Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 95

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2015, Blaðsíða 95
Vikublað 8.–10. september 201574 Menning Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 V arla er annað hægt en að reyna að finna sökudólga þegar ferill Amy Winehouse er rifjaður upp. Og þeir eru nokkrir sem bjóða sig hér fram. Um- boðsmaðurinn sem skutlaði henni meðvitundarlausri í tónleikaferðir þó að hún gæti ekki meira, eða hinn vonlausi eiginmaður sem kom henni í kynni við heróín. Myndinni tekst líka að sýna fram á hrylling þess að lifa undir smásjá bresku slúð- urpressunnar. Því meira sem Amy drakk, því meira komst hún í blöðin og því meira drakk hún. Það er engin einföld skýring gef- in á því hvers vegna kona sem var svo mörgum kostum búin fór svo illa svo fljótt. Á okkar tímum dettur fólki strax í hug kynferðisleg misnotkun, en það er slegið út af borðinu strax. Samt er faðir hennar helsti skúrkur verksins, yfirgaf hana í æsku en sneri aftur þegar hún varð fræg og mætti með myndavélar í meðferðir. Og eins og kemur fram í slagaranum „Rehab“ var það aldrei hann sem hvatti hana til betra lífernis. Kannski er einmitt hér komin ástæðan fyrir retró-textum Amy, sem leikur sér stöðugt að þeirri hugmynd að sterkir karlmenn komi til bjargar. En myndin fjallar því miður of lítið um tónlistina. Þannig gerir hún það sama og hún gagnrýnir, að einblína á veikleikana frekar en hæfileikana. En nóg er af efni, Amy er ein fyrsta stórstjarnan sem elst upp á „selfie“- öld og því er öll æskan til á mynd- skeiði. Myndin segir ekki mikið nýtt, en er eigi að síður ágætis upprifjun á einhverjum áhugaverðasta tónlistar- manni 21. aldar hingað til. n Líf undir smásjá Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Amy IMDb 8,0 RottenTomatoes 97% Metacritic 85 Aðalhlutverk: Amy Winehouse Leikstjóri: Asif Kapadia 128 mínútur Amy Winehouse Ný heimildamynd um söngkonuna varpar ekki nýju ljósi á örlög henn- ar en er ágætis upprifjun á ævi eins hæfileika- ríkasta tónlistamanns aldarinnar hingað til. L íklega er framtíðin það áhuga- verðasta sem til er, öll erum við jú á leiðinni þangað án þess að vita hvert stefnir. Og samt hafa íslenskir höfundar verið heldur tregir til að gefa henni gaum. Andri Snær Magnason er einn af undantekningunum. Lovestar gerð- ist í framtíð hins endalausa góðæris og í Tímakistunni fer hann bæði langt fram og aftur í tímann. Bandaríkja- maðurinn Kim Stanley Robinson er ófeiminn við hvort tveggja og er al- mennt talinn einn besti vísinda- skáldsöguhöfundur samtímans. Á Bókmenntahátíð í Norræna húsinu klukkan tólf á föstudag munu þeir tveir ræðast við. Ef til vill er besta leiðin til að segja fyrir um framtíðina sú að reyna að skilja fortíðina sem best. Robinson hefur skrifað bækur sem gerast á nýlendu á Mars eða Kaliforníu árið 2065. En hann hefur einnig leitað langt aftur í söguna, til sam- tíma Galileós eða allt aftur á ísöld. Bókin Years of Rice and Salt gerist í annars konar fortíð, og fellur undir grein sem stundum er kölluð „hjá- saga“. Hér þurrkast Evrópa út í Svarta dauða, og framtíðin verður önnur. Heimur án Evrópu Íslamskir landnemar frá Andalúsíu byggja Frakkland á ný, þar sem siðaskipti eiga sér stað. Kín- verjar uppgötva Ameríku á 17. öld, og skömmu síðar verður vísinda- bylting í Samarkand í Mið-Asíu. Robinson er, eins og Andri Snær, afar upptekinn af umhverfismálum og vísar gjarnan í málefnið í verk- um sínum. Flestar bóka hans spanna margar aldir, en ólíkt mörgum öðr- um vísindaskáldsögum á mann- kynið það til að vitkast eitthvað eftir því sem tíminn líður. Íslenskur höfundur sem sækir bæði í fortíð og framtíð er Emil Pétur Hjörvarsson, sem skrifaði þríleik um goðin eftir Ragnarök, á meðan Vil- borg Davíðsdóttir lætur sínar sög- ur gerast á miðöldum. Bæði munu troða upp klukkan eitt í Norræna húsinu á föstudag, ásamt hinum breska David Mitchell. Ris og fall siðmenningar Mitchell er þekktastur fyrir bókina Cloud Atlas frá 2004, sem einnig var gerð að bíómynd með Tom Hanks. Henni svipar til Years of Rice and Salt (sem kom út tveimur árum fyrr) að því leyti að hún spannar margar aldir þar sem sömu persónur endurfæð- ast aftur og aftur. Hér sækir Mitchell í austræna heimspeki, enda bjó hann lengi í Hiroshima í Japan þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Margt skilur þó bækurnar að, ekki síst stílsnilld Mitchells sem lyftir bókinni langt yfir hefðbundnar vís- indaskáldsögur. Hún er í sex hlut- um, sá fyrsti gerist í Kyrrahafinu á 19. öld, þrír á þeirri 20. og loks erum við kominn inn í framtíðarmartröð síðkapítalismans í Suður-Kóreu. Sögunni lýkur þó ekki hér, því síðasti hlutinn gerist í enn fjarlægari fram- tíð þar sem siðmenningin er hrunin. Framtíð í öfugri röð Allar sögurnar enda þegar hæst stendur og segir Mitchell að upp- byggingin sé sótt í bók Italo Calvino, Ef að vetrarnóttu ferðalangur, sem nýlega kom út á íslensku. Ólíkt Calvino skilur Mitchell okkur þó ekki eftir í miðjum klíðum, í seinni helm- ingi bókarinnar fáum við endana í öfugri tímaröð. Þannig er bókin eins og fjall í laginu, tindurinn er klifinn og síðan er haldið aftur niður. Við erum ekki stöðugt að þróast heldur er hápunkt- inum náð, ef til vill einhvern tím- ann á 20. öld. Mitchell hefur einnig lýst bókinni þannig að hún fjalli um óbreytanlegt mannlegt eðli, það eru ávallt einhverjir hópar sem misnota og hagnast á öðrum hvað sem öllum tækniframförum líður. Nýjasta bók Mitchells, The Bone Clocks, gerist að hluta til á Íslandi og sækir í norræna goðafræði. Í goð- sögunum endar jú heimurinn með Ragnarökum en síðan endurfæðist veröldin á ný. Hvort til sé eitthvert endanlegt markmið eða endir eða hvort hringrásin sé dæmd til að endurtaka sig eilíflega er vonandi eitt af því sem rætt verður í Norræna húsinu á föstudaginn. n Framtíð sem Vísar aFtur – og áFram Andri Snær Magnason og Kim Stanley Robinson á Bókmenntahátíð Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Á Bókmenntahá- tíð í Norræna hús- inu í hádeginu á föstudag munu þeir tveir ræðast við. Andri Snær Skrifar frumlega um framtíðina. MynD SIGTRyGGuR ARI Vísindaskáldsagnahöfundurinn Time Magazine útnefndi Kim Stanley Robinson Hetju umhverfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.