Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 28
Helgarblað 25.–29. júní 201528 Umræða
Í
síðustu viku var fjallað um til-
komu unglingatískunnar og
Karnabæjar ævintýri Guðlaugs
Bergmanns. Hér verður Guð-
laugur enn til umfjöllunar en árið
1967 stóð hann fyrir Hátíð ungu kyn-
slóðarinnar. Þar var valin stúlka sem
„fulltrúi ungu kynslóðarinnar“ og
„hljómsveit ungu kynslóðarinnar“.
Þessi hátíð var samstarfsverkefni
Karnabæjar og Vikunnar. Frekar
dauft var yfir fegurðarsamkeppni Ís-
lands á þessum tíma og var hin nýja
keppni hugsuð sem mótvægi við
hana. Hér skyldi meira lagt upp úr
persónuleika stúlknanna, hvernig
þær töluðu, hvaða hæfileika þær
hefðu og þess háttar. Verðlaunin voru
að komast á vandaðan tungumála-
skóla í Bretlandi.
„Bara enn eitt bisnessbragðið“
Því var haldið fram að þarna væri
bara „einn eitt bisnessbragðið hjá
Gulla Bergmann“. Um það fórust
honum svo orð: „Reyndar er ég þeirr-
ar skoðunar að vel heppnað bisness-
bragð sé þannig að á því hagnist
bæði viðkomandi og þjóðin samtím-
is. Þess vegna á frelsi einstaklinganna
að vera í því fólgið að gefa mönn-
um möguleika á að skapa og búa til
eitthvað sem gagnist þeim sjálfum
og heildinni. Annað mál er að gefa
mönnum eða fyrirtækjum óheft-
ar hendur til að draga til sín fjár-
magn og völd á kostnað annarra.“
Hljómsveitar keppnin var nýstárleg,
en Guðlaugur fékk mann frá Apple-
fyrirtæki Bítlanna til að koma hing-
að til lands til að hlusta á íslenska
poppið og dæma um gæði þess. Um
líkt leyti gerðist Guðlaugur umboðs-
maður Trúbrots/Hljóma erlendis,
sem þá kölluðu sig Thor's Hammer.
Ekki tókst þó að gera Thor's Hammer
heimsfræga frekar en aðrar íslenskar
hljómsveitir þess tíma. Hátíðin fór
fram á tveimur kvöldum. Árið 1968
var keppnin haldin í Austurbæjarbíói
og voru ýmis tónlistaratriði flutt, þar á
meðal söng María Baldursdóttir með
Hljómum og stúlkurnar úr keppninni
árið áður sýndu fatnað úr Karnabæ.
Þá sagði frá því í auglýsingu að með-
al dagskráratriða yrði „Hárgreiðslu
„show““ sem væri „ótrúleg sýning“.
Hljómsveitirnar sem öttu kappi voru
Hljómar, Flowers og Óðmenn.
Barnaverndarnefnd skerst í
leikinn
Þetta sama ár reyndu barnaverndar-
nefnd og lögregla að koma í veg fyrir
hátíðina. Formaður nefndarinnar,
Sigurlaug Bjarnadóttir, hafði ritað
langar greinar í blöðin þar sem hún
fann bítlagarginu, síða hárinu og
annarri unglingamenningu flest til
foráttu. Að mati barnaverndarnefnd-
ar var hér um að ræða varasama
skemmtun, öskrað og gargað væri á
börnin sem yrðu gersamlega tryllt.
Lögregla og barnaverndarnefnd
vöktuðu alla innganga keppninnar
þetta ár, sem varð til þess að keppn-
inni seinkaði. Kynnirinn, Svavar
Gests, bað gestina afsökunar á töfun-
um sem væri til kominn vegna þess
að lögregla og barnaverndarnefnd
væri að skipta sér af hlutum sem
þeim kæmi ekkert við. Salurinn tók
undir með Svavari og baulaði á yfir-
völdin.
Fulltrúar barnaverndarnefndar og
lögreglu æstust verulega við Svavar
baksviðs í kjölfarið, steyttu hnefann
og viðhöfðu hótanir á borð við: „Þú
skalt verða dreginn fyrir lög og dóm,
það skal ekki verða önnur svona sýn-
ing, við skulum stöðva þetta.“ Svavar
svaraði hinum æstu yfirvöldum af
mestu rósemi og spurði hvað þau
væru eiginlega að gera á staðnum og
hvort hann hefði misskilið eitthvað.
Hvort þau væru ekki á staðnum til
að hjálpa og samgleðjast með unga
fólkinu. Ef þetta væri allt saman tóm-
ur misskilningur skyldi hann glað-
ur fara fram í sal og leiðrétta það.
Fékk Svavars hersinguna frá barna-
verndarnefnd og lögreglu með sér
upp á svið. Því næst tók hann sér
hljóðnemann í hönd og sagði að
hér hefði orðið „smámisskilningur“.
Hann hefði haldið að barnaverndar-
yfirvöld hefði komið á staðinn til að
trufla skemmtunina en þau væru í
reynd komin til að hjálpa og fá að
vera með á skemmtuninni. Hann
vildi nota tækifærið og biðja barna-
verndarnefndina og lögreglu afsök-
unar og bað áheyrendur að vera svo
elskulega að standa upp og klappa
fyrir þessu góða fólki frá lögreglunni
og barnaverndaryfirvöldum. Fagn-
aðarlátunum ætlaði aldrei að linna
meðan fulltrúar yfirvalda stóðu
skömmustulegir á sviðinu. Þeir létu
sig hverfa stuttu síðar.
Samkvæmt frásögn Morgun-
blaðsins var skemmtunin mjög
glæsileg fyrra kvöldið og framkoma
áhorfenda kurteisisleg og skemmti-
leg. Skemmtunin væri forstöðu-
mönnum hennar til mikils sóma
vegna vandaðs flutnings og góðrar
skipulagningar.
„Lífshættulegar
leikfimisæfingar“ Rúnars
Barnaverndarnefnd var verulega mis-
boðið. Síðari skemmtunin var eftir og
degi fyrir hana var Guðlaugur kall-
aður á fund lögreglunnar. Með í för
var blaðamaður Morgunblaðsins
en blaðið hafði greint ítarlega frá af-
skiptum barnaverndaryfirvalda af
skemmtuninni. Guðlaugur sagðist
ekki láta bjóða sér svona framkomu.
Hátíð unga fólksins hefði verið vel
tekið og fjölmiðlar hrósað framtakinu
í hástert sem verið hefði öllum til mik-
ils sóma. Guðlaugur hafði sitt fram og
seinni skemmtunin var haldin.
Sagt var að lokaþáttur Hljóma-
syrpunnar í hljómsveitarkeppninni
hafi verið „„æðisgenginn“ og ekki al-
deilis „frosinn“ eða „niðurgíraður““.
Í Vísi sagði að Rúnar Júlíusson hefði
framið allt að því „lífshættulegar leik-
fimisæfingar“ á sviðinu. Flutningur
Óðmanna þótti ekki eins ærslafullur.
Sviðsframkoma Shady Owens, hinn-
ar nýju söngkonu, vakti mikla athygli.
Flowers tókst ekki að ná fram sömu
stemningu og Hljómum, en frá því
var sagt að Jónas R. Jónsson hefði
staðið sig með mikilli prýði og sömu
sögu væri að segja af Karli Sighvats-
syni á orgelinu. Eftir fyrra kvöldið
voru Hljómar með yfir helming
greiddra atkvæða gesta í sal.
Á meðan stúlkurnar gengu um
salinn las Svavar Gests upp svör
þeirra við nokkrum spurningum
sem fyrir þær höfðu verið lagðar. Þær
höfðu meðal annars verið spurðar að
því hvers vegna ungir menn neyttu
áfengis. Og flestar voru þær sammála
um svarið – það gerðu þeir til að losna
við feimnina.
Hljómar gerðu enn betur seinna
kvöldið og fengu alls 658 atkvæði.
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1968
var valinn Soffía Wedholm. Úrslitun-
um var ákaft fangað og fulltrúi ungu
kynslóðarinnar frá árinu áður, Krist-
ín Waage, krýndi arftaka sinn. Í við-
tali við Vísi sagði Soffía að Hljómar
væri sín eftirlætishljómsveit og fór
óneitan lega vel á því.
Áfengislausar skemmtanir
Þessar skemmtanir voru með öllu
áfengislausar, en Guðlaugur gerði
það að skilyrði, oftast með skriflegu
samkomulagi, að hljómarsveitar-
menn hefðu ekkert áfengi með í för.
Erfitt gat verið að framfylgja þessu
banni en Guðlaugur stóð fastur á því.
Árið 1970 rann allur ógóði af
keppninni til fræðslu um skaðsemi
eiturlyfja, útgáfu fræðslurita, sýn-
inga fræðslukvikmynda um það efni
og fleira. Á hátíðinni það ár komu
fram Roof Tops, Náttúra, Ævintýri
og Tilvera ásamt fleiri skemmtikröft-
um. Einn frægasti umboðsmaður
skemmtikrafta á Norðurlöndum var
þá viðstaddur, Knud Thorbjörnssen
að nafni, en hann starfaði um þær
mundir fyrir Rolling Stones.
Guðlaugur stóð að keppninni
í fjögur ár, en árið 1971 var hátíð
unga fólksins komin í þann búning
að hann vildi ekki lengur taka þátt.
Keppnin hófst þá með kampavíns-
veislu á Hótel Sögu og keppnin um
fulltrúa ungu kynslóðarinnar var aft-
ur orðin hrein fegurðarsamkeppni.
Heimildir: Umfjöllun blaðanna
og bók Óskars Guðmundssonar: Og
náttúran hrópar og kallar. n
Björn Jón Bragason
bjornjon@dv.is
Fréttir úr fortíð
Poppgargið að æra börnin
Barnaverndarnefnd skerst í leikinn á Hátíð ungu kynslóðarinnar
„Fagnaðarlátunum
ætlaði aldrei að
linna meðan fulltrúar yfir-
valda stóðu skömmustu-
legir á sviðinu. Þeir létu
sig hverfa stuttu síðar.
Unga kynslóðin 1968 Barnaverndarnefnd og lögregla reyndu að koma í veg fyrir hátíðina.
Vettvangur unga fólksins Flowers, Óðmenn og Hljómar komu fram. „Ekki hafði það beint róandi áhrif," stóð í blaðafrétt.