Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 46
Vikublað 8.–10. september 2015 Umræða 41 Íslensk Hönnun IamHappy Barnavöruverslun Brekkuhúsum 1 Grafarvogi vefverslun www.iamhappy.is iamhappy@iamhappy.is simi: 8404006 var grindhoraður og veiklulegur, meðal annars þjáður af malaríu. Og var mikil lífsreynsla að hitta hann þarna fyrir og ræða við hann. Þetta var skarpgáfaður maður og fróður, vissi meðal annars meira um Ísland en ég hafði áður vitað um hans land. Gósenland Það var á allan hátt stórkost­ leg upplifun að koma á þessar slóðir, hitta heima­ fólk, sjá borgir og lands­ lag og landshætti. Höfuð­ borgin er eins og úr öðrum heimi, miðborgin beint út úr Þúsund og einni nótt, enda óbreytt frá því á dögum Krists og á öll­ um heimsminjaskrám sem í boði eru, en að auki lifandi: . Og landslagið er stórbrotið; sum lönd á Arabíuskagan­ um eru eins og menn vita aðallega sléttar eyðimerkur, en Jemen liggur að stórum hluta á háum fjall­ garði, þangað blæs gjarnan heitur og rakur gustur úr austri, frá Afríku, og í þessum fjallgarði sem byggður er frá rótum og uppundir efstu tinda rign­ ir reglulega, svo að allur heimsins jarðargróður þrífst þarna. Og alltaf er einhvers staðar uppskera; það færist bara með árstíðum í hve mik­ illi hæð yfir sjávarmáli er uppskorið hverju sinni. Fólk var með afbrigðum vingjarnlegt og rólegt, börnin litrík og fjörug og skemmtileg. Þar vantar sárlega kvenréttindahreyfingar En sama verður ekki sagt um kon­ urnar. Ég er að vísu er ekki að leggja mat á útlit þeirra, því að ég sá enga konu nema undir svörtum sjölum frá toppi til táar; þess vegna leyfði ég mér einnig að segja að þær væru ekki litríkar. En kvennakúgun er auðvitað þjóðfélagsböl á þessum slóðum: kon­ ur, eftir fermingaraldur, mega hvergi láta sjá sig opinberlega nema huldar biksvörtum slæðum, það er ekki einu sinni rifa fyrir augun, og að öðru leyti taka þær engan þátt í þjóðfélaginu, nema lokaðar inni á heimilunum. Og auðvitað ömur legt fyrir fjögurra dætra feður að horfa upp á þannig ástand. Annað sam félagsmein er eit­ urlyf sem heitir „kat“ og er í laufum runna sem vaxa víða um land. Þetta tyggja karlmenn allan daginn, svo að uppúr hádegi eru þeir komnir með gúl á munninn, og flest er svona við það að lognast út af uppúr því; meira að segja löggur sem stjórnuðu um­ ferð á gatnamótum voru lagstar á umferðareyjar í katvímu svona um hálf tvö leytið, og dömluðu eftir það prikinu út í loftið, meira svona til málamynda. Bjartsýni, en svo … En við vorum upptekin af samvisku­ fanganum Mansur, sem við vorum komin til að reyna að liðsinna. Fram­ an af virtist ástæða til bjartsýni, það heyrðum við á þeim sem við hitt­ um og þorðu að vera uppörvandi um okkar erindi, og það vissum við líka af því að við fengum að funda með mönnum ofar og ofar úr valda­ píramídanum þarna fyrstu dagana. Það var búið að segja okkur að ef við myndum ná að hitta sjálfan for­ setann, hann hét Abdullah Ali Saleh og var loks hrakinn frá völdum nú fyrir tveim eða þremur árum, þá væri málið í höfn; hann færi aldrei að bjóða útlendingum á sinn fund bara til að segja nei við þeirra erindi, þannig væru lægra settir menn látn­ ir sjá um. Um hríð höfðum við ágæta ástæðu til bjartsýni, við fengum að hitta æ háttsettari menn, en svo var eins og kæmi bakslag, okkur varð ljóst að forsetinn ætlaði að hunsa okkur, og vel tengdir vinir sögðu að erindi okkar myndi líklega ekki fá hljómgrunn. Það var orðið stutt í að við flygjum aftur heim og nú var skotið á neyðar­ fundi hjá sendi­ nefndinni. Neyðarfundur Hann var haldinn á eina alþjóðahótelinu í höfuðborginni Sana‘a, en sá staður var valinn því þar var helst fyrir okkur að ná öruggu símasambandi við Evrópulönd. Og það þurfti, því að þau reyndustu í okkar hópi sögðu að þegar svo væri komið eins og hjá okkur nú, þá gæti helsta bjargráðið verið að hafa sam­ band heim til okkar landa, og reyna að tala við einhvern háttsettan þar, embættismann eða pólitíkus í sæmi­ legri stöðu. Og biðja viðkomandi að senda fax til forsetaskrifstofunnar í Sana‘a og mælast til þess að við, sendinefndin, fengjum áheyrn hjá forseta landsins. Því að þá myndu jemensk yfirvöld draga þá ályktun að við værum ekki bara einangraður hópur einstaklinga, heldur nytum jafnframt stuðnings yfirvalda heima­ fyrir. Svíinn í hópnum fór fyrstur í sím­ ann, hann var vel tengdur heima­ fyrir, þekkti bæði ráðuneytisstjóra og aðstoðarráðherra, en „deputy minister“ er mikið í munni víða um lönd. Hann var nokkra hríð við sím­ ann í öðrum vistarverum, við biðum þarna í kringum sófaborð í lobbíinu, en svo kom Svíinn aftur, hann hafði ekki náð í neinn, það voru sumarfrí á þessum tíma. Daninn fór nú í sím­ ann, ætlaði að ná í embættismann, ráðherra eða aðstoðarráðherra sem hann var málkunnugur, en fór líka erindisleysu. Menn ræddu hvað væri nú til ráða. Einhver leit á mig og spurði: Einar, þekkir þú kannski ein­ hvern með virðulegan titil á Íslandi? „The president of Iceland is on the phone!“ Ég hugsaði mig um, datt fyrst í hug gömul skólasystir og vinkona að heiman, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. En svo flaug mér í hug að úr því við vildum ná fundi forseta Jemen – hvað með þá að leita til for­ seta íslands? Hann hafði ég oft hitt og spjallað við, og skrifað grein hon­ um til stuðnings þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta. Auk þess sem ég þekkti menn sem höfðu unnið hjá honum sem ráðherra, t.d. Mörð Árnason sem þegar þarna var komið sögu starfaði í bókaforlaginu mínu, Máli og menningu. Svo ég fór þang­ að sem síminn var og hringdi í Mál og menningu, fékk samband við Mörð og hjá honum símanúmer á skrifstofu forsetans. Sá sem þar varð fyrir svör­ um sagði forsetann sitja á fundi, en er hann hafði heyrt erindið og hvað­ an ég hringdi var því lofað að forset­ anum yrði gert aðvart strax og hann losnaði. Ég fór svo aftur fram í lobbíið og var spurður hvort ég hefði náð ein­ hverjum árangri, fengið samband við einhvern háttsettan. Ég svaraði að við yrðum aðeins að bíða og sjá. Að skömmum tíma liðnum kom sjálfur hótelstjórinn með mjög há­ tíðlegu fasi fram í lobbíið, og fylgdu honum eins og heiðursvörður tveir pikkólóar; hótelstjórinn sagði nafn mitt og tilkynnti: „The president of Iceland is on the phone!“ Fax frá forseta til forseta „Hvað segirðu Einar minn, hvar sagðistu eiginlega vera?“ heyrðist auðþekkjanleg rödd Ólafs Ragnars í gegnum símann, og með fylgdi kunn­ uglegur hvinur í lokin. Ég sagði hon­ um í stuttu máli erindið, hann hugs­ aði sig örsnöggt um og svaraði svo að hann myndi ekki fara að blanda sér í mál þessa fanga, það samrýmd­ ist ekki edikettum, en að hann væri reiðubúinn til að senda erindi í for­ setahöllina í Jemen, þar sem hann segði „His excellency forseta Jemen“ að hann myndi telja það persónu­ legan heiður og greiða ef hann vildi veita viðtöku og áheyrn, samlanda sínum Einari Kára­ syni og hans föruneyti. Ferðafélagar mínir höfðu sagt að svona fax frá manni með fínan titil gæti hjálp­ að. Og mikið fínni titil en forseta lýðveldis er ekki gott að finna, enda fáir í heiminum sem hann bera. Og til að gera langa sögu stutta þá var samviskufangan­ um Mansur sleppt skömmu síðar og hann fluttist frjáls maður ásamt eig­ inkonu sinni til Noregs. n Forseti Íslands „Hvað segirðu Einar minn, hvar sagðistu eiginlega vera?“ heyrðist auðþekkjanleg rödd Ólafs Ragnars í gegnum símann, og með fylgdi kunnuglegur hvinur í lokin.“ Iðandi mannlíf í Sana‘a Þar eru markaðir með sams konar vörur og sams konar mannmergð og verið hefur þar á hverjum degi í meira en þúsund ár. VERIÐ VELKOMIN Á BORGARSÖGUSAFN REYKJAVÍKUR FJ Ö L D I S K E MMT I L E G R A SÝ N I N GA O G V I Ð B U R ÐA Á R I Ð UM K R I N G Sjá viðburðadagatal á www.borgarsogusafn.is Árbæjarsafn Viðey Landnámssýningin Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sjóminjasafnið í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.