Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 18
18 Fréttir Helgarblað 25.–29. júní 2015
Vorveiðin þokkaleg
n Vitað um þrjá tuttugu pundara n Smálaxinn farinn að veiðast
L
axveiðisumar er að hefjast.
Í mörgum ám er veiði þegar
hafin, en árnar á Norðvestur
landi eru nú opnaðar hver á
fætur annarri. Mikill snjór
á hálendinu gerir að verkum að
margar ár eru vatnsmiklar og kald
ar. Þrír tuttugu pundarar á fyrstu
vikum veiðitímans fá menn til
verða bjartsýnir á stórlaxinn. Smá
laxinn lítur vel út og er byrjaður að
láta sjá sig.
Í Norðurá er veiðin komin í
um 130 fiska og eru fiskar að veið
ast frá Glanna og niður úr. Mik
ið líf er í Stekknum og ljóst að fisk
ur er að ganga. Þannig lofar staðan
í Norðurá góðu um framhaldið. Í
Miðfjarðará byrjuðu menn að veiða
viku fyrr en undanfarin ár. Rafn
Alfreðsson leigutaki sagði í sam
tali við DV í gær að vorveiðin væri
þokkaleg. „Við erum búnir að landa
nokkrum smálöxum og þeir eru
virkilega flottir og í góðu standi.“
Fyrsti stórlax sumarsins kom á land
úr Miðfjarðará í síðustu viku og
vó hann 11,5 kíló og mældist 102
sentimetrar. Breskur veiðimaður
setti í fiskinn í Grjóthyl á fluguna
Kolskegg. Stefán Kristjánsson, eig
andi verslunarinnar Kröflu, hann
aði fluguna Kolskegg og á hann
ekki langt að sækja það en faðir
hans var landsþekktur hönnuður
og fluguhnýtari, Kristján Gíslason.
Fleiri tuttugu pundarar
Sagt hefur verið frá fleiri metfiskum.
Þannig veiddist tuttugu punda fisk
ur á Árbótarsvæðinu í Laxá í Aðaldal
og er góðs viti að efri svæði árinn
ar séu farin að skila fiski. Vefmið
illinn votnogveidi.is greindi frá því
að Sverrir Þór Skaftason hefði veitt
fiskinn í Höskuldarvík. Sverrir var
á urriðaveiðum og með tíu punda
taum og stöng fyrir línu fimm. Tók
baráttan um klukkustund og land
aði Sverrir 102 sentimetra laxi. Mik
ið líf er neðan við Æðarfossa og hef
ur veiði þar verið ágæt.
Þriðji stórlaxinn sem upplýst
hefur verið um veiddist í Vatns
dalsá í vikunni. Sá náði reynd
ar ekki 100 sentimetra markinu
en var vigtaður; 10,5 kíló. Björn K.
Rúnarsson, leiðsögumaður í Vatns
dalsá, veiddi laxinn í Forsetahyl og
tók hann fluguna Frigga. Björn seg
ir mikið vatn í ánni og mikla snjó
bráð. „Þetta er svona vorveiði eins
og maður man eftir. Vatnið grátt og
kalt og því erfitt að átta sig hversu
mikið af fiski er gengið.“ n
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
Tuttugu pundari Björn K. Rúnars-
son með stórlaxinn sem tók Frigga
í Forsetahyl. 97 sentimetrar en vó
10,5 kíló. Ummál 52 sentimetrar.
Glæsilegt eintak Hann er
fallegur vorlaxinn. Þessi mældist
86 sentimetrar og tók Collie dog-
flottúpu í Fleðu í Miðfjarðará.
„Vatnið
grátt
og kalt og því
erfitt að átta sig
hversu mikið af
fiski er gengið