Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 8.–10. september 2015 Seldi verslunarveldi með átta milljarða hagnaði n Jón Helgi seldi innlenda starfsemi Norvikur fyrir 11,6 milljarða n Bókfærir 8 milljarða söluhagnað J ón Helgi Guðmundsson, forstjóri og helsti eigandi Norvik-samstæðunnar, seldi verslunar veldi sitt á Íslandi á síðasta ári með tæplega átta milljarða króna hagnaði. Fram- takssjóður í rekstri sjóðsstýringar- fyrirtækisins Stefnis keypti þá, ásamt hópi lífeyrissjóða og ýmissa fag- og einkafjárfesta, stóran hluta af innlendum eignum Norvik – fyrir tæki og fasteignir – en þar var meðal annars um að ræða Kaupás, sem rekur matvöruverslanir undir merkjum Krónunnar og Nóatúns. Í ársreikningi Norvik, sem var skilað til ársreikningaskrár fyrir skemmstu, kemur fram að dóttur- félögin fimm – Kaupás, Elko, Inter- sport, Auglýsingastofan Expo og Bakkinn vöruhótel – hafi verið seld fyrir 11,58 milljarða króna undir lok febrúarmánaðar á síðasta ári. Það er umtalsvert hærri fjárhæð en nam bókfærðu virði félaganna í árslok 2013 og nemur því hagnaður Norvik af sölunni samtals 7,96 milljörðum króna. Fjárfestahópurinn keypti jafnframt hluta af fasteignasafni Smáragarðs, dótturfélags Norvikur. Norvik nánast skuldlaust Hagnaður af sölu innlendra eigna Norvikur skýrir góða afkomu fé- lagsins á liðnu ári en hagnaður þess nam 8,2 milljörðum króna eftir skatta. Fram kemur í skýrslu stjórn- ar að salan hafi styrkt fjárhagsstöðu félagsins og aukið eigið fé verulega. Eignir Norvikur námu 15,3 millj- örðum króna undir árslok 2014 – og minnkuðu um ríflega 8 milljarða á milli ára – og eigið fé var tæplega 14,2 milljarðar. Eiginfjárstaða fé- lagsins er því gríðarlega sterk þar sem eiginfjárhlutfall þess er liðlega 93% borið saman við aðeins 26% árið áður. Samhliða sölu Norvik-samstæð- unnar á innlendum dótturfélögum sínum greiddi félagið að mestu upp allar vaxtaberandi skuldir sínar á ár- inu 2014 – og í kjölfarið eru skuldir félagsins í dag nánast engar. Í árs- lok 2014 námu skuldir Norvikur aðeins um 1,1 milljarði króna, að langstærstum hluta við tengda að- ila, borið saman við ríflega 17 millj- arða króna árið áður. Fyrir utan Byko-verslunina, sem fylgdi ekki með í kaupum á innlendri starfsemi Norvik á síðasta ári, þá á Norvik fyr- irtæki sem starfa í timburiðnaði í Lettlandi, Svíþjóð, Bretlandi og Eist- landi. Aukin áhersla á Krónuna Það er hlutafélagið Festi sem held- ur í dag utan um þær eignir sem fjárfestahópurinn keypti af Norvik- samstæðunni en það er í eigu samlagshlutafélagsins SF V. Á bak við félagið standa um 30 hluthafar og er sá stærsti framtakssjóður- inn SÍA II. Aðrir hluthafar eru ýms- ir lífeyrissjóðir með um 31% hlut, tryggingafélög og sjóðir með 15% og þá eiga nokkrir einkafjárfestar sam- tals um 26% hlut í félaginu. Festi hefur ekki skilað inn ársreikningi til ríkisskattstjóra þannig að ekki liggja fyrir upplýsingar um afkomu félags- ins á sínu fyrsta rekstrarári. Fljótlega eftir að nýir eigendur komu að rekstri Kaupáss, sem rekur yfir 20 matvöruverslanir á höfuð- borgarsvæðinu og víðs vegar um landið, var tekin sú ákvörðun að leggja aukna áherslu á rekstur Krón- unnar. Þannig var tilkynnt um það í ársbyrjun 2015 að þremur versl- unum Nóatúns yrði lokað á næstu mánuðum og að verslanir Krónunn- ar yrðu opnaðar í þeirra stað. Fram kom í tilkynningunni að breytingin væri tilkomin vegna vaxandi vin- sælda Krónunnar. Samkeppni á matvörumarkaði gæti aukist frekar á komandi miss- erum í kjölfar ákvörðunar banda- ríska smásölurisans Costco um að opna 14.000 fermetra verslun við Kauptún í Garðabæ á næsta ári. Þær væntingar hafa meðal annars endurspeglast í því að gengi hluta- bréfa Haga, sem rekur verslan- ir Bónuss og Hagkaups, hefur ekki náð sér á strik á síðustu mánuðum og misserum. Aðeins tveimur vik- um eftir að tilkynnt var formlega um að gengið hefði verið frá kaupum fjárfestahópsins á Kaupás, ásamt öðrum innlendum fyrirtækjum í eigu Norvikur, var upplýst um það á forsíðu viðskiptablaðs Morgun- blaðsins að Costco hefði mikinn áhuga á að hasla sér völl í smásölu- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Ríf- lega ári síðar tóku stjórnendur fé- lagsins endanlega ákvörðun um að opna verslun hérlendis. n Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is 85A frá HP 15.715 kr. 85A samheitahylki 6.590 kr. TÓNER Í PRENTARA Kíktu í heimsókn til okkar - þú sérð aðeins verðmuninn Hörður Ægisson hordur@dv.is Stærsti einkafjárfestirinn á 12% hlut Stærsti einstaki einkafjárfestirinn í hluthafahópi Festa, sem er í eigu samlagshlutafélagsins SF V, er Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Veritas Capital með 12% hlut. Hreggviður er stjórnar­ formaður Festa. Heildarfjárfesting Hreggviðs, í gegnum eignarhaldsfélagið Holdor, nam 1.090 milljónum króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Fjárfestingin var fjármögnuð með nýjum lánum að fjárhæð 890 milljónir á meðan innborgað hlutafé nam 200 milljónum. Tap varð af rekstri félagsins á síðasta ári að upphæð 41,5 milljónir króna. Aðrir einkafjárfestar, sem eru í hópi stærstu hluthafa Festa, eru Þórður Már Jóhannesson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Straums­Burðaráss, með 6,5% hlut og Guðmundur Ásgeirsson, fyrrverandi eigandi Nesskipa, með 3,8% hlut. Þá á Jón Björnsson, forstjóri Festa, jafnframt tæplega 1% hlut í fyrirtækinu. Hann var áður meðal annars forstjóri ORF Líftækni auk þess að hafa verið forstjóri Magasin du Nord og Haga. Hagnaðist vel á sölunni Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og helsti eigandi Norvik­samstæðunnar, seldi stóran hluta innlendra eigna félagsins á síðasta ári. MyNd SAMSett Ætla að streyma Stöð 2 og Skjá einum Einn af stjórnendum ThePirateBay forritar vefinn E f ég fer í grjótið þá eru fleiri sem taka við af mér. Ef þeir loka á okkur þá opnum við á nýju léni,“ segir einn af stofnendum nýrrar íslenskrar skráarskiptasíðu en eigend- ur hennar hyggjast streyma sjónvarps- stöðvunum Stöð 2 og Skjá einum frítt til notenda sinna. Útsendingar eiga að hefjast 15. nóvember. Skráarskiptasíðan heitir Deildu. me og á rætur að rekja til síðunnar Deildu.net en sú síða fékk á sig lög- bann frá Sýslumanninum í Reykjavík í október og nóvember á síðasta ári með þeim afleiðingum að Hringdu, Vodafone og Síminn lokuðu á aðgengi að henni. Þó er enn hægt að komast inn á síðuna með ýmsum krókaleið- um auk þess sem hún hefur verið opnuð undir öðrum lénum. Mikil leynd hvílir yfir því hverjir standa að baki síðunni enda er það sem þeir gera refsivert. „Við viljum eingöngu fá virðingu frá notendum okkar og á sama tíma senda miðju- fingurinn á kerfið þar sem þetta er nú- tíminn og ekkert fær okkur stöðvað,“ segir Jón sem þvertekur fyrir það að þeir séu í þessu fyrir peninga. n atli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.