Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 53
Afmælisblað 8. september 20154 40 ára É g tók tali fimm starfsmenn Dagblaðsins sem voru með alveg frá byrjun, þá Jóhannes Reykdal, útlitsteiknara blaðsins (JR), Jóni Birgi Pétursson fréttastjóra (JBP), Sigurð Hreiðar blaðamann (SH), Má E. M. Halldórsson afgreiðslustjóra (MH) og Svein R. Eyjólfsson fram­ kvæmdastjóra (SRE). Forsaga stofnunar Dagblaðsins var sú að sumarið 1975 hótuðu til­ teknir aðilar innan Stéttarsambands bænda að beita Heklu hf. viðskipta­ banni vegna skrifa Jónasar Krist­ jánssonar, ritstjóra Vísis, um land­ búnaðarmál. Stjórnarformaður útgáfufélags Vísis á þeim tíma var Ingimundur Sigfússon, forstjóri Heklu, sem flutti inn margvísleg tæki til landbúnaðar og jarðvinnslu. Svo fór loks að Jónasi var sagt upp störf­ um. Þeir Sveinn og Jónas veltu því upp þeirri hugmynd að stofna nýtt dagblað og flestir reyndustu blaða­ menn Vísis lýstu sig fúsa til þátttöku í slíku verk efni. Stjórn Reykjaprents, útgáfufélags Vísis, fór fram á lögbann við því að Jónas Kristjánsson not­ aði nafnið „Nýr Vísir“ á blaðið. Lög­ bannið náði fram að ganga og var lagt á í fógetarétti Reykjavíkur. Þetta varð kveikja að auglýsingum fyrir hið nýja dagblað. MH: Auglýsingarnar vöktu mikla athygli. Sér í lagi sjónvarpsauglýs­ ingarnar, þar sem sagði: „Vísir að dagblaði – LÖGBANN!“ Undirbúningur að stofnun Dag­ blaðsins fór fram á heimili Jónasar Kristjánssonar að Fornuströnd á Seltjarnarnesi. Eftir vinnudag á Vísi komu þangað þeir starfsmenn sem hugðust taka þátt í stofnun nýs blaðs. JR: Ég kom skömmu síðar. Ég var í Noregi þegar undirbúningurinn hófst. SH: Menn veltu því mikið fyrir sér í „gryfjunni“ á Fornuströnd hvað blaðið ætti að heita og fljótlega kom upp nafn Dagblaðsins. „Gryfjan“ var í stofunni heima hjá Jónasi Kristjánssyni á Fornuströnd á Seltjarnarnesi. Þar var bollalagt um framtíð blaðsins. JR: Jú, endurreisa Dagblaðið. Ég annaðist útlit blaðsins og bjó til al­ veg nýtt „lúkk“. JBP: Vinur minn í Stokkhólmi hafði stungið Aftonbladet í vasa minn, sagði mér að fá hugmyndir um útlit og efnistök þaðan. Það leiddi til þess að við hófum birtingu mynda af blaðamönnum með greinum þeirra. Þetta vakti mikla lukku. SRE: Dagana áður en útgáfan hófst var heimilissýning í Laugar­ dalshöllinni, þar sem við komum upp bás og spiluðum í sífellu einkennis lag blaðsins: „ Dagblaðið – Dagblaðið – Dagblaðið er óháð og frjálst.“ Þar söfnuðum við fjölda áskrifenda. JBP: Herbert Guðmundsson samdi lagið og einnig annað lag sem þó var ekki notað. Fundað í 17 klukkustundir Upphaflega var gert ráð fyrir fá blaðið prentað hjá Blaðaprenti hf. sem annaðist prentun Vísis, Alþýðu­ blaðsins, Tímans og Þjóðviljans, en Sveinn og Jónas áttu tæplega fjórð­ ungshlut í Blaðaprenti. Hvernig gekk að fá blaðið prentað þar? SRE: Haldinn var 17 klukku­ stunda langur fundur í stjórn Blaðaprents um það hvort prenta ætti blaðið, en fundað var á skrif­ stofum Framsóknarflokksins við Rauðar árstíg. Ingi R. Helgason, full­ trúi Þjóðviljans, stóð með okkur, framsóknarmenn voru á móti, en kratarnir tvístígandi. Þar sem við sátum þrír saman ég, Jónas og Ingi R. varð Jónasi á orði: „Ég er hættur!“ en honum þótti sýnt að þetta tækist ekki. Ingi R sagði þá við mig: „Farðu út með manninn.“ Sem ég gerði og gekk með Jónasi um Norðurmýrina í klukkutíma og talaði hann til. Svo fór að lokum að meirihluti stjórnar Blaðaprents féllst á að prenta blaðið. En hvernig höfðu átökin á Vísi komið við starfsmenn­ ina? JR: Það voru búin að vera leiðindi og nudd. JBP: Það var legið í mér að fara ekki frá Vísi. SH: Ég var raunar búinn að segja upp. MH: Við fylgdum Sveini. Sumir hefðu fylgt Sveini hvert sem var. Menn voru bara óðir í þetta verkefni. Hvar var skrifstofunum komið fyrir? SRE: Við komum okkur fyrir á skrifstofu Hilmis í Síðumúla, þar sem Vikan var gefin út og þrengdum bara að Vikunni. JBP: Það var furðulegt að koma inn á ritstjórnina, fjöldi skrifborða. Mjög þétt reyndar, öll voru þau sólar­ gul á lit. Okkur þótti þetta flott. Ekki tjaldað til einnar nætur Í ársbyrjun 1976 tók stjórn Blaða­ prents þá ákvörðun að henda Dag­ blaðinu alfarið út úr prentsmiðjunni. Dagblaðsmönnum var gefinn þriggja vikna frestur áður en sú ákvörðun tæki gildi. Nú voru góð ráð dýr, enda aðeins ein önnur prentsmiðja hér­ lendis sem gat prentað dagblöð, en það var Prentsmiðja Morgun­ blaðsins. JR: Þegar prentunin var í upp­ námi þá vorum við búnir að fá vilyrði fyrir prentvél frá Maine í Bandaríkj­ unum. Vélina átti að flytja inn með flugi, en hún var of há fyrir Gull­ faxa. Mér var bent á að hægt væri að klippa rúllur ofan af henni. Þannig var búið að sjá fyrir öllu. Það var al­ veg sama hvaða hindranir urðu á vegi okkar við stukkum yfir þær allar. SRE: Ég átti þá í viðræðum við Harald Sveinsson, fram­ kvæmdastjóra Árvakurs, um að þeir tækju að sér prentunina og tjáði honum að við værum þess albúnir að flytja inn prentvél sjálfir. Haraldur tók af mér það loforð að ekki yrði tjaldað til einnar nætur og úr varð að hann, Leifur bróðir hans og Gunnar Hansson arkitekt mynd­ uðu meirihluta í stjórn Árvakurs sem studdi þá tillögu að taka Dagblaðið til prentunar. Geir Hallgrímsson, for­ maður stjórnar og forsætisráðherra, var á móti. Gunnar Hansson átti svo síðar eftir að teikna hús DV í Þver­ holti. JBP: Þetta var í fyrsta skiptið sem stjórn Árvakurs klofnaði. Blaðaprent fór á hausinn eftir þetta. SRE: Áður átti alltaf að vera 10 prósent hagnaður af rekstri Blaða­ prents, en héðan í frá var samþykkt að reka félagið á núlli og Blaðaprent var síðan látið niðurgreiða tapið af blöðunum. Hið nýja dagblað kallaði sig óháð og frjálst. Í hverju birtist það? MH: Embættismaður í ónefndri ríkisstofnun hringdi til okkar þegar blaðið var að byrja og kvaðst vilja styrkja okkur og fá tíu blöð í áskrift. Ég sagði honum að honum væri vel­ komið að fá áskrift en við vildum ekki styrki. Síðar seldum við ríkis­ stofnunum blaðið í áskrift, enda gátu þær ekki án þess verið. JR: Fyrirkomulagið var þannig að ríkið var áskrifandi að 600 eintökum sem fóru upp í Arnarhvol og var dreift á hinar ýmsu stofnanir. Þetta var ekkert annað en ríkisstyrkur og við vildum enga styrki. Fimm Dagblaðsmenn, sem voru með allt frá byrjun, teknir tali í hringborðsumræðum. Mummi meinhorn Hann var vinsælt hrekkjusvín. Samfellt ævintýri Fræknir félagar Frá vinstri: Jóhannes Reykdal, Sveinn R. Eyjólfsson, Már E. M. Halldórsson, Sigurður Hreiðar og Jón Birgir Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.