Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 15
Vikublað 8.–10. september 201510 Fréttir Gæðahreinsun Þvottahús Dúkaleiga Fyrirtækjaþjónusta Sækjum & sendum GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár Vantar um 1.300 leikskólakennara n Áherslan lögð á að styrkja ófaglærða n mun taka áratugi að uppfylla ákvæði laganna u m 1.300 menntaða leik­ skólakennarar vantar til starfa til þess að sveitarfélög geti uppfyllt lög um að 2/3 starfsmanna séu menntað­ ir í faginu. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en hægt hefur gengið að finna haldbærar lausnir á vandamál­ inu. Árið 2012 var skipaður starfs­ hópur til að leggja fram aðgerðar­ áætlun um fjölgun einstaklinga sem sækja um leikskólakennaranám og stuðla þannig að nýliðun. Ýmislegt jákvætt hefur gerst í kjölfar þessa starfs og fjölmörg sveitarfélög leggja mikla áherslu á að ráða bót á vanda­ málinu. Áherslan er lögð á að auð­ velda ófaglærðum starfsmönnum að sækja sér menntunina. Krafa að 2/3 séu faglærðir Í lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skóla­ stjórnenda við leik­, grunn­ og framhaldsskóla er leitast við að tryggja að menntun og undirbún­ ingur kennara í leikskólum sé með því besta sem völ er á. Þar er meðal annars sett fram sú krafa að 2/3 hlut­ ar starfsfólks sem sinnir menntun og uppeldi í leikskólum séu leik­ skólakennarar. Með síðarnefndu lögunum var einnig lögfest að nýir leikskólakennarar þurfa að hafa lok­ ið meistaraprófi til að geta fengið leyfisbréf. Vantar 1.300 leikskólakennara Þessi metnaðarfulla krafa hef­ ur þó aldrei verið uppfyllt. Í dag er staðan sú að um 1.300 leikskóla­ kennara vantar á leikskóla landsins og er ástandið mjög mismunandi eftir sveitarfélögum sem og milli leikskóla innan sama sveitarfélags. Dæmi um sveitarfélög sem standa vel að vígi eru Akureyri og Akranes en Reykjavíkurborg er dæmi um sveitarfélag sem stendur höllum fæti varðandi þetta hlutfall. Því má full­ yrða að á meðan þetta ástand varir sé nemendum beinlínis mismunað þar sem sumir eru á leikskólunum þar sem hlutfall menntaðra starfs­ manna er hátt á meðan aðrir eru á leikskólum þar sem að hlutfallið er lágt. Sumir nemendur koma því með betri grunn inn í grunnskólana en aðrir. Jákvæð teikn á lofti „Þetta vandamál er ekki nýtt af nál­ inni. Ástæðan er einfaldlega sú að leikskólastigið er frekar ungt skóla­ stig og hefur þróast mjög hratt. Það er ekki langt síðan börn almennt voru ekkert í leikskóla. Okkur hefur ekki tekist að halda í við þessa þróun,“ segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. „ Síðustu ár hefur þó orðið jöfn og þétt þróun upp á við án þess að nokkur sprenging hafi átt sér stað. Það sem er hins vegar afar jákvætt er að við finnum vilja sveitarfélag­ anna til að vinna með okkur í því að fjölga leikskólakennurum. Það verð­ ur að teljast ólíklegt að okkur takist að uppfylla lögin á næstu árum, það mun gerast hægt og rólega,“ segir Haraldur. Um 100 nemendur í náminu Hægt er að stunda leikskólakennara­ nám í Háskóla Íslands og Háskólan­ um á Akureyri. Alls geta 180 nemend­ ur stundað nám í skólunum og kom það fram í aðgerðaráætlun starfs­ hópsins frá árinu 2012 að markmið­ ið væri að útskrifa þann fjölda árið 2020. Árið 2014 hófu 99 nemendur leikskólakennaranám, þar af 84 í Há­ skóla Íslands og 15 í Háskóla Akur­ eyrar. Skólakerfið getur því tekið við talsvert meiri fjölda og áskorunin er því að gera námið meira aðlaðandi. Styrkja ófaglærða til menntunar „Talsverður hluti okkar félagsmanna hefur aðra gráðu en leikskóla­ kennaramenntun. Þetta er fólk sem hefur starfað í nokkurn tíma í leik­ skólunum og sér sig á þessum starfs­ vettvangi til framtíðar sem og fólk sem hefur starfað stutt í leikskóla og er á ákveðnum krossgötum. Við vilj­ um ná til þessa hóps og veita honum styrki til þess að sækja sér nám sem veitir leyfi til kennslu á leikskóla­ stigi. Fyrstu styrkirnir af þessu tagi verða veittir núna í nóvember,“ segir Haraldur. Í desember síðastliðnum sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út hvatningarorð til allra sveitar félaga um að átak yrði gert í málefnum ófaglærðra starfsmanna á leikskólum sem vilja mennta sig í faginu. Í hvatn­ ingarbréfinu kemur fram að um 32% starfsmanna á leikskólum vilji mennta sig í faginu en telja fimm ára háskólanám vera of langa skuld­ bindingu. Að mati 45% þeirra hent­ aði hlutanám með starfi best. Auka svigrúm leikskólastjóra „Þessi staða er sjálfsögðu áhyggju­ efni en Samband íslenskra sveitar­ félaga rær að því öllum árum að hækka menntunarstig starfsmanna almennt. Á leikskólunum er fjöldi starfsfólks sem vill mennta sig en getur það ekki án stuðnings. Þess vegna sendum við út þetta hvatn­ ingarbréf til sveitarfélaganna, en það snerist um að boða til átaks sveitar­ félaga í að hvetja ófaglærða starfs­ menn leikskólanna til þess að afla sér viðbótarmenntunar og auka svig­ rúm leikskólastjóra til hvatningar og stuðnings við starfsfólk þeirra til náms,“ segir Klara E. Finnbogadóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 5 ára háskólanám er of stór biti Að hennar sögn var hvatningar­ bréfinu afar vel tekið. „ Viðtökurnar voru afar góðar og flest sveitarfé­ lög eru að leggja mun meiri fjár­ muni en áður í þennan málaflokk. Jafnvel þau sveitarfélög sem voru að vinna mjög gott starf fyrir hafa bætt í,“ segir Klara. „Stærsta áskorunin er sú að ófaglærðum starfsmönnum leikskólanna finnst að fimm ára há­ skólanám sé of stór biti og því höfum við horft til þess að fleiri vörður séu á námsleiðinni. Við börðumst til dæmis fyrir því að háskólarnir tækju upp diplómanám en í fyrra var í fyrsta skipti boðið upp á slíka námsleið. Samkvæmt okkar upp­ lýsingum er þetta nám að höfða til fólks og ásóknin í það var mikil. Við teljum að ef fólk fer af stað í tveggja ára nám þá sé líklegra að það haldi áfram þegar því lýkur,“ segir Klara að lokum. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Haraldur F. Gíslason Haraldur er ánægður með þann mikla vilja innan sveitarfélaganna til þess að fjölga leikskólakennurum. Klara E. Finnbogadóttir SÍS sendi hvatningarbréf til sveitarfélaga um að taka á vandamálinu og var því afar vel tekið. Skortur á leikskólakennurum Jákvæð teikn eru á lofti en langan tíma mun taka að snúa þróuninni við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.