Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 40
4 Sumarhátíðir - Kynningarblað Helgarblað 25.–29. júní 2015 Það verður Kátt í Kjósinni Sveitahátíð verður haldin í perlu Hvalfjarðar þann 18. júlí Fagurt syngur svanurinn Þjóðlagahátíð haldin á Siglufirði í sextánda sinn D agana 1.–5. júlí verð- ur haldin Þjóðlagahá- tíð á Siglufirði í 16. sinn. Margur undrast það að hægt skuli vera að halda alþjóðlega tónlistarhátíð árlega í litlu plássi á hjara veraldar. Helsta ástæðan fyrir því er sú að á Siglu- firði myndast einstakt andrúmsloft meðan á hátíðinni stendur; inn- lendir sem erlendir gestir skapa með sér samhljóm sem aðeins kviknar í þröngum fjallasal norður við heimskautsbaug. Á lognkyrrum sumarkvöldum skín gleði úr hverju andliti og er sem allt standi í stað; fuglar þagna, aldan kyrrist; sum- arnótt á Siglufirði er einstök upp- spretta friðsældar og gleði. Á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þessu sinni von á hópi frá- bærra tónlistarmanna en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunn- steinn Ólafsson. Frá Noregi kem- ur söngkonan Elisbeth Holmertz ásamt fríðum flokki hljóðfæraleik- ara að flytja tónlist frá tímum Ólafs helga Noregskonungs, banda- ríski fiðlusnillingurinn Jamie Laval strýkur skosk þjóðlög af strengj- um, Silver Sepp frá Eistlandi hamr- ar ásamt Kristiinu Ehin á ryðgaða nagla og kennir eistneska þjóð- dansa. Þá leika portúgölsku tónlist- armennirnir Joao Afonso og Filipe Raposo ástar- og byltingarsöngva landa síns José Afonso. Á hátíðinni má heyra finnskt klezmer, einnig lög sem hin sænska Mónika Zett- erlund gerði vinsæl á sínum tíma og loks verða kenndir dansar sem nutu vinsælda í Danmörku á 18. öld – og þar með einnig á Íslandi. Íslensk alþýðulög eru sem fyrr í brennidepli á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda kveða vísur handa börn- um, Hallveig Rúnarsdóttir syngur sönglög Sigursveins D. Kristins- sonar og fleiri íslenskra tónskálda, söngkvartettinn Kvika fer með tvísöngsstemmur og fjórradda sönglög og Hundur í óskilum kem- ur með Lúðrasveitina Svaninn með sér norður til þess að flytja rjómann af vinsælustu lögum sínum. Hin sí- unga Heddý úr Stykkishólmi vermir hjörtun með vinsælum dægurlög- um og síðast en ekki síst frumflytur Sinfóníuhljómsveit unga fólksins nýjan fiðlukonsert eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, sem byggir að hluta á íslenskum þjóðlögum. Einleikari er Sólrún Gunnarsdóttir. Siglufjörður er heimili íslenska þjóðlagsins. Þar bjó sr. Bjarni Þor- steinsson í hálfa öld og gaf út þjóð- lagasafn sitt fyrir rúmum 100 árum. Vonandi munu fjölmargir láta verða af því að heimsækja síldar- bæinn í norðri fyrstu dagana í júlí og hlýða á svanina syngja m eðan sólin stráir geislum sínum yfir lognkyrran fjörðinn. Nánar um Þjóðlagahátíðina á Siglufirði á folk- musik.is. n Dansað við Þjóðlagasetrið Á Þjóðlagahátíðina á Siglufirði er að þessu sinni von á hópi frábærra tónlistarmanna. Einstakt andrúmsloft skapast á þessari alþjóðlegu tónlistarhátíð. MynD AðsenD söngkvartettinn Kvika Mun syngja fyrir gesti Þjóðlagahátíðar í Bátahúsinu fimmtudagskvöldið 2. júlí. MynD AðsenD„Á Siglufirði myndast einstakt andrúmsloft meðan á hátíðinni stendur. S veitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í níunda sinn laugar- daginn 18. júlí og verður eitthvað í boði fyrir alla víðs vegar um sveitina. Að sögn skipuleggjenda gefst gestum færi á að kynna sér brot af því besta sem Kjósin hefur upp á að bjóða. Hjarta hátíðarinnar er hinn sí- vinsæli sveitamarkaður bæði við og í Félagsgarði. Ilmurinn af nýbökuð- um vöfflum kvenfélagskvenna tekur á móti gestum innan um íslenskt hand- verk, þjóðlega hönnun og krásir úr Kjósinni. Þar má finna meðal annars blúndugler, randalínur, kleinur, kerti, kort, skart, lopapeysur og matreiðslu- bækur svo fátt eitt sé nefnt. Markað- urinn er opinn klukkan 12–17. Við Félagsgarð munu bændur í Kjósinni standa við grillið og steikja safaríka ekta nautahamborgara frá Sogni og þegar gestir hafa náð að seðja sárasta hungrið geta þeir nælt sér í væna steik af holdanauti frá Sogni til að taka með sér heim Leiksýningin Búkolla – Ævin- týraheimur Muggs verður flutt af Kómedíuleikhúsinu fyrir yngstu kyn- slóðina. Þar lifna gömlu góðu ís- lensku þjóðsögurnar og ævintýrin við með þátttöku allra viðstaddra á tún- inu við Félagsgarð kl. 13. Strax að leik- sýningu lokinni munu ungir bændur etja kappi í hinum ýmsu þrautum og keppa um titilinn Ungi bóndi Vestur- lands og Vestfjarða 2015. Keppnin hefst kl. 14 Kaffi Kjós er heimilisleg þjónustu- miðstöð staðsett við Meðalfellsvatn, í raunverulegu sveitaumhverfi. Þar verður hoppukastali og hægt að kom- ast í hjólabátsferð út á Meðalfellsvatn. Opið á Kaffi Kjós alla daga frá klukk- an 11 til 22. Þá verður ljósmyndasýning um hinn vinsæla og sérstaka persónuleika Björgvin á Fossá í gamla bænum hans inni við Fossá í Hvalfirði. Sýningin er opin laugardag 11–17 og sunnudag 13–16. Þar rétt hjá verður boðið upp á leiðsögn um hernámsminjar í Hvítanesi og sagt frá umsvifum breska hersins í seinni heimsstyrjöldinni. Í Ásgarði, gamla barnaskólanum, verður farið 100 ár aftur í tímann til hins merka árs 1915, þegar konur fengu kosningarrétt og Ungmennafé- lagið Drengur var stofnað í Kjósinni. Á þeim tíma var talað bæði um menn og konur sem „drengi góða“, sem merkti væn og góð manneskja sem sýndi drengskap í íþróttum. Ásgarður verður opinn frá klukkan 13–16. Gest- um hátíðarinnar er boðið að Kiðafelli 3 til að líta á úrval garðplantna sem ræktaðar hafa verið á undanförn- um árum. Þá geta listunnendur litið við í Gallerí Nana við Flekkudalsveg og Glerlistavinnustofunni Ísafell við Meðalfellsvatn þar sem fólki verður boðið heim auk þess sem Keramik – vinnustofa Sjafnar Ólafs verður opin í sumarhúsahverfinu inn í Elífsdal. Ekkert kostar að veiða í Meðalfells- vatni milli klukkan 13–18 í boði Veiði- kortsins og Veiðifélagsins Hreggnasa. Vatnið iðar af smábleikju sem hentar vel fyrir yngstu veiðimennina. Þá er aldrei að vita nema urriði, sjóbirting- ur eða jafnvel lax bíti á. Um kvöldið er því síðan lofað að enginn fari óþreyttur heim úr Félagsgarði þar sem Bjössi Greifi mun mæta með gítarinn sinn upp úr klukkan 22 en Veður-Barinn verður opnaður klukkan 21 með tilboði sem hægt er að kætast yfir. Kynntu þér hátíðar- dagskrána á kjos.is og á Facebook „Kátt í Kjós“ n Ungir bændur etja kappi Ungir bændur munu keppa um titilinn Ungi bóndi Vesturlands og Vestfjarða 2015. MynDir AðsenDAr Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í níunda skipti þann 18. júlí næstkomandi. eitthvað fyrir alla Gestum gefst tækifæri á að sækja bændur og íbúa Kjósarinnar heim og sjá allt það besta sem perla Hvalfjarðar hefur upp á að bjóða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.