Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 52
Afmælisblað 8. september 2015 40 ára 3 v ið vorum að fjarlægja blaðið frá Sjálfstæðis­ flokknum, enda ekki hægt að gefa út dagblað á forsendum stjórnmála­ flokka. Slíkt er ávísun á gjaldþrot. Á löngum tíma færðum við okkur inn á braut óháðs fréttaflutnings og fyrir því voru viðskiptalegar forsendur. Við þetta jukust átökin um blaðið. Raunar hafði Vísir byrjað á sínum tíma sem óháð blað, en kaupmenn í Reykjavík tóku hann síðar yfir og gerðu að sínum.“ En það voru fleiri breytingar á þessum tíma, þar á meðal í prentun. „Árið 1971 kom offsetið. Þetta urðu skýrar og fallegar síður. Myndir prentuðust nú vel og á sama tíma kom fjórlitur, en tæknin við liti hafði verið mjög erfið. Og áður loddi prentsvertan við fingur lesenda en nú vorum við komnir með vöru sem hægt var að selja.“ Hvernig voru samskiptin við prentara? „Prentarafélagið var mjög erfitt í samskiptum. Með nýrri tækni var stétt setjara ekki lengur til. Þetta stóð í Prentarafélaginu sem vildi samt sem áður „vernda störf setjara“. Við höfðum á móti þau rök að ekki væri hægt að reka blöð út á vitleysisgang af þessu tagi. Prentarar héldu á hverju ári í verk­ föll. En þetta fór loksins að ganga með yngri mönnum í þeirra stétt.“ Skrýtnir einstaklingar ráðnir Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að til stæði að reka þig frá Vísi sumarið 1975? „Þetta var eitthvað sem maður gat reiknað með. Sveinn R. Eyjólfsson hringdi til mín norður, þar sem ég var í sólbaði, og tilkynnti mér að við værum að fara að stofna dagblað.“ Hvernig varð Dagblaðið frá- brugðið hinum blöðunum? „Í Dagblaðinu voru ekki þær pólitísku greinar sem fólk var vant. Kjallaragreinarnar voru takmark­ aðar við hálfa síðu og þessu var ritstýrt. Svo tókum við neytenda­ málin fyrir og Haukur Helgason hagfræðingur skrifaði um efna­ hagsmálin á mannamáli. Þarna voru margir góðir blaðamenn og við réðum jafnvel skrýtna einstak­ linga. Ýmsir sem voru hjá okkur hefðu ekki getað unnið venjulega skrifstofuvinnu frá klukkan níu til fimm. Fólk sem er smáskrýtið gerir hluti sem breyta heiminum.“ Þið lögðuð mikla áherslu á gott málfar. „Blaðið var mjög vandlega yfir­ lesið. Ásgrímur Pálsson var með okkur alla tíð og sá um hand­ ritalestur. María Ólafsdóttir líka.“ Ég hef heyrt að reksturinn hafi staðið tæpt í byrjun. „Í rauninni vissi enginn hvað þetta var tæpt. Blaðamenn fengu samt alltaf greitt á réttum tíma og þannig var það ekki alls staðar á blöðunum, enda rekstur þeirra flestra erfiður.“ Telurðu að þið hafið haft áhrif á efnistök ykkar aðalkeppinautar, Vísis? „Vísir færðist í sama farið og við. Hann varð ekki eins pólitískur og fyrr.“ Var ekki spenntur Hvernig hugnaðist þér sameiningin við Vísi 1981? „Ég var meira dreginn inn í þetta. Ég var ekkert spenntur, en það voru áberandi kostir sem fylgdu sameiningu. Hægt var að ná í fleiri áskrifendur, breikka sviðið, fækka starfsfólki og þetta gerðist allt á einni nóttu. Ég hafði aftur á móti áhyggjur af því að fólk yrði ekki eins spennt fyrir okkur og við yrðum ekki lengur „Píratar með 33 pró­ senta fylgi“. Og samstarfið með Ellert B. Schram, hvernig gekk það? „Ellert var mjög þægilegur stjórnandi. Þrátt fyrir að vera þing­ maður Sjálfstæðisflokks var hann ekkert flokkspólitískur heldur frjáls­ lyndur fyrst og fremst.“ Hvernig líst þér á fjölmiðlana nú? „Fjölmiðlarnir eru orðnir póli­ tískari nú en þeir voru á 25 ára skeiði Dagblaðsins og DV, 1975 til 2000, sem kalla mætti tímabil nokkurs frjálsræðis. Þá var stunduð meiri rannsóknarblaðamennska en nú og miklar sprengingar urðu í fréttum, nefna má biskupsmálið sem dæmi. Um aldamótin telja eigendur blaða sig hafa áttað sig á að rannsóknar­ blaðamennska borgi sig ekki. Við sendum á sínum tíma Eirík Jónsson til Amsterdam til að kanna eiturlyfja­ markaðinn. Þetta yrði talið galið í dag. Rannsóknarblaðamennskan missti smám saman stuðninginn. Hefðbundnir fjölmiðlar í dag eru lakari en þeir voru á tímabilinu 1975 til 2000. Ég myndi ekki vilja vera að hefja störf sem blaðamaður núna.“ Dreginn inn aftur En þú gerðist aftur ritstjóri DV árið 2005. Hvernig gekk það? „Ég var dreginn inn aftur og varð ritstjóri í um það bil eitt ár með Mikael Torfasyni. Það var erfitt og um leið skemmtilegt. Blaða­ mönnunum var borgað lítið kaup og þetta var of ungt fólk, samt hæfileikaríkt. Ég var ekki eins og afi þarna heldur meira langafi og reyndi að vera kennari. Slökkva elda og stunda aðra neyðaraðstoð. Eftir að ég hætti endanlega á DV fór ég að kenna blaðamennsku við símenntun Háskólans í Reykjavík. Þar hélt ég um 300 fyrirlestra, sem allir eru aðgengilegir á vefnum.“ n BJB „Fólk sem er smáskrýtið gerir hluti sem breyta heiminum“ Jónas Kristjánsson þarf vart að kynna. Hann var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961–1964. Fréttastjóri Vísis 1964–1966. Ritstjóri Vísis 1966–1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975–1981. Ritstjóri DV 1981–2001 og aftur 2005–2006. Hann heldur nú úti vefnum jonas.is og þar er að finna yfir 17 þúsund greinar. Ég settist að spjalli með Jónasi og spurði hann fyrst um upphaf átak- anna á Vísi sem leiddu til stofnunar Dagblaðsins. „Þarna voru margir góðir blaðamenn og við réðum jafnvel skrýtna einstaklinga. Ýmsir sem voru hjá okkur hefðu ekki getað unnið venjulega skrifstofuvinnu frá klukkan níu til fimm. Jónas Kristjánsson Hann var blaðamað- ur og fréttastjóri á Tímanum 1961–1964. Fréttastjóri Vísis 1964–1966. Ritstjóri Vísis 1966–1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975–1981. Ritstjóri DV 1981–2001 og aftur 2005–2006. Við tölvuna „Ég myndi ekki vilja vera að hefja störf sem blaðamaður núna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.