Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 51
Afmælisblað 8. september 20152 40 ára Dagblaðið verður til D agblaðamarkaðurinn hefur tekið umskiptum undan- farinn hálfan annan áratug með framsókn hvers kyns rafrænna nýmiðla. Áður fyrr skiptust blöðin annars vegar í morgunblöð og hins vegar síðdegis- blöð. Lífseigasta síðdegisblaðið var Vísir, sem var stofnað árið 1910. Vísir og Blaðaprent Þegar komið var fram á sjöunda áratug síðustu aldar var rekstrar- vandi Vísis orðinn illviðráðanlegur. Um mitt ár 1968 hillti þó undir breytingu til batnaðar er Sveinn R. Eyjólfsson gerðist hluthafi í út- gáfufélagi blaðsins og tók við fram- kvæmdastjórn þess, en Sveinn hafði áður verið yfirmaður markaðsmála hjá olíufélaginu Skeljungi. Sveinn réðst í mikla uppstokkun á rekstrinum, daglegum útgáfutíma var flýtt um tvær klukkustundir sem jók mjög sölu blaðsins og mannaskipti urðu, jafnt á ritstjórn sem í Reykja- prenti sem prentaði blaðið. Taprekstri var snúið í hagnað og upplagið fór úr 10 þúsund eintökum í 18 þúsund á fá- einum árum. Þá var ráðist í stofnun Blaðaprents, sem varð sameiginleg prentsmiðja Vísis, Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans. Skjótur aðdragandi Sumarið 1975 reis ágreiningur um stefnu Vísis og þá einkum í landbún- aðarmálum, en birst höfðu afar um- deild skrif Jónasar Kristjáns sonar ritstjóra um þau mál. Sveinn R. Eyjólfsson vildi bera klæði á vopnin meðal annars með ráðningu annars ritstjóra sem var Þorsteinn Pálsson, síðar forsætisráðherra. Allt kom fyrir ekki og þeir urðu ofan á sem vildu bola Jónasi burt. Svo fór að Sveinn og Jónas réðust í útgáfu nýs blaðs sem fékk nafnið Dagblaðið, en sú útgáfa átti sér skjót- an aðdraganda. Þar var tekin mikil áhætta, en Sveinn hafði reiknað út að þeir ættu að geta lifað þetta af ef blaðið kæmi strax út í 15 þúsund eintökum og þeir næðu smáauglýs- ingamarkaðnum. Raunar var gengið skrefinu lengra og frá upphafi komu út 25 þúsund eintök og upplagið fór aldrei niður fyrir þá tölu, en náði hæst 28 þúsund eintökum. Undirbúningur að stofnun Dag- blaðsins fór fram á heimili Jónasar Kristjánssonar ritstjóra að Fornu- strönd á Seltjarnarnesi. Eftir vinnu- dag á Vísi komu þangað þeir starfs- menn sem hugðust taka þátt í stofnun nýs blaðs. Það voru Aðal- steinn Ingólfsson, Ásgeir Tómasson, Ásgrímur Pálsson, Atli Steinarsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Bolli Héðinsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Hall- ur Símonarson, Haukur Helgason, Helgi Pétursson, Jóhannes Reykdal, Jón Sævar Baldvinsson og Ómar Valdimarsson. Þjóðin tók blaðinu fagnandi Hlutafélagið Dagblaðið hf. var stofnað sunnudaginn 7. sept- ember 1975 að Síðumúla 12. Til- gangur félagsins væri að gefa út frjálst dagblað, óháð stjórnmála- flokkum og hagsmunaöflum. Fyrsta tölublað hins nýja Dag- blaðs kom út degi síðar. Í sam- þykktum félagsins var kveðið á um að almenningi yrði gefinn kostur á að kaupa eitt þúsund króna hlutabréf í félaginu. Fleira var nýstárlegt hjá Dagblað- inu, því að minnsta kosta einn stjórnar manna þess skyldi vera úr hópi þeirra starfsmanna sem væru hluthafar. Í þriggja manna stjórn hins nýja útgáfufélags voru kjörnir Björn Þórhallsson við- skiptafræðingur, Jónas Kristjáns- son ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfs- son framkvæmdastjóri. Upphaflega átti DV að vera eðli- legt framhald Vísis; „hinn sanni og rétti Vísir“, eins og Jónas Kristjáns- son orðar það en segir svo: „Þegar til átti að taka, vorum við búnir að hanna alveg nýtt blað, frjálst af gamla Vísi. Það réð úrslitum um velgengni blaðsins. Það sló í gegn frá fyrsta degi. Þjóðin tók þessu nýja blaði fagnandi. Þjóðin taldi sig með þeim efnisþáttum hafa fengið að- gang að eigin fjölmiðli. Þetta var sameinað afrek allra þeirra, sem tóku þátt í undirbúningsfundunum á Fornuströnd.“ n „Þar var tekin mikil áhætta, en Sveinn hafði reiknað út að þeir ættu að geta lifað þetta af ef blaðið kæmi strax út í 15 þúsund eintökum og þeir næðu smá­ auglýsingamarkaðnum. Fyrsta tölublaðið Jónas Kristjánsson ritstjóri og Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri virða fyrir sér fyrsta tölublað Dagblaðsins í prent- smiðju Blaðaprents. Þjóðin tók blaðinu fagnandi Örtröð myndaðist í Austurstræti fyrsta daginn sem Dagblaðið kom út. Hér má sjá æsta lesendur umhverfis Óla blaðasala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.