Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 42
G raníthöllin Legsteinar hefur getið sér gott orð fyrir góða þjónustu og fallegar vör- ur. Granít er afar harðgerð steintegund sem hentar ís- lenskri veðráttu hvað best. Steinninn veðrast lítið og þrif og annað viðhald er því í lágmarki. Hjá Graníthöll- inni getur þú fundið eitt mesta úr- val landsins af legsteinum úr graníti ásamt fylgihlutum. Ánægðir viðskiptavinir „Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu. Erfiðasta skrefið er oftast val á „rétta“ steininum. Við erum til aðstoðar á öllum stigum, tökum vel á móti viðskiptavinum, aðstoðum fólk eftir fremsta megni við að velja leg- stein sem hentar og bendum á fylgi- hluti sem passa vel við,“ segir Heiðar Steinsson, eigandi Graníthallarinn- ar, en hann á að baki 24 ára reynslu af meðhöndlun náttúrusteins og margra ára reynslu af vinnu við leg- steina. Uppsetning allt árið um kring „Þegar kemur að uppsetningu, þá skiptir máli að vanda til verks og ganga um leiðin af nærgætni og virðingu. Við höfum þróað aðferð sem gerir okkur kleift að setja upp legsteina allan ársins hring, engu máli skiptir hvort frost sé í jörðu eða ekki. Þegar legsteinn er settur upp byrjum við á að skipta um jarð- veg undir steininum, hellusandur er settur í stað moldarinnar, hann þjappaður og sléttaður þannig að hann myndar sterka og frostfría undirstöðu undir steininn. „Auð- vitað getur alltaf komið upp að steinarnir taki að halla eða síga. Veð- urfarið getur haft áhrif á jarðveginn. Frost, þíða og mikil bleyta á víxl getur valdið hreyfingu steinsins. Þá bregð- umst við skjótt við, mætum á stað- inn, lögum steininn og rukkum ekk- ert aukalega fyrir það næstu þrjú ár frá kaupdegi,“ segir Heiðar. Graníthöllin tekur einnig að sér viðgerðir og viðhald á eldri legstein- um, jafnvel þótt þeir séu ekki frá fyr- irtækinu sjálfu. Það margborgar sig að laga legsteina sem eru farnir að halla eða við það að falla á hliðina en það hafa orðið alvarleg slys erlend- is af völdum þess að steinar falla um koll. Einnig býður Graníthöllin upp á hreinsun eldri legsteina, viðbót við áletrun eða endurmálun þegar farið er að sjá á letri. Mikið úrval Graníthöllin hefur á lager yfir hund- rað og þrjátíu mismunandi liti og gerðir legsteina. Allt frá einföldum og klassískum legsteinum og upp í skrautlega steina með miklum út- skurði. Flestir ættu því að geta fund- ið legstein sem þeim líkar við. Allt innifalið Þessa dagana býður Graníthöllin upp á sérlega hagstætt tilboð. Veg- legur kaupauki fylgir öllum legstein- um, áletrun nafns hins látna, graf- skrift, og ígreypt mynd er innifalið í verði. Starfsmenn Graníthallarinnar sjá svo um að flytja steininn á réttan stað og koma honum haganlega fyrir við leiði viðkomandi. Sú þjónusta er alfarið innifalin sé uppsetning inn- an höfuðborgarsvæðisins, en vægt viðbótargjald bætist við sé ferðinni heitið út á landsbyggðina. Verðtilboð með öllu inniföldu er frá kr. 149.000. Góð þjónusta og fallegar vörur Eitt mesta úrval landsins af granítlegsteinum hjá Graníthöllinni Heiðar Steinsson „Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu,“ segir Heiðar Steins- son, eigandi Graníthallarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.