Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 69
Vikublað 8.–10. september 201548 Fólk Viðtal Þ ið eruð mjög heppin. Ég segi oft að Íslendingar séu mjög saklaus þjóð. Þið ólust ekki upp við að þurfa að passa landamærin og voruð ekki alin upp í hatri. Það ráðskast enginn með ykkur. Langflestir Íslendingar vita þetta og kunna að meta en stundum, þegar ég heyri fólk kvarta, langar mig að öskra. Allur þessi lúx- us! Þá hugsa ég með mér að þið ætt- uð að fara til Afríku og sjá hvernig margir þurfa að lifa; fara út úr þessari þægindablöðru og sjá raunveruleik- ann,“ segir listakonan Fitore Berisha sem kom hingað til lands frá Kosovo í september 2006. Ung móðir í stríði Fitore fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur árum en hún er Kosovo- Albani og bjó í höfuðborginni Prisht- ina í stríðinu. „Ég kom hingað sem ferðamaður með vinkonu minni, Kolfinnu Baldvinsdóttur, en hún bjó í Kosovo. Mánuði eftir að ég kom hingað fór ég að vinna og hef alltaf unnið mikið. Ég gerði aldrei kröfur um að ríkið myndi hjálpa mér,“ seg- ir Fitore, sem á tvo syni. Drengirn- ir voru aðeins sex og átta ára þegar stríðið braust út en Fitore segist hafa gert sitt besta til að þeir upplifðu sig örugga. „Vinur minn spurði ann- an son minn um daginn hvort hann hefði á sínum tíma skilið það sem væri að gerast. Hann mundi líka að ég hafði bannað honum að tala alb- önsku á götum úti svo Serbarnir heyrðu til. Þannig gátum við komist ferða okkar með því að þykjast vera Serbar.“ Eins og kvikmynd Hún segir að þótt ekkert jafnist á við hörmungar stríðsins hafi lífið ekki verið auðvelt áður en átökin brut- ust út. „Fjárhagslega var mjög erfitt og ef þú varst ekki með serbnesku stjórninni var þér hent alls staðar út. Ég tók til dæmis ekki áhættuna á að fæða á serbnesku sjúkrahúsi. Ef eitt- hvað hefði komið upp á er ekki víst að ég hefði fengið nauðsynlega hjálp. Ég fæddi því börnin á litlum einkaspít- ala. Margir vinir mínir fluttu í burtu því fólk var að reyna að komast hjá því að þurfa að senda börnin sín í herinn. Maður trúði því ekki að þetta væri að gerast. Við höfðum fylgst með því sem gerst hafði í Bosníu en trúðum því ekki að það myndi líka gerast hjá okkur. Ég var barn há- skólamenntaðra foreldra. Við höfð- um ferðast um heiminn og vorum í Ástralíu yfir jólin. Þegar við komum til baka var komið stríð. Ég trúði þessu ekki. Stríð? Átti að drepa okkur öll? Við vorum í Evrópu. Þetta gat ekki verið að gerast,“ rifjar Fitore upp og bætir við að þar sem landamærunum var lokað hafi fjöl- skyldan ekki komist í burtu. „Það kaldhæðnislega var að nágrann- ar okkar voru eldri serbnesk hjón sem við fengum að fela okkur hjá. Maður vissi samt aldrei hvar maður hafði fólk. Ég vissi að sonur þeirra væri úti á götum að drepa Alb ani en hjónin sögðu ekki til okkar. Líf okkar var í þeirra höndum. Í þrjá mánuði fór ég aðeins út til að leita að mat og lyfjum handa börnun- um mínum. Úti á götu sá ég fólki skipað í röð og þá pikkaða út sem fengu að lifa. Þetta var eins og í kvikmynd; svo ótrúlega óraunveru- legt. Ég var svo hrædd um að synir mínir myndu verða vitni að því að mér yrði nauðgað eða ég drepin. Ég vildi frekar deyja strax en að þeir myndu þurfa að horfa upp á það.“ Sárar og erfiðar minningar Hún segir ótrúlegt að upplifa það hvernig vinir og nágrannar voru allt í einu komnir hvorir í sína fylkinguna. „Við áttum Serba að vinum og eft- ir stríðið vann ég með þeim. Þetta var aldrei neitt persónulegt. Einstak- lingarnir voru frábærir en pólitík- in og þjóðernishyggjan vandamálið. Allt sem við höfðum byggt upp var eyðilagt. Þúsund konum var nauðg- að og 12.000 Kosovoar voru drepn- ir. Ég sá margt viðbjóðslegt. Fólk var drepið og lá í götunni eins og hund- ar. Ég missti nokkra vini og sá þegar pabbi vinar míns var drepinn. Það er erfitt að kyngja þessu og sárt að muna. Ein erfiðasta minning mín er þegar ég fór út með drengina mína til að reyna að finna mat. Við fórum á stóran markað en þar stoppaði skrið- dreki fyrir framan okkur og miðaði beint í andlitið á mér. Ég sagði strák- unum að loka augunum og fela sig á bak við mig og var viss um að nú myndum við deyja en með því að þykjast vera Serbi og vera almenni- leg fengum við að halda áfram. Eins gleymi ég aldrei þegar ég sá for- eldra mína aftur. Þau höfðu falið sig Fitore Berisha fluttist til Íslands árið 2006. Fitore var föst í borginni Prishtina í Kosovo-stríðinu. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Fitore um hörm- ungar stríðsins, sjálfsbjargarviðleitnina, lífið sem innflytjandi, málefni flóttamanna og útrásina sem hún fær með ögrandi listaverkum sínum. „Ég trúði ekki að enginn myndi hjálpa“ Fitore Fitore fluttist hingað til lands árið 2006. Mynd ÞorMar Vignir gUnnarSSon Mamma Tvítug með eldri strákinn sinn. Mynd úr EinkaSaFni indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Framhald á næstu opnu  „Ég var svo hrædd um að synir mínir myndu verða vitni að því að mér yrði nauðgað eða ég drepin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.