Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 38
2 Sumarhátíðir - Kynningarblað Helgarblað 25.–29. júní 2015 Einstakt Eistnaflug Árshátíð rokkara haldin í 11. sinn – Fávitar ávallt verið bannaðir og það skilar sér A ðra helgina í júlí í tíu ár hef- ur rokkhátíðin Eistnaflug verið haldin í Neskaup- stað. Hátíðin verður haldin í ellefta sinn dagana 8.–11. júlí næstkomandi í íþróttahúsinu í Neskaupstað þar sem nær allur skali rokktónlistarinnar er spannað- ur og fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir rokkáhugamenn. Hátíðin hefur haft það orð á sér að vera árshátíð eða uppskeruhátíð rokkarans og hefur hún fengið lofsamlega umfjöllun í fjölmiðlum. Eistnaflug hefur rutt sér til rúms sem einn þýðingarmesti vettvangurinn fyrir íslenskar rokk- hljómsveitir og einn eftirsóttasti rokkviðburður íslensks tónlistarlífs. Verðlaunahátíð Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu í Neskaupstað svo að allir komist fyrir, hægt verði að selja fleiri miða og fá fleiri þekktar erlendar hljóm- sveitir til að mæta. Til marks um það aukna vægi sem hátíðin hefur fengið í gegnum tíðina þá hlaut Eistnaflug 2012 Menningarverðlaun Austur- lands auk þess sem hún var tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2013 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014. Þá var Eistnaflug valinn tónlistarviðburð- ur ársins af Menningarverðlaunum DV. Þungarokkarar til fyrirmyndar Hátíðin er orðin fastur liður í tón- listarlífi Austurlands og njóta íbú- ar Neskaupstaðar góðs af þeim fjöl- mörgu tónlistaráhugamönnum sem leggja land undir fót og kaupa þar ýmsa vöru og þjónustu. Upp- selt hefur verið á hátíðina síðustu ár og og á bilinu 1.500 til 1.700 manns hafa sótt viðburðinn. Hátíðin hef- ur ætíð farið vel fram og segja lög- gæslumenn fyrir austan vera sóma af. Lögregla og gæslumenn vinna í góðu samstarfi við skipuleggjendur enda segja þeir það vera þeim mik- ið kappsmál að viðhalda því orð- spori sem Eistnaflug hefur: Það er, rokkhátíð sem fram fer í bróðerni og með samstöðu. Útlendingar áhugasamir Hróður Eistnaflugs hefur einnig borist langt út fyrir landsteinana á undanförnum misserum. Í fyrra mættu rúmlega 200 erlendir gest- ir sem var veruleg fjölgun frá ár- inu 2013 þegar 30 erlendir gest- ir komu. Í dag er staðan þannig að sögn skipuleggjenda að 20 prósent seldra miða séu keyptir af erlend- um gestum og er búist við að fjöldi þeirra nái að minnsta kosti 500 í ár þegar allt verður talið til. Vinsæld- ir hátíðarinnar hafa orðið til þess að búið er að koma á rútuferðum milli Neskaupstaðar og Reyðarfjarð- ar þar sem gistipláss eru uppbókuð í Neskaupstað. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar eru gestir byrjaðir að bóka sig á Eskifirði og Reyðarfirði, og verður þeim síðan keyrt á milli. Fagtímarit fylgjast með Eistnaflug er ekki aðeins vettvang- ur fyrir rokkara að hittast og hlusta á góða tónlist heldur einnig stökk- pallur fyrir hljómsveitir til að koma sér á framfæri. Tíu erlendir blaða- menn þáðu boð um að sækja há- tíðina í fyrra og verður annar eins fjöldi í ár. Bætist þar enn við tæki- færin fyrir íslenskar hljómsveit- ir til að koma sér á kortið enda Eistnaflug nú komið í samstarf við tímaritið Metal Hammer sem er eitt virtasta, vinsælasta og stærsta þungarokkstímarit heims. Tímaritið verður með blaðamenn og ljós- myndara á staðnum sem munu gera hátíðinni góð skil. Þá á hátíðin sam- starf við tímaritin Terrorizer, Iron Fist, Classic Rock Magazine, Loud! og fleiri. Alþjóðlegt samstarf Eistnaflug er komið í samband við ýmsar evrópskar tónlistarhátíð- ir sem hafa áhuga á frekara sam- starfi við Eistnaflug og geta íslenskar hljómsveitir því vonandi notið góðs af því í framtíðinni. Áhugi útlendinga á Eistnaflugi hefur nú þegar borið ávöxt því segja má að íslenska hljóm- sveitin The Vintage Caravan hafi ver- ið uppgötvuð á Eistnaflugi. Eftir að hafa spilað þar 2013 komst sveitin á Roadburn-hátíðina í Hollandi þar sem erlendur blaðamaður hreifst svo af þeim að sveitin komst á samning hjá erlendu plötufyrirtæki og spilar nú á hátíðum um alla Evrópu. Eftirsóttur vettvangur Í ár stendur Eistnaflug frá miðviku- degi til laugardags og spila ellefu hljómsveitir hvern dag. Í ljósi vin- sælda þessarar einstöku hátíðar og þeirra tækifæra sem þar leyn- ast er orðið afar eftirsótt að koma fram á henni. Enda hafa hátt í 300 hljómsveitir sótt um að fá að spila í sumar, þar af eru 70 prósent er- lendar sveitir. Á undanförnum árum hafa heimsþekktar sveitir á borð við Napalm Death og At the Gates spilað á Eistnaflugi en í ár munu tólf erlendar sveitir koma þar fram. Má þar helst nefna pólsku risana í Behemoth sem áttu bestu þungarokksplötu ársins 2014, Carcass og Rotting Christ, sem eru að koma í annað sinn, Kvelertak og Enslaved frá Noregi. Aðstand- endur segja það mikinn heiður og viðurkenningu að fá stórsveitir sem þessar á hátíðina og slíkur hvalreki auki áhuga erlendra fjölmiðla. Sérstakir barnatónleikar Miðvikudaginn 8. júlí verða haldn- ir sérstakir barnatónleikar á Eistna- flugi en þar munu koma fram sveit- irnar The Vintage Caravan, DYS og LLNN. Eftir krakkatónleikana ætla Sólstafir að flytja eigin tón- smíðar á kraftmikinn hátt við vík- ingamyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson. Svo verður Lifun eftir Trúbrot flutt af The Vin- tage Caravan og fleirum. Í Egils- búð verður sérstök utandagskrá (e. off venue) þar sem efnilegar sveitir koma fram. Þá mun menn- ingin drjúpa af hverju strái þar sem boðið verður upp á myndlistar- sýningar, gjörninga, upplestra og margt fleira. Dagskráin utan dag- skrár hefst miðvikudaginn 8. júlí og lýkur með stórtónleikum laugar- dagskvöldið 11. júlí. Fávitar bannaðir Ágengar auglýsingar Eistnaflugs hafa oft vakið athygli. Í tíu ár hefur hátíðin auglýst sérstaklega að það sé bannað að vera fáviti á Eistna- flugi. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á að gestir passi upp á hver annan og þessi boðskapur hefur skilað sér til gestanna því umtalað er hversu vel hátíðin fer fram og lögregla sjaldan þurft að hafa nokk- ur afskipti af gestum í gegnum tíð- ina. „Ég hef sagt það í viðtölum að ég hætti að halda þessa hátíð eins og hún er í dag ef einhverjum verði nauðgað eða einhver laminn í klessu. Ofbeldi er ekki velkomið á Eistnaflug og það hefur gengið upp í tíu ár,“ segir Stefán Magnússon, einn aðstandenda hátíðarinnar, og bendir á aðrar hátíðir hafi tekið sér þessa afstöðu til fyrirmyndar. n „Ofbeldi er ekki vel- komið á Eistna- flug. Ótrúleg upplifun Eistnaflug er einstakur viðburður þar sem áhugafólk um þungarokk kemur saman og sameinast í ástríðu sinni. Hátíðin er líka orðinn mikilvægur vettvangur fyrir íslenskar sveitir til að koma sér á kortið. Mikil keyrsla Í ár stendur Eistnaflug frá miðvikudegi til laugardags og spila ellefu hljómsveitir hvern dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.