Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 57
4 Heilsa - Kynningarblað Vikublað 8.–10. september 2015 Eykur einbeitingu og orku undir álagi Rariet kynnir mikilvægustu næringarefnin fyrir hjarta og miðtaugakerfi í einni blöndu Í nútíma þjóðfélagi er víða mikill hraði og streita. Vaxandi framboð og neysla á unnum og næringar- snauðum mat getur aukið líkur á fjölmörgum lífsstílssjúkdómum. Í ljósi þess tel ég mikilvægt að allir geri reglubundna hreyfingu að lífsstíl sem og vandi valið á mat og næringu,“ segir Víðir Þór Þrastarson, íþróttafræðingur og heilsunuddari. „Sjálfur hef ég tamið mér slíkan lífsstíl og að auki tek ég inn fæðubótarefni til að fá nægjan- legt magn næringarefna svo líkaminn starfi á sem farsælastan hátt. Bætiefni sem hjálpa mér að takast á við streitu, auka einbeitingu, orku og vellíðan.“ Allt í einum pakka „Hingað til hef ég þurft að kaupa fjöl- mörg vítamín og bætiefni til að ná þessu fram. Nú er að koma á mark- að vara þar sem flest öll innihalds- efnin eru í einum pakka. MindCare er einstök vara þar sem vísindin og náttúran mætast. Einungis eru not- uð bestu fáanlegu innihaldsefni með sannaða virkni. Með MindCare tel ég mig fullkomna næringarinntöku mína. Það eina sem ég tek að auki eru meltingargerlar (Optibac extra strong) og, undir miklu álagi, Sambucol, sem styrkir ónæmiskerfið.“ Styrkir miðtaugakerfið og hjartað MindCare Ballance og Focus inni- heldur lykilnæringarefni með sann- aða virkni til að styrkja miðtaugakerf- ið, hjarta og æðakerfi og starfsemi skjaldkirtils. Daglegur skammtur: 1 hylki af Omega-3 með 80% EPA/ DHA, D3 1000AE og náttúrulegu E- vítamíni. 1 hylki af lykilnæringarefn- um fyir miðtaugakerfi. n Vörurnar fást í Lyfju, Apóteki og Heilsuhúsinu. Viðurkennd virkni n Omega-3 Styrkir hjarta og æðakerfi og viðheldur eðlilegri heilastarfsemi n B-vítamín, C-vítamín og magnesíum eru mikilvæg fyrir eðlilega starfsemi taugakerfis n B-vítamín, C-vítamín, fólasín og magnesíum draga þar með úr streitu og stuðla að jafnvægi n B-vítamín, magnesíum og fólat draga úr þreytu og sleni n B5-vítamín er mikilvægt fyrir framleiðslu taugaboðefna og styrkir andlega virkni n Koffín eykur athygli og orku n Selenium er m.a. mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi skjaldkirtils n D-vítamín er nauðsynlegt öllum frumum líkamans, styrkir ónæmiskerfið, eðlilega vöðvastarfsemi og er mikilvægt fyrir hjarta og æðakerfi MindCare Balance og Focus Göngu- og hlaupagreining og skóbúnaður við hæfi Alhliða lausnir við stoðkerfisvandamálum F lexor er stoðkerfis- og skó- verslun á jarðhæð Orku- hússins við Suðurlandsbraut 34 og sérhæfir sig meðal annars í göngugreiningu, stuðningshlífum og ráðleggingum við val á skóbúnaði. Hjá fyrirtækinu vinna sjúkraþjálfarar og íþrótta- fræðingar með áralanga reynslu af göngugreiningu og meðhöndlun stoðkerfisvandamála. Einnig hafa þau víðtæka þekkingu á öllu sem viðkemur fótum, innleggjum, skóm, stuðninghlífum og spelkum. „Oft er hægt að finna einfaldar lausnir við álagseinkennum og öðr- um stoðkerfisvandamálum. Það er mikilvægt að leita lausna sem fyrst ef einkenni gera vart við sig. Við ættum að geta haldið áfram að hreyfa okk- ur ef við hlustum á líkamann og leit- um lausna við hæfi,“ segir Ásmundur Arnarsson, sjúkraþjálfari hjá Flexor. „Hjá okkur er frábært starfsfólk sem getur aðstoðað við að finna lausnir sem henta hverjum og einum. Ein- kenni stoðkerfisvandamála eru jú einstaklingsbundin og þurfa einstak- lingsbundnar lausnir.“ Með göngugreiningu er hægt að finna lausnir við ýmsum kvillum í stoðkerfinu. Lausnirnar getað verið ýmiss konar, algengast er að fólk fái sérhönnuð innlegg og aðstoð við val á skóm. Innleggin eru meðal annars valin eftir því í hvaða skó þau eiga að passa. Þau eru sérhönnuð fyrir Flexor af viðurkenndum aðilum sem fram- leitt hafa innlegg fyrir alþjóðlegan markað í fjölda ára. „Það getur, margfalt, borgað sig að koma til okkar í göngugreiningu ef fólk er með stoðkerfisvandamál, eða jafnvel til að koma í veg fyrir þau,“ segir Ásmundur. Ný tækni við göngu- og hlaupagreiningu „Flexor er eina fyrirtækið á landinu sem notast við nýja tækni í göngu- og hlaupagreiningu. Göngu- og hlaupabrettið okkar býr yfir inn- byggðum þrýstinemum sem tengj- ast fullkomnu tölvukerfi en það skil- ar nákvæmum upplýsingum um göngulag.“ Göngu- og hlaupagreining Flexor felur í sér: -tölvuþrýstimælingaplötu í göngu- og hlaupabretti sem nemur álagsdreifingu á fætur. -fullkomið tölvukerfi sem sýnir tölulegar upp- lýsingar um gönguferlið og stöðu fóta. -mælingu á álagi á fætur og stöðu á iljaboga og tábergi. -upptöku sem sýnir stöðu á fótum og hnjám og vistar upplýsingar í gagnagrunni. -lengdarmælingu ganglima. -skoðun á stöðu mjaðmagrindar. -útprentun á nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður greiningar. Hlaupaskórnir valdir eftir þörfum „Þegar kemur að vali á hlaupaskóm er margt sem þarf að taka tillit til: hvernig hleypur eða gengur einstak- lingurinn, hvernig er staðan á hnjám og ökklum og hvernig er niðurstig og fótlag?“ segir Ásmundur. „Sér- fræðingar okkar veita aðstoð við val á skóm. Þá er göngulag og hlaup skoð- að á hlaupabretti og skór valdir eftir þörfum hvers og eins.“ Ef skór eru keyptir hjá Flexor er þjónustan frí, en kostar annars ekki nema 990 krónur. „Við erum með Nike- og Asics-skó í mörgum gerðum svo það er ekki erfitt að finna hlaupa- skó sem henta viðskiptavininum.“ Flexor er í Orkuhúsinu, Suður- landsbraut 34, 108 Reykjavík, síminn er 517-3900, heimasíða flexor.is og einnig er Flexor á Facebook. n Ýmsir kvillar sem hægt er að fá aðstoð vegna: n Þreytuverkir og pirringur í fótum n Verkir í hnjám n Sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, plantar fascitis o.fl.) n Beinhimnubólga n Óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum n Verkir í tábergi og/eða iljum n Hásinavandamál n Óþægindi í ökklum n Þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Göngugreining Niðurstöður göngugreiningar skoðaðar á stórum skjá. Tölvuþrýstingsmyndir af fæti. Þrýstiplata er innbyggð í göngubrettið sem sýnir hvernig álagið kemur á fæturna – hægt að skoða í þrívídd. Staða á ökklum og hnjám skoðuð Einkaþjálfari Víðir Þór Þrastarson, íþróttafræðingur og heilsunuddari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.