Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 13
Fréttir 13 hluti Straums, eins og greint var frá í DV þann 9. janúar á þessu ári. Ekki reyndist stuðningur á meðal allra hluthafa Straums við tilboðið enda þótt Finnur Reyr, stjórnarformað- ur Straums, hafi átt frumkvæði að því að fara þess á leit við MP banka að gert yrði kauptilboð í fjárfestinga- bankann. Í svari sínu til MP banka, sem barst 7. janúar, kom ekki fram gagntilboð en bankinn sagðist engu að síður áfram vilja kanna hvort forsendur væru fyrir sameiningu fé- laganna. Gerði tilboðið ráð fyrir því að bankarnir yrðu metnir á nánast sama gengi miðað við bókfært eigið fé þeirra og ekki var ágreiningur um skiptihlutföll við mögulega samein- ingu bankanna. Brotthvarf lykilstarfsmanna Samkomulag náðist hins vegar nokkrum vikum síðar um helstu skil- mála samruna félaganna og gerðu þeir þá meðal annars ráð fyrir því að sameinaður banki yrði skipað- ur tveimur forstjórum – Jakobi Ás- mundssyni og Sigurði Atla Jóns- syni. Þau áform urðu síðan að engu þegar tilkynnt var um það í síðustu viku að samkomulag hefði náðst um að Jakob, sem á 8,4% hlut í bank- anum, myndi hætta sem forstjóri Straums. Fram kom í fréttatilkynn- ingu að samkomulagið hafi verið gert að beiðni Jakobs en hann sagðist þar frá upphafi hafa talið „það betra að hafa einn forstjóra í stafni bank- ans en tvo.“ Á meðal sumra hluthafa félaganna, einkum hjá stórum hlut- höfum MP banka, hafði það ekki verið neitt launungarmál að þeir töldu afar óheppilegt að sameinaður banki myndi hafa yfir að ráða tveim- ur forstjórum. Þannig námu greiðsl- ur vegna launa og hlunninda til for- stjóra MP banka og Straums á öllu árinu 2014 samtals um 90 milljónum króna. Á sama tíma og stjórnir bankanna voru að ná samkomulagi um samein- ingu hættu tveir af lykilstarfsmönn- um Straums í markaðsviðskiptum störfum hjá bankanum – þeir Harald- ur I. Þórðarson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, og Steingrímur Arnar Finnsson. Fjórum vikum síðar sögðu upp störfum tveir starfsmenn í markaðsviðskiptum til viðbótar. Ástæða uppsagnanna, eins og áður hefur verið greint frá í DV, tengdist einkum ósætti í garð Jakobs og þeirri stefnu sem hefði verið mörkuð með samrunanum við MP banka. Brott- hvarf þeirra var óneitanlega mik- il blóðtaka fyrir Straum – og veikti einnig nokkuð stöðu Jakobs í sam- runaferlinu – en markaðsviðskipti bankans höfðu verið langsamlega stærsti tekjupóstur Straums. Síðar á árinu stofnuðu þessir sömu starfs- menn, ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Lehman Brothers, verðbréfafyrirtæk- ið Fossar markaðir. Ný stjórn kjörin eftir helgi Á fyrsta hluthafafundi sameinaðs fé- lags, sem verður haldinn næstkom- andi mánudag, verður kjörin ný stjórn bankans. Gert er ráð fyrir því að hún verði skipuð sjö manns og að Þorsteinn Pálsson verði stjórn- arformaður og Finnur Reyr Stefáns- son varaformaður stjórnar. Þá stend- ur einnig til að upplýsa um hverjir muni skipa framkvæmdastjórn sam- einaðs banka en samkvæmt heim- ildum DV er meðal annars ljóst að Bjarni Eyvinds Þrastarson verður framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og Sigurður Hannesson yfir eigna- stýringu en sameinað félag mun vera með yfir 200 milljarða króna í stýr- ingu. Báðir koma þeir frá MP banka. Óvíst er hvort Leó Hauksson, sem núna er framkvæmdastjóri fyrir- tækjaráðgjafar Straums, eigi að stýra fyrirtækjaráðgjöf sameinaðs félags, eins og áætlanir höfðu áður gert ráð fyrir. Þá hafa einnig verið uppi hug- myndir um að Þorlákur Runólfsson, sem tók við sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Straums í mars síðastliðnum, muni verða yfir einka- bankaþjónustu í hinum nýja sam- einaða banka. Þorlákur var áður for- stöðumaður einkabankaþjónustu Kaupþings en frá 2009 til 2015 starf- aði hann hjá Banque Havilland, áður Kaupþing í Lúxemborg. Höfuðstöðvar bankans verða í Borgartúni 25, þar sem Straumur er núna til húsa, og verður bankanum gefið nýtt nafn sem kynna á innan tíðar. n Helgarblað 25.–29. júní 2015 Gleraugnaverslunin Eyesland 5. hæð Glæsibæ www.eyesland.is S: 577-1015 Létt og þægileg í veiðina Veiðigleraugu með og án styrktarglugga Kíktu við og mátaðu! Bankasamruni ári eftir að þreifingar hófust sameiningu ári eftir að óformlegar viðræður hófust n Hættu við að hafa tvo forstjóra Líklegir stjórnendur sameinaðs banka Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður Thomas Skov Jensen Áhættustýring Finnur Reyr Stefánsson varaformaður stjórnar Sigurður Atli Jónsson forstjóri Sigurður Hannesson Eignastýring Bjarni Eyvinds Þrastarson Markaðsviðskipti Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason Fyrirtækjasvið Magnús Ingi Einarsson Fjármál Sigþór Jónsson Sérhæfðar fjárfestingar Töldu samruna geta sparað 666 milljónir Hluthafar bankanna horfa til þess að hægt verði að ná fram verulegri hagræðingu með samruna félaganna en fram kom í fjárfestakynningu sem Straumur gerði í október á síðasta ári að áætlanir gerðu ráð fyrir því að rekstarkostnaðar myndi lækka um 666 milljónir króna. Þegar slíkri kostnaðarsamlegð yrði náð – eftir 6 til 12 mánuði – þá myndi hagnaður sameinaðs félags verða yfir 1.200 milljónir króna og ávöxtun á eigið fé gæti aukist um allt að 10 prósentur. Á síðasta ári högnuðust bank- arnir samtals um 560 milljónir króna eftir skatta. Í fjárfestakynningunni, sem ber heitið Project Snæfellsjökull og DV hefur undir höndum, segir að „veruleg samlegðaráhrif“ myndu nást með mögulegri sameiningu Straums og MP banka. Þar ræður mestu fækkun starfsmanna en gert er ráð fyrir því að þeim fækki um 23 talsins, sem samsvarar 21% af heildarstarfsmannafjölda sameinaðs félags, og að stöðugildin verði samtals 87. Þær áætlanir miðuðu við stöðu félaganna um mitt síðasta ár en í árslok 2014 störfuðu 108 manns hjá bönkunum. Ljóst er stjórnendur munu einkum horfa til þess að vinda ofan af viðskiptabankastarfseminni en MP banki hefur á undanförnum misserum markvisst reynt að fækka smærri viðskiptavinum sínum. Samkvæmt Project Snæfellsjökull er markmiðið með samruna MP banka og Straums að koma á fót leiðandi fjárfestingabanka á Íslandi. Arðsemismarkmið sameinaðs félags yrði 15-20% ávöxtun eiginfjár og í kynningunni er sérstaklega bent á að „gríðarlegir möguleikar“ séu fólgnir í einskiptishagnaði vegna skatteignar Straums fjárfestingabanka að fjár- hæð 153 milljarðar króna. „Sameinaður banki mun ekki þurfa að greiða tekjuskatt fram til 2019 og jafnvel lengur,“ segir í kynningunni. Skatteign Straums kemur til vegna starfsemi Straums Burðaráss fjárfestingabanka sem fór í greiðslustöðvun í mars 2009 og lauk síðar með nauðasamning- um 2011.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.