þegar samkeppnis-
aðili læðist svona aftan að okkur. Það
er ekki góður svipur á því. Við spyrj-
um hins vegar að leikslokum.“
Þreifingar um sameiningu MP og
Straums héldu eftir sem áður áfram
og um miðjan desembermánuð
gerði MP banki kauptilboð í alla
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Föst sölulaun
Sölulaun eigna
yfir 60 milljónum
aðeins 1% með vsk
upp að 60 milljónum
299.900.- með vsk
VantaR – VantaR
Vegna mikillar sölu vantar
allar stærðir eigna á skrá.
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
Bankasamruni ári eftir að þreifingar hófust
n Hluthafar MP banka og Straums samþykktu
Hörður Ægisson
hordur@dv.is Líklegir stjórnendur sameinaðs banka
Willy
Blumenstein
eigin viðskipti
Birna Hlín
Káradóttir
yfirlögfræðingur