Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 35
Vikublað 8.–10. september 201530 Fréttir Erlent
verkum að auðvelt er að koma auga á
hana í mannfjölda. Hún gengur ætíð
með handtösku og þegar hún orðin
leið á að tala við einhvern þá sveifl
ar hún töskunni á sérstakan hátt og
gefur aðstoðarfólki sínu þannig til
kynna að hún vilji halda áfram og
heilsa upp á næsta mann.
Hún er ekki bindindismanneskja.
Að sögn frænku hennar fær hún sér
gin fyrir hádegisverð, drekkur vín
með mat og á kvöldin er komið að
þurrum martini og kampavínsglasi.
Churchill í uppáhaldi
Drottningin hefur alla tíð notið
mikilla persónulegra vinsælda, þótt
ýmsir hafa orðið til að gagnrýna kon
ungdæmið og telja það gamaldags
fyrirbæri sem leggja ætti af. Mikið
hefur verið spáð og spekúlerað um
stjórnmálaskoðanir hennar en um
þær hefur hún aldrei rætt opin
berlega. Frá því hún tók við völdum
hafa forsætisráðherrar komið og
farið. Uppáhaldsforsætisráðherra
hennar var Winston Churchill, en
hann var fyrsti forsætisráðherr
ann sem hún átti samskipti við sem
drottning. Churchill var einlægur
aðdáandi hennar, sagði hana vera
sterkan karakter og viðurkenndi að
vera smáskotinn í henni. Á sveita
setri sínu hafði hann mynd af henni
fyrir ofan rúm sitt. Samskipti hennar
við Margaret Thatcher voru vinsam
leg en Thatcher taldi þó
að drottningin styddi ekki
stefnu stjórnar sinnar og
sagði við nána samstarfs
menn sína: „Drottningin
er ekki ein af okkur.“ Sagt
er að drottningin hafi ekki
verið hrifin af stríðsbrölti
Tonys Blair.
Óstýrilátir
fjölskyldumeðlimir
Enginn getur sett út á
framkomu drottningar en
ýmsir sem standa henni
næst hafa reynst óstýri
látir, þar á meðal systir
hennar Margrét sem
komst iðulega í slúður
blöð vegna skrautlegs
einkalífs síns. Eiginmað
ur hennar Filippus hefur
víst ekki alltaf verið sáttur
við hlutskipti drottn
ingarmanns, enda ráð
ríkur maður. Hann hefur sérstæðan
húmor og er lítt gefinn fyrir pólitíska
rétthugsun – sem getur vissulega ver
ið hressileg tilbreyting en ekki alltaf
heppileg. Í efnahagskreppu árið árið
1981 sagði hann: „Fólk var alltaf að
segja að það vildi eiga meiri frítíma!
Nú kvartar það undan því að hafa
ekki vinnu.“ Þegar hann hitti breska
skiptinema í opinberri heimsókn í
Kína sagði hann: „Ef þið dveljið hér
of lengi verðið þið öll skáeygð.“ Við
keníska konu sem færði honum lista
verk í opinberri heimsókn í Kenía
sagði hann: „Þú ert kvenmaður, er
það ekki?“
Árið skelfilega
Elísabet og Filippus eiga fjögur börn:
Karl, Önnu, Andrew og Játvarð.
„Churchill var ein
lægur aðdáandi
hennar, sagði hana vera
sterkan karakter og viður
kenndi að vera smá
skotinn í henni.
Ung prinsessa Skyldurækin og skipulögð og m
eð mikla
ábyrgðartilfinningu.
Þriggja ára prinsessa Óvenjulegir atburðir í konungs-fjölskyldunni leiddu til þess að faðir hennar varð konungur.
Hamingjusöm brúðhjón „Án Filippusar hefði ég ekki ráðið við þetta,“ sagði drottningin
við vinkonu sína.
Efri ár Litríkur
fatnaður sem
tekið er eftir.
SÆKTU APPIÐ
Sæktu Hreyfils appið - þannig ræður þú ferðinni!
Nú er auðvelt að panta bíl með snjallsímanum
Hreyfill hefur þróað nýtt app.
Með því er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl.
Þú getur líka pantað bíl fram í tímann, á tilteknum tíma næsta
sólarhringinn eða lengra.
Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning
og opnað aðgang.
Það eina sem þarf, er iPhone eða Android snjallsími.
Þú hleður niður Hreyfils-appi með App Store eða Google Play.
Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllin er mættur á
staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni.
Hreyfils-appið er ókeypis.
Sæktu þér Hreyfils appið
og þú ræður ferðinni.
2
3
Þú pantar
bíl,
1
og færð SMS
skilaboð
að bíllinn
sé kominn
fylgist
með
bílnum
í appinu
Hreyfils appið
fyrir iphone og android er komið
á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is
eða í App Store og Google Play